Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvers vegna kvöldmáltíð Drottins hefur þýðingu fyrir þig
    Varðturninn – 1993 | 1. mars
    • Orð Páls postula varpa ljósi á það hvernig minningarhátíðin um dauða Krists skuli fara fram: „Því að ég hef meðtekið frá Drottni það, sem ég hef kennt yður: Nóttina, sem Drottinn Jesús var svikinn, tók hann brauð, gjörði þakkir, braut það og sagði: ‚Þetta er minn líkami, sem er fyrir yður. Gjörið þetta í mína minningu.‘ Sömuleiðis tók hann og bikarinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: ‚Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði. Gjörið þetta, svo oft sem þér drekkið, í mína minningu.‘ Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur.“ — 1. Korintubréf 11:23-26.

  • Hvers vegna kvöldmáltíð Drottins hefur þýðingu fyrir þig
    Varðturninn – 1993 | 1. mars
    • Hve oft skal það gert?

      Hvað er átt við með orðum Páls: „Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur“? Trúfastir smurðir kristnir menn áttu að taka „oft“ af brauðinu og víninu við minningarhátíðina uns þeir dæju og yrðu síðar reistir upp til lífs á himnum. Þannig myndu þeir, bæði fyrir Guði og heiminum, oft boða trú sína á fórn Jesú sem Jehóva sá fyrir. Hve lengi? „Þangað til hann kemur,“ sagði Páll og átti þar greinilega við að þessari trúarathöfn yrði haldið áfram uns Jesús kæmi til að taka smurða fylgjendur sína til himna með því að reisa þá upp við „komu“ sína eða nærveru. (1. Þessaloníkubréf 4:14-17) Það er í samræmi við orð Krists við 11 trúfasta postula sína: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ — Jóhannes 14:3.

      Ætti að minnast dauða Jesú daglega eða kannski vikulega? Nú, Jesús kom kvöldmáltíð Drottins á og hann var drepinn á páskum sem haldnir voru til að minnast frelsunar Ísraels úr fjötrum í Egyptalandi. Hann er meira að segja kallaður ‚páskalamb okkar, Kristur,‘ vegna þess að hann er lambið sem fórnað er í þágu kristinna manna. (1. Korintubréf 5:7) Páskar voru haldnir einu sinni á ári, þann 14. nísan. (2. Mósebók 12:6, 14; 3. Mósebók 23:5) Það bendir til að dauða Jesú skuli minnst jafnoft og páskar voru haldnir — árlega, ekki daglega eða vikulega.

      Í nokkrar aldir minntust margir, sem játuðu kristna trú, dauða Jesú einu sinni á ári. Þar eð þeir gerðu það þann 14. nísan voru þeir kallaðir Kvartodesimenn sem merkir „fjórtándamenn.“ Sagnfræðingurinn J. L. von Mosheim sagði um þá: „Kristnir menn í Litlu-Asíu voru vanir að halda þessa helgu veislu, til minningar um stofnsetningu kvöldmáltíðar Drottins og dauða Jesú Krists, á sama tíma og Gyðingar átu páskalamb sitt, það er að segja að kvöldi fjórtánda dags fyrsta mánaðarins [nísan]. . . . Þeir litu svo á að fordæmi Krists væri ígildi laga.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila