Leggðu eitthvað til hliðar
Í frumkristna söfnuðinum þurfti að huga að ýmsum efnislegum þörfum. Hver og einn var hvattur til að ‚leggja eitthvað í sjóð‘ í samræmi við efni sín til að koma til móts við þessar þarfir. (1. Kor. 16:1-3) Örlæti þeirra vakti gleði og varð til þess að allir þökkuðu Guði. — 2. Kor. 9:11, 12.
Umsvif alþjóðastarfs þjóna Jehóva halda áfram að aukast og því er vaxandi þörf á fjárhagslegum stuðningi. Það er viðeigandi að við leggjum eitthvað reglulega til hliðar. (2. Kor. 8:3, 4) Við getum gefið á margan hátt. (Sjá Varðturninn (enska útgáfu), 1. nóvember, 2001, bls. 28-9.) Þetta eru sérréttindi sem gefa sanna gleði. — Post. 20:35.