Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ‚Hinir dauðu munu rísa upp‘
    Varðturninn – 1998 | 1. ágúst
    • 7. (a) Að hverju beinir Páll athyglinni? (b) Hverjir sáu hinn upprisna Jesú?

      7 Páll fastsetur umræðustefið í fyrstu tveim versum 15. kafla 1. Korintubréfs: „Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í. Fyrir það verðið þér og hólpnir . . . og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið.“ Ef Korintumenn stæðu ekki stöðugir í fagnaðarerindinu hefðu þeir meðtekið sannleikann til einskis. Páll heldur áfram: „Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér, eins og ótímaburði.“ — 1. Korintubréf 15:3-8.

  • ‚Hinir dauðu munu rísa upp‘
    Varðturninn – 1998 | 1. ágúst
    • 10. (a) Hvaða áhrif hafði síðasti fundur Jesú með lærisveinunum? (b) Hvernig birtist Jesús Páli „eins og ótímaburði“?

      10 Jakob, sonur Jósefs og Maríu, móður Jesú, var annar þekktur vottur að upprisu hans. Jakob hafði greinilega ekki tekið trú áður en Jesús reis upp. En hann tók trú eftir að Jesús birtist honum og kannski átti hann þátt í að snúa hinum bræðrum sínum til trúar. (Postulasagan 1:13, 14) Á síðasta fundi Jesú með lærisveinunum, rétt áður en hann steig upp til himna, fól hann þeim að ‚vera vottar sínir allt til endimarka jarðarinnar.‘ (Postulasagan 1:6-11) Síðar birtist hann Sál frá Tarsus sem ofsótti kristna menn. (Postulasagan 22:6-8) Jesús birtist Sál „eins og ótímaburði.“ Það var eins og Sál væri þegar búinn að fá upprisu sem andavera og gæti séð hinn dýrlega Drottin, öldum áður en þessi upprisa átti að eiga sér stað. Þessi lífsreynsla batt snöggan enda á grimmilega andstöðu Sáls gegn kristna söfnuðinum og gerbreytti honum. (Postulasagan 9:3-9, 17-19) Sál varð Páll postuli, einn atkvæðamesti málsvari kristinnar trúar. — 1. Korintubréf 15:9, 10.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila