Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvað lærum við af því að Guð skuli hafa leyft illskuna?
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
    • 8. Hvað hvetur Páll okkur til að íhuga?

      8 Í Rómverjabréfinu varpar Páll postuli fram spurningunni: „Er Guð óréttvís?“ Hann svarar með áhersluþunga: „Fjarri fer því.“ Í framhaldinu bendir hann á miskunn Guðs og rifjar upp hvers vegna Guð leyfði faraó að halda velli um tíma. Páll minnir einnig á að við mennirnir séum eins og leir í höndum leirkerasmiðs. Síðan segir hann: „Ef nú Guð, sem vildi sýna reiði sína og auglýsa mátt sinn, hefur með miklu langlyndi umborið ker reiðinnar, sem búin eru til glötunar, og ef hann hefur gjört það til þess að auglýsa ríkdóm dýrðar sinnar á kerum miskunnarinnar, sem hann hafði fyrirfram búið til dýrðar? Slík ker erum vér, sem hann hefur kallað, ekki aðeins úr flokki Gyðinga, heldur og úr flokki heiðingja.“ — Rómverjabréfið 9:14-24.

  • Hvað lærum við af því að Guð skuli hafa leyft illskuna?
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
    • 10. Af hverju hefur Jehóva umborið hina illu síðastliðin 1900 ár?

      10 Á þeim rúmlega 1900 árum, sem eru liðin frá upprisu Jesú, hefur Jehóva haldið áfram að umbera „ker reiðinnar“ og beðið með að útrýma þeim. Hvers vegna? Meðal annars vegna þess að hann hefur verið að undirbúa þá sem eiga að vera með Jesú Kristi í ríki hans á himnum. Þeir eru 144.000 talsins og eru ‚ker miskunnarinnar‘ sem Páll postuli talaði um. Í fyrstu var Gyðingum boðið að mynda þennan himneska hóp. Síðar bauð Jehóva fólki af öðrum þjóðum í hópinn. Hann hefur ekki neytt nokkurn mann til að þjóna sér. Hann valdi hins vegar suma af þeim sem kunnu að meta ráðstafanir hans, til að ríkja með syni sínum á himnum. Þessi himneski hópur er nú næstum því fullskipaður. — Lúkas 22:29; Opinberunarbókin 14:1-4.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila