-
‚Dauðinn verður að engu gerður‘Varðturninn – 1998 | 1. ágúst
-
-
10 „Endirinn“ er endir þúsund ára stjórnar Jesú Krists er hann afhendir Guði sínum og föður ríkið í auðmýkt og hollustu. (Opinberunarbókin 20:4) Sá tilgangur Guðs að „safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi“ hefur þá náð fram að ganga. (Efesusbréfið 1:9, 10) En fyrst hefur Kristur eytt ‚sérhverri tign og sérhverju veldi og krafti‘ sem stendur gegn vilja og drottinvaldi Guðs. Það er meira en eyðingin í Harmagedónstríðinu. (Opinberunarbókin 16:16; 19:11-21) Páll segir: „[Kristi] ber að ríkja, uns hann leggur alla fjendurna undir fætur hans. Dauðinn er síðasti óvinurinn, sem verður að engu gjörður.“ (1. Korintubréf 15:25, 26) Já, búið er að afmá allar menjar syndar og dauða af völdum Adams. Guð er þá búinn að tæma ‚grafirnar‘ með því að vekja látna aftur til lífs. — Jóhannes 5:28.
-
-
‚Dauðinn verður að engu gerður‘Varðturninn – 1998 | 1. ágúst
-
-
15. Hvað merkir það að hinir upprisnu verði „dæmdir, eftir því sem ritað var í bókunum“?
15 Hvernig verða hinir upprisnu „dæmdir, eftir því sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra“? Þessar bækur eru ekki skrá yfir fyrri verk manna. Þegar þeir dóu voru þeir sýknaðir af þeim syndum sem þeir drýgðu á ævinni. (Rómverjabréfið 6:7, 23) En upprisnir menn verða eftir sem áður undirorpnir Adamssyndinni. Þessar bækur hljóta því að innihalda fyrirmæli Guðs sem allir verða að fylgja til að hafa fullt gagn af fórn Jesú Krists. Um leið og síðustu menjar af synd Adams eru þurrkaðar út ‚verður dauðinn að engu gerður‘ í fyllsta skilningi. Við lok þúsund áranna verður Guð „allt í öllu.“ (1. Korintubréf 15:28) Maðurinn þarfnast ekki framar milligöngu æðstaprests eða lausnara. Öllu mannkyni hefur verið lyft upp til fullkomleikans sem Adam naut í upphafi.
-