-
Lestu orð Guðs og þjónaðu honum í sannleikaVarðturninn – 1996 | 1. júlí
-
-
5. Hvað þarf til að finna sannleika Guðs?
5 Sannleikur Guðs er ómetanlegur fjársjóður. Til að finna hann þarf að grafa og leita af kappi í Ritningunni. Til að öðlast visku og skilja hvað ótti Jehóva er verðum við að vera eins og börn frammi fyrir fræðaranum mikla. (Orðskviðirnir 1:7; Jesaja 30:20, 21) Við ættum auðvitað að sanna hlutina fyrir sjálfum okkur með hjálp Biblíunnar. (1. Pétursbréf 2:1, 2) Gyðingar í Beroju „voru veglyndari . . . en í Þessaloníku. Þeir tóku við orðinu með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort þessu [sem Páll sagði] væri þannig farið.“ Páll fann ekki að þessu heldur hrósaði Berojumönnum. — Postulasagan 17:10, 11.
-
-
Lestu orð Guðs og þjónaðu honum í sannleikaVarðturninn – 1996 | 1. júlí
-
-
7. Hvað þarf til að vaxa í skilningi á Biblíunni og hvers vegna?
7 Til að vaxa í skilningi okkar á Biblíunni þurfum við leiðsögn anda Guðs eða starfskraftar. „Andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs,“ til að draga fram merkingu þess. (1. Korintubréf 2:10) Kristnir menn í Þessaloníku áttu að ‚prófa allt‘ í hverjum þeim spádómi sem þeir heyrðu. (1. Þessaloníkubréf 5:20, 21) Þegar Páll skrifaði Þessaloníkumönnum (um árið 50) var Matteusarguðspjall eina bók Grísku ritninganna sem til var. Þessaloníkumenn og Berojumenn gátu því líklega prófað eða fullvissað sig um allt með því að skyggnast í hina grísku Sjötíumannaþýðingu Hebresku ritninganna. Þeir þurftu að lesa og nema Ritninguna og það þurfum við líka að gera.
-