-
‚Haltu áfram að tala og þagnaðu ekki‘Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
„Ég á margt fólk í þessari borg“ (Post. 18:9–17)
12. Um hvað fullvissar Drottinn Pál í sýn?
12 Ef Páll var efins um að hann ætti að halda áfram að boða trúna í Korintu hlýtur efinn að hafa gufað upp nóttina sem Drottinn Jesús birtist honum í sýn og sagði: „Vertu óhræddur og haltu áfram að tala. Þagnaðu ekki því að ég er með þér. Enginn mun ráðast á þig og gera þér mein því að ég á margt fólk í þessari borg.“ (Post. 18:9, 10) Þetta var hvetjandi sýn! Drottinn sjálfur fullvissaði Pál um að enginn myndi gera honum mein og að enn væru margir móttækilegir í borginni. Hvernig brást Páll við sýninni? Við lesum: ‚Hann dvaldist þar í eitt og hálft ár og kenndi fólki orð Guðs.‘ – Post. 18:11.
-
-
‚Haltu áfram að tala og þagnaðu ekki‘Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
16. Hvaða áhrif hefur það á boðun okkar að Jesús skyldi segja: „Haltu áfram að tala. Þagnaðu ekki því að ég er með þér“?
16 Munum að það var eftir að Gyðingar höfnuðu boðskap Páls að Drottinn Jesús sagði við hann: „Vertu óhræddur og haltu áfram að tala. Þagnaðu ekki því að ég er með þér.“ (Post. 18:9, 10) Það er gott að hafa þetta í huga, sérstaklega þegar fólk hafnar boðskap okkar. Gleymum aldrei að Jehóva sér hvað býr í hjörtum fólks og dregur einlægt fólk til sín. (1. Sam. 16:7; Jóh. 6:44) Er það ekki sterk hvatning til að vera önnum kafin í boðuninni? Hundruð þúsunda manna skírast á hverju ári – hundruð á hverjum degi. Jesús lofar öllum sem fylgja fyrirmælum hans um að ‚gera fólk af öllum þjóðum að lærisveinum‘: „Ég er með ykkur alla daga allt þar til þessi heimsskipan endar.“ – Matt. 28:19, 20.
-