-
Höldum áfram að ganga á vegi JehóvaVarðturninn – 1999 | 1. júlí
-
-
6, 7. Hvað varð Ísraelsmönnum að falli þótt þeir tilbæðu Jehóva og hvers vegna?
6 Það gerðist í Forn-Ísrael eins og Páll bendir á. Hann skrifar: „Þessir hlutir hafa gjörst sem fyrirboðar fyrir oss, til þess að vér verðum ekki sólgnir í það, sem illt er, eins og þeir urðu sólgnir í það. Verðið ekki skurðgoðadýrkendur, eins og nokkrir þeirra. Ritað er: ‚Lýðurinn settist niður til að eta og drekka, og þeir stóðu upp til að leika.‘ Drýgjum ekki heldur hórdóm, eins og nokkrir þeirra drýgðu hórdóm, og tuttugu og þrjár þúsundir féllu á einum degi.“ — 1. Korintubréf 10:6-8.
7 Páll minnist fyrst á það er Ísraelsmenn tilbáðu gullkálfinn við rætur Sínaífjalls. (2. Mósebók 32:5, 6) Það var hrein óhlýðni við boðorð frá Guði sem þeir höfðu fallist á að hlýða fáeinum vikum áður. (2. Mósebók 20:4-6; 24:3) Síðan nefnir Páll það er Ísraelsmenn féllu fram fyrir Baal með Móabsdætrum. (4. Mósebók 25:1-9) Kálfadýrkun einkenndist af gríðarlegu nautnalífi og skemmtanagleði.a Svívirðilegt siðleysi fylgdi Baalsdýrkuninni. (Opinberunarbókin 2:14) Af hverju drýgðu Ísraelsmenn þessar syndir? Af því að þeir leyfðu hjarta sínu að verða ‚sólgið í það sem illt var‘ — hvort heldur það var skurðgoðadýrkunin eða hinar lostafullu athafnir sem fylgdu henni.
8. Hvað getum við lært af reynslu Ísraels?
8 Páll gefur í skyn að við eigum að læra af þessum atburðum. Hvað? Það er óhugsandi að kristinn maður falli fram fyrir gullkálfi eða fornum móabískum guði. En hvað um siðleysi eða taumlaust nautnalíf? Það er mjög algengt nú á dögum og ef við leyfum að löngun í slíkt vaxi í hjarta okkar verðum við viðskila við Jehóva. Afleiðingin verður sú sama og hefðum við tekið þátt í skurðgoðadýrkun — við verðum fráhverf Guði. (Samanber Kólossubréfið 3:5; Filippíbréfið 3:19.) Páll lýkur reyndar umræðu sinni um þessa atburði með hvatningunni: „Flýið skurðgoðadýrkunina.“ — 1. Korintubréf 10:14.
-
-
Höldum áfram að ganga á vegi JehóvaVarðturninn – 1999 | 1. júlí
-
-
a Biblíuskýrandi segir að gríska orðið, sem þýtt er „leika“ í 1. Korintubréfi 10:7, sé notað um dansa sem fram fóru á heiðnum hátíðum og bætir við: „Alkunna er að margir þessara dansa voru beinlínis til þess ætlaðir að vekja upp lostafengnustu ástríður.“
-