Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Að umgangast hver annan í kærleika
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
    • 8. (a) Hvaða ósamkomulag varð milli Páls og Barnabasar? (b) Hvað hefðir þú getað hugsað ef þú hefðir orðið vitni að deilu þeirra?

      8 Einhverju sinni varð ósamkomulag milli Páls postula og ferðafélaga hans Barnabasar. Þegar þeir voru að leggja af stað í aðra trúboðsferð sína vildi Barnabas taka Markús frænda sinn með. En Páll vildi ekki að Markús færi með þeim, vegna þess að hann hafði yfirgefið þá og farið heim þegar þeir voru í fyrstu trúboðsferð sinni. (Postulasagan 13:13) Biblían segir: „Varð þeim mjög sundurorða, og skildi þar með þeim.“ (Postulasagan 15:37-40) Hvað hefðir þú hugsað ef þú hefðir orðið vitni að þessari þrætu þeirra? Hefðir þú ályktað að Páll og Barnabas gætu ekki tilheyrt skipulagi Guðs fyrst þeir hegðuðu sér þannig?

  • Að umgangast hver annan í kærleika
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
    • 11. (a) Hvernig sýndu Páll og Barnabas að þeir voru sannkristnir menn þrátt fyrir harða deilu sína? (b) Hvaða gagn getum við haft af fordæmi þeirra?

      11 Hvað um deilu Páls og Barnabasar? Hún var líka leyst í kærleika. Þegar Páll síðar skrifaði söfnuðinum í Korintu talaði hann um Barnabas sem náinn samverkamann. (1. Korintubréf 9:5, 6) Og þótt Páll virðist hafa haft ærið tilefni til að efast um ágæti Markúsar sem ferðafélaga, þroskaðist þessi ungi maður síðar svo að Páll gat skrifað Tímóteusi: „Tak þú Markús og lát hann koma með þér, því að hann er mér þarfur til þjónustu.“ (2. Tímóteusarbréf 4:11) Við getum lært af þessu fordæmi hvernig útkljá beri missætti.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila