-
Vertu ákafur að boða fagnaðarerindiðVarðturninn – 1987 | 1. júlí
-
-
9. Hvernig sýndi Páll ákafa við boðun fagnaðarerindisins?
9 En Páll leit ekki svo á að nú hefði hann nóg að gera eða hefði sína þjónustu sem hann þyrfti að sinna, og það væri nóg. Hann vildi gera meira. Hann sagði: „Ég er ákafur að boða fagnaðarerindið einnig ykkur í Róm.“ Það er þetta sem við köllum ákafa! Prófessor F. F. Bruce sagði um postulann í bók sinni The Epistle of Paul to the Romans: „Prédikun fagnaðarerindisins er honum í blóð borin og hann getur ekki haldið sér frá henni; hann er aldrei ‚í fríi‘ heldur þarf stöðugt að vera að til að endurgreiða örlítið meira af skuld sinni við allt mannkynið — skuld sem hann getur aldrei greitt að fullu á ævinni.“ Er það þannig sem þú lítur á þjónustuna?
-
-
Vertu ákafur að boða fagnaðarerindiðVarðturninn – 1987 | 1. júlí
-
-
„Í skuld“ við alla
11. Hvað er átt við með orðunum „ég er í skuld“?
11 Óþreytandi kappsemi Páls við boðun fagnaðarerindisins átti sér einnig annað afl að baki. „Ég er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa,“ sagði Páll. (Rómverjabréfið 1:14) Með hvaða hætti var Páll „í skuld“? Sumar aðrar þýðingar taka svo til orða að Páll hafi verið „undir skyldukvöð.“ (New English Bible) Var hann með þessu að segja að prédikunarstarfið væri þjakandi byrði eða skyldukvöð sem hann yrði að inna af hendi frammi fyrir Guði? Það er auðvelt að fá slíkt viðhorf ef við missum sjónar á hversu naumur tíminn er eða látum það sem heimurinn býður upp á draga til sín athygli okkar. En það var ekki það sem Páll hafði í huga.
12. Við hverja var Páll „í skuld“ og hvers vegna?
12 Guð hafði ‚valið sér‘ Pál sem ‚postula heiðingja‘ og bar hann því mjög mikla ábyrgð frammi fyrir Guði. (Postulasagan 9:15; Rómverjabréfið 11:13) En skyldutilfinning hans beindist ekki aðeins að Guði. Hann sagðist vera „í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa.“ Sökum þeirrar miskunnar og sérréttinda, sem honum hafði verið veitt, leit hann á það sem skyldu sína að prédika svo að allir mættu heyra fagnaðarerindið. Hann gerði sér líka ljóst að sá væri vilji Guðs að ‚alls konar menn yrðu hólpnir og kæmust til þekkingar á sannleikanum.‘ (1. Tímóteusarbréf 1:12-16; 2:3, 4) Þess vegna stritaði hann linnulaust, ekki aðeins til að rísa undir ábyrgð sinni gagnvart Guði, heldur líka til að endurgjalda skuld sína við aðra menn. Finnur þú til slíkrar skuldar gagnvart fólkinu í þínu starfssvæði? Finnst þér þú skulda því að þú leggir þig fram við að færa því fagnaðarerindið?
-