Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvað merkir það að vera andleg manneskja?
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2018 | febrúar
    • HVAÐ ER ANDLEG MANNESKJA?

      3. Lýstu muninum á jarðbundinni manneskju og andlegri.

      3 Páll postuli dregur upp mynd af andlegri manneskju þegar hann lýsir muninum á ,jarðbundnum manni‘ og ,þeim sem hefur andann‘. (Lestu 1. Korintubréf 2:14-16.) Hver er munurinn? ,Jarðbundnum manni‘ er lýst þannig að hann hafni „því sem andi Guðs boðar, honum er það heimska. Hann getur ekki skilið það.“ „Sá sem hefur andann“ er hins vegar manneskja sem „dæmir um allt“, eða rannsakar það, og hefur „huga Krists“. Páll hvetur okkur til að vera andlegar manneskjur. Hvað annað skilur á milli jarðbundins manns og hins andlega?

  • Hvað merkir það að vera andleg manneskja?
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2018 | febrúar
    • 6. Lýstu andlegum manni.

      6 Hvað er þá einkennandi fyrir andlegan mann? Andlegur maður lætur sér annt um samband sitt við Guð og lætur anda hans leiðbeina sér, ólíkt jarðbundnum manni. Hann leggur sig fram um að reyna að líkja eftir Guði. (Ef. 5:1) Hann reynir að skilja hvernig Jehóva hugsar og að líta málin sömu augum og hann. Guð er honum raunverulegur. Ólíkt þeim sem hugsar um hið veraldlega reynir hann að lifa í samræmi við lífsreglur Jehóva á öllum sviðum. (Sálm. 119:33; 143:10) Andlega sinnaður maður stundar ekki verk holdsins heldur leggur sig fram um að þroska með sér ávöxt andans. (Gal. 5:22, 23) Til að glöggva okkur betur á hvað það merkir að vera andlega sinnaður skulum við bregða upp hliðstæðu: Sá sem beitir sér fyrir framförum og umbótum er sagður framfarasinnaður. Sá sem lætur sér annt um andleg eða trúarleg hugðarefni er sagður andlega sinnaður.

      7. Hvað segir Biblían um kosti þess að vera andlega sinnaður?

      7 Biblían fer lofsamlegum orðum um andlega sinnað fólk. Í Lúkasi 11:28 segir: „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Í Rómverjabréfinu 8:6 er bent á hve mikils virði það er að vera andlega sinnaður. Þar segir: „Sjálfshyggjan er dauði en hyggja andans líf og friður.“ Ef við einbeitum okkur að andlegum málum eigum við frið við Guð og sjálf okkur og von um eilíft líf.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila