-
„Hafið frið við alla menn“Varðturninn – 2009 | 15. október
-
-
Sigrum illt með góðu
13, 14. (a) Af hverju kemur andstaða okkur ekki á óvart? (b) Hvernig getum við blessað þá sem ofsækja okkur?
13 Lestu Rómverjabréfið 12:14, 21. Við treystum fullkomlega að Jehóva láti vilja sinn ná fram að ganga og getum því óhikað einbeitt okkur að verkinu sem hann hefur falið okkur — að boða „fagnaðarerindið um ríkið . . . um alla heimsbyggðina“. (Matt. 24:14) Við vitum að þetta starf okkar vekur reiði óvinanna því að Jesús sagði: „Allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.“ (Matt. 24:9) Andstaða kemur okkur því ekki á óvart og við látum hana ekki draga úr okkur kjark. Pétur postuli skrifaði: „Þið elskuðu, látið ykkur ekki undra eldraunina, sem yfir ykkur er komin, eins og eitthvað áður óþekkt hendi ykkur. Gleðjist heldur er þið takið þátt í píslum Krists.“ — 1. Pét. 4:12, 13.
-
-
„Hafið frið við alla menn“Varðturninn – 2009 | 15. október
-
-
15. Hver er besta leiðin til að sigra illt með góðu?
15 Sannkristinn maður fer þar af leiðandi eftir lokaorðunum í 12. kafla Rómverjabréfsins: „Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.“ Satan djöfullinn er uppspretta allrar illsku. (Jóh. 8:44; 1. Jóh. 5:19) Í opinberuninni, sem Jóhannesi postula var gefin, upplýsir Jesús að andasmurðir bræður hans hafi „sigrað [Satan] fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns“. (Opinb. 12:11) Af þessu má sjá að besta leiðin til að sigrast á Satan og þeim illu áhrifum, sem hann hefur í núverandi heimskerfi, er að gera gott með vitnisburði okkar, það er að segja með því að boða fagnaðarerindið um ríkið.
-