-
Lærum af skýrum stöfum sannleikansVarðturninn – 2012 | 15. janúar
-
-
Lærum af skýrum stöfum sannleikans
„Þú [hefur] þekkinguna og sannleikann skýrum stöfum í lögmálinu.“ – RÓMV. 2:20.
-
-
Lærum af skýrum stöfum sannleikansVarðturninn – 2012 | 15. janúar
-
-
1. Af hverju ættum við að hafa áhuga á að skilja þýðingu Móselaganna?
VIÐ myndum eiga erfitt með að skilja þýðingu margs í lögmáli Móse ef við hefðum ekki innblásin rit Páls postula. Hann nefnir til dæmis í Hebreabréfinu að Jesús hafi verið „trúr æðsti prestur“ og skýrir hvernig hann gat sem slíkur „friðþægt fyrir syndir“ og aflað „eilífrar lausnar“ þeim sem trúðu. (Hebr. 2:17; 9:11, 12) Páll bendir á að tjaldbúðin hafi einungis verið „skuggi“ þess sem var á himnum og að Jesús hafi miðlað „betri sáttmála“ en Móse. (Hebr. 7:22; 8:1-5) Þessar skýringar á lögmálinu voru verðmætar fyrir kristna menn á dögum Páls og eru enn. Þær varpa skýrara ljósi á allt sem Guð hefur gert fyrir okkur.
2. Hvað höfðu kristnir Gyðingar fram yfir fólk af öðrum þjóðum?
2 Þegar Páll skrifaði söfnuðinum í Róm beindi hann máli sínu að nokkru leyti til kristinna manna sem voru Gyðingar að ætt og uppruna og höfðu verið fræddir í Móselögunum. Hann nefnir að þar sem þeir þekki lögmál Guðs hafi þeir það fram yfir aðra að þekkja sannleikann um Jehóva og réttlátar meginreglur hans. Þeir skildu undirstöðuatriði lögmálsins sem Jehóva hafði gefið þjóð sinni og báru virðingu fyrir þeim. Sökum þessa voru þeir í svipaðri stöðu og trúir Gyðingar fyrri tíma. Þeir gátu leiðbeint, kennt og upplýst þá sem þekktu ekki lögmálið. – Lestu Rómverjabréfið 2:17-20.
LÖGMÁLIÐ GAF MYND AF FÓRN JESÚ
3. Af hverju er gagnlegt að kynna sér ákvæði Móselaganna um fórnir?
3 Undirstöðuatriði lögmálsins, sem Páll talaði um, hjálpa okkur enn þann dag í dag að skilja fyrirætlun Jehóva. Meginreglurnar að baki Móselögunum eru enn í fullu gildi. Við skulum því líta á einn þátt lögmálsins, það er að segja hvernig hinar ýmsu fórnir bentu auðmjúkum Gyðingum á Krist og sýndu þeim fram á til hvers Guð ætlaðist af þeim. Og þar sem Jehóva gerir í meginatriðum sömu kröfur til þjóna sinna núna og hann gerði á þeim tíma getum við tekið mið af ákvæðum Móselaganna um fórnir til að meta hve vel við þjónum honum. – Mal. 3:6.
-