-
Lærum af yngri bróður JesúVarðturninn (námsútgáfa) – 2022 | janúar
-
-
HÖLDUM ÁFRAM AÐ VERA AUÐMJÚK EINS OG JAKOB
Jakob viðurkenndi auðmjúklega Jesú sem Messías þegar hann birtist honum og var trúfastur lærisveinn hans upp frá því. (Sjá 5.–7. grein.)
5. Hvernig brást Jakob við þegar Jesús birtist honum eftir að hann var risinn upp?
5 Hvenær varð Jakob trúr fylgjandi Jesú? Eftir að Jesús var upprisinn „birtist hann Jakobi og svo öllum postulunum“. (1. Kor. 15:7) Það markaði þáttaskil í lífi Jakobs. Hann var viðstaddur þegar postularnir biðu eftir að fá heilagan anda á efri hæð í herbergi í Jerúsalem. (Post. 1:13, 14) Síðar var Jakob þeirrar ánægju aðnjótandi að þjóna í stjórnandi ráði á fyrstu öld. (Post. 15:6, 13–22; Gal. 2:9) Og einhvern tíma fyrir árið 62 var honum innblásið að skrifa bréf til smurðra kristinna manna. Þetta bréf kemur okkur að gagni hvort sem við höfum himneska von eða jarðneska. (Jak. 1:1) Samkvæmt Jósefusi, sagnaritara Gyðinga á fyrstu öld, var Jakob tekinn af lífi að fyrirskipun Ananíasar yngri, æðstaprests Gyðinga. Jakob var trúfastur Jehóva þar til hann lauk jarðnesku lífi sínu.
-