Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hlutverk æðri yfirvalda
    Varðturninn – 1991 | 1. júlí
    • Sannkristnir menn ‚veita yfirvöldum ekki mótstöðu‘

      3, 4. (a) Hvaða meginreglur hafa svonefndir kristnir menn, sem beita sér fyrir byltingu, brotið? (b) Hvað uppgötvaði maður í sambandi við votta Jehóva?

      3 Á fyrstu öld sagði Jesús um fylgjendur sína: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“ (Jóhannes 17:14) Sérhver svokallaður kristinn maður, sem beitir sér fyrir byltingu, er sannarlega mjög virkur hluti af heiminum. Hann er ekki fylgjandi Jesú og ekki ‚undirgefinn yfirvöldum.‘ (Rómverjabréfið 13:1) Hann ætti að taka til sín aðvörun Páls postula þess efnis að „sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.“ — Rómverjabréfið 13:2.

      4 Ólíkt mörgum í kristna heiminum hafa vottar Jehóva engin afskipti af vopnuðu ofbeldi. Evrópumaður uppgötvaði það. Hann skrifaði: „Er ég sá hvað trúarbrögð og stjórnmál hafa gefið af sér helgaði ég mig því að kollvarpa rótgróinni þjóðfélagsgerð. Ég gekk í lið með hryðjuverkahópi og fékk þjálfun í meðferð alls konar vopna; ég tók þátt í mörgum vopnuðum ránum. Líf mitt var í stöðugri hættu. Er tímar liðu varð ljóst að barátta okkar var vonlaus. Ég var vonsvikinn maður, heltekinn algeru vonleysi. Þá bankaði vottur hjá mér. Hann sagði mér frá ríki Guðs. Ég staðhæfði að þetta væri tímasóun fyrir mig og lagði til að konan mín hlustaði. Hún gerði það og heimabiblíunám var hafið. Loks féllst ég á að vera viðstaddur námið. Orð fá ekki lýst þeim létti sem ég fann til er ég skildi hvaða afl það var sem rak mannkynið til illra verka. Hið dýrlega fyrirheit um Guðsríki hefur gefið mér varanlega von og tilgang í lífinu.“

      5. Hvers vegna eru kristnir menn friðsamir þegnar yfirvalda og hve lengi verða þeir það?

      5 Kristnir menn eru sendiherrar eða erindrekar Guðs og Krists. (Jesaja 61:1, 2; 2. Korintubréf 5:20; Efesusbréfið 6:19, 20) Sem slíkir halda þeir sér hlutlausum gagnvart átökum þessa heims. Jafnvel þótt sum stjórnmálakerfi virðist tryggja betri efnahag en önnur og sum veita meira frelsi en önnur halda kristnir menn ekki fram einu kerfi fremur en öðru. Þeir vita að öll kerfi eru ófullkomin. Það er „Guðs tilskipun“ að þau haldi áfram að standa uns ríki hans tekur full völd. (Daníel 2:44) Þess vegna eru kristnir menn friðsamir þegnar yfirvalda, en vinna jafnframt að eilífri velferð annarra með því að prédika fagnaðarerindið um Guðsríki. — Matteus 24:14; 1. Pétursbréf 3:11, 12.

  • Hlutverk æðri yfirvalda
    Varðturninn – 1991 | 1. júlí
    • 7. Hver hefur rétt til að refsa lögbrjóti og hvers vegna?

      7 Flestar ríkisstjórnir myndu lýsa tilgangi laga sinna með svipuðum hætti: þeim sé ætlað að stuðla að velferð þegnanna og góðri þjóðfélagsreglu. Þess vegna refsa þær mönnum fyrir andfélagslegar athafnir, svo sem morð og þjófnað, og setja reglur, svo sem um hraðatakmörk og hvar leggja megi bifreiðum. Hver sá sem að yfirlögðu ráði brýtur lögin stendur gegn yfirvöldum og ‚mun fá dóm sinn.‘ Dóm hvers? Ekki endilega Guðs. Gríska orðið, sem hér er þýtt dómur, getur vísað til borgaralegs réttarfars frekar en dóms af hendi Jehóva. (Samanber 1. Korintubréf 6:7.) Ef einhver brýtur lög hafa yfirvöld rétt til að refsa honum.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila