Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Frá hverjum getum við vænst ósvikins réttlætis?
    Varðturninn – 1989 | 1. júní
    • 5. Við hvaða aðstæður flutti Páll ræðu sína til Aþenumanna? (Látið lesa Postulasöguna 17:16-31.)

      5 Ræða Páls er þróttmikil og verðskuldar gaumgæfilega athugun okkar. Við erum umkringd grófu ranglæti á alla vegu og getum lært margt af henni. Í fyrsta lagi skulum við veita athygli umgjörð hennar sem lesa má um í Postulasögunni 17:16-21. Aþenubúar voru stoltir af því að eiga heima á frægu lærdómssetri þar sem Sókrates, Platon og Aristóteles höfðu kennt. Aþena var líka mikil trúarmiðstöð. Páll sá skurðgoð allt í kringum sig — styttur af stríðsguðinum Aresi eða Mars, Seifi, lækningaguðinum Eskulapíusi, hinum ofbeldisfulla sjávarguði Póseidon, auk Díónýsíusar, Aþenu, Erosar og fleiri.

  • Frá hverjum getum við vænst ósvikins réttlætis?
    Varðturninn – 1989 | 1. júní
    • Kröfuharðir áheyrendur

      8. (a) Hver var lífsskoðun Epíkúringa? (b) Hverju trúðu Stóuspekingar?

      8 Sumir Gyðingar og Grikkir hlustuðu með athygli, en hver ætli hafi orðið viðbrögð hinna áhrifamiklu Epíkúringa og Stóuspekinga? Eins og þú munt sjá voru hugmyndir þeirra að mörgu leyti keimlíkar algengum nútímaviðhorfum sem eru jafnvel kennd unglingum í skólum. Epíkúringar hvöttu til þess að menn hefðu eins mikinn unað út úr lífinu og hægt væri, einkum huglægan. Sú lífsspeki þeirra að ‚eta og drekka því að á morgun deyjum vér‘ einkenndist af því að lífsreglur og dyggðir vantaði með öllu. (1. Korintubréf 15:32) Þeir trúðu ekki að guðirnir hefðu skapað alheiminn heldur að lífið hefði kviknað fyrir slysni í vélrænum alheimi. Auk þess álitu þeir að guðirnir hefðu engan áhuga á mönnum. Hvað um Stóuspekingana? Þeir lögðu áherslu á rökfræði og trúðu að efni og afl væru helstu náttúrulögmál alheimsins. Stóuspekingar ímynduðu sér guðdóminn sem ópersónulegan í stað þess að trúa á Guð sem persónu. Þeir trúðu einnig að örlög réðu lífi manna.

      9. Hvers vegna var það vandasamt verk fyrir Pál að prédika við þessar aðstæður?

      9 Hvernig brugðust slíkir heimspekingar við opinberri kennslu Páls? Þar eð hrokablandin forvitni var þá áberandi meðal Aþenumanna byrjuðu þessir heimspekingar að þrátta við Pál. Loks fóru þeir með hann til Areopagusar. Fyrir ofan markaðstorgið í Aþenu en fyrir neðan hina tígurlegu Akrópólishæð var klettahæð nefnd eftir stríðsguðinum Mars eða Aresi og því nefnd Marshæð eða Aresarhæð. Til forna var hún samkomustaður dómstóls eða ráðs. Það var því farið með Pál til dómstóls réttvísinnar sem ef til vill kom saman þar sem sást til hinnar mikilfenglegu Akrópólishæðar með sínu fræga Meyjarhofi, Parþenon, og öðrum musterum og styttum. Sumir halda að postulinn hafi verið í hættu staddur þar eð rómversk lög bönnuðu að komið væri fram með nýja guði. En jafnvel þótt Páll hafi verið tekinn til Areopagusar einfaldlega til að skýra trú sína eða láta á það reyna hvort hann væri hæfur kennari var það óárennilegur áheyrendahópur sem hann stóð frammi fyrir. Gat hann útlistað sinn mikilvæga boðskap án þess að gera áheyrendurna fráhverfa sér?

  • Frá hverjum getum við vænst ósvikins réttlætis?
    Varðturninn – 1989 | 1. júní
    • 16 Meðan Páll beið þeirra í Aþenu, var honum mikil skapraun að sjá, að borgin var full af skurðgoðum. 17 Hann ræddi þá í samkundunni við Gyðinga og guðrækna menn, og hvern dag á torginu við þá, sem urðu á vegi hans. 18 En nokkrir heimspekingar, Epíkúringar og Stóumenn, áttu og í orðakasti við hann. Sögðu sumir: „Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila