-
‚Kristur er kraftur Guðs‘Nálgastu Jehóva
-
-
9. KAFLI
‚Kristur er kraftur Guðs‘
1–3. (a) Fyrir hvaða skelfilegu lífsreynslu urðu lærisveinarnir á Galíleuvatni og hvað gerði Jesús? (b) Hvers vegna er Jesús réttilega nefndur „kraftur Guðs“?
LÆRISVEINARNIR voru dauðskelkaðir. Þeir voru að sigla yfir Galíleuvatn þegar stormur brast skyndilega á. Eflaust var þetta ekki fyrsti stormurinn sem þeir lentu í á vatninu því að sumir þeirra voru reyndir fiskimenn.a (Matteus 4:18, 19) En þetta var „mikill stormur“ og fyrr en varði var brostinn á stórsjór. Mennirnir reyndu í örvæntingu að stýra bátnum en máttu sín lítils gegn veðurofsanum. „Öldurnar gengu yfir bátinn“ svo að við lá að hann fyllti. Þrátt fyrir hamaganginn svaf Jesús sem fastast í skutnum, úrvinda eftir annir og kennslu dagsins. Lærisveinarnir óttuðust um líf sitt, vöktu Jesú og sárbændu hann: „Drottinn, bjargaðu okkur! Við erum að farast!“ – Markús 4:35–38; Matteus 8:23–25.
2 Jesús var óhræddur. Eins og ekkert væri sjálfsagðara hastaði hann á vindinn og vatnið: „Þegiðu! Stilltu þig!“ Og vindurinn og vatnið hlýddu samstundis – storminn og öldurnar lægði og „allt datt í dúnalogn“. Ótti greip lærisveinana. „Hver er hann eiginlega?“ sögðu þeir lágum rómi hver við annan. Já, hvers konar maður var þetta sem gat hastað á vindinn og vatnið eins og hann væri að skamma óþekkan krakka? – Markús 4:39–41; Matteus 8:26, 27.
3 En Jesús var enginn venjulegur maður. Máttur Jehóva starfaði með honum og hann beitti honum á einstakan hátt. Páll postuli gat réttilega, innblásinn af andanum, sagt: „Kristur [er] kraftur Guðs.“ (1. Korintubréf 1:24) Með hvaða hætti birtist máttur Guðs í Jesú? Og hvernig beitti Jesús mætti sínum og hvaða áhrif getur það haft á okkur?
Máttur einkasonar Guðs
4, 5. (a) Hvaða mátt og vald fól Jehóva einkasyni sínum? (b) Hvernig var sonurinn fær um að framkvæma þá sköpun sem faðirinn áformaði?
4 Skoðum hvaða mátt Jesús hafði áður en hann varð maður. Jehóva beitti ‚eilífum mætti‘ sínum þegar hann skapaði einkason sinn sem seinna varð þekktur sem Jesús Kristur. (Rómverjabréfið 1:20; Kólossubréfið 1:15) Að því búnu veitti Jehóva syni sínum ógurlegan kraft og vald og fól honum að hrinda því í framkvæmd sem hann hafði ákveðið að skapa. Biblían segir um son Guðs: „Allt varð til fyrir atbeina hans og án hans hefur ekki neitt orðið til.“ – Jóhannes 1:3.
5 Það er erfitt að gera sér í hugarlund hve umfangsmikið verkefni þetta var. Hugsaðu þér hvílíkt afl hefur þurft til að mynda milljónir voldugra engla, efnisheiminn með milljörðum vetrarbrauta og jörðina með öllu lífinu sem á henni er. Til að gera allt þetta hafði einkasonur Guðs aðgang að sterkasta afli alheimsins – heilögum anda Guðs. Sonurinn hafði mikið yndi af því að vera listasmiðurinn sem Jehóva notaði við að skapa allt annað. – Orðskviðirnir 8:22–31.
6. Hvaða mátt og vald fékk Jesús eftir dauða sinn og upprisu?
6 Gat einkasonurinn fengið enn meiri mátt og vald? Eftir að hann var dáinn og upprisinn sagði hann: „Mér hefur verið gefið allt vald á himni og jörð.“ (Matteus 28:18) Já, Jehóva hefur gefið Jesú hæfileika og rétt til að fara með mikið vald um alheim allan. Hann er „konungur konunga og Drottinn drottna“ og hefur sem slíkur umboð til að gera „að engu allar stjórnir, yfirvöld og máttarvöld“ – sýnileg og ósýnileg – sem setja sig upp á móti föður hans. (Opinberunarbókin 19:16; 1. Korintubréf 15:24–26) Guð hefur ‚ekkert undanskilið sem hann lagði ekki undir Jesú‘ – nema sjálfan sig, auðvitað. – Hebreabréfið 2:8; 1. Korintubréf 15:27.
7. Hvers vegna getum við treyst að Jesús misnoti aldrei þann mátt sem Jehóva hefur lagt honum í hendur?
7 Þurfum við að óttast að Jesús kunni að misbeita mætti sínum? Nei, síður en svo. Hann elskar föður sinn og myndi aldrei gera honum nokkuð á móti skapi. (Jóhannes 8:29; 14:31) Jesús veit fullvel að Jehóva misnotar aldrei alvald sitt. Hann hefur séð með eigin augum að Jehóva leitar færis að beita „mætti sínum í þágu þeirra sem eru heils hugar við hann“. (2. Kroníkubók 16:9) Hann elskar mannkynið ekkert síður en faðirinn þannig að við getum treyst að hann noti mátt sinn alltaf til góðs. (Jóhannes 13:1) Ferill Jesú er flekklaus hvað þetta varðar. Við skulum nú kynna okkur nánar hvaða mátt Jesús hafði meðan hann var á jörðinni og hvernig hann notaði hann.
„Máttugur í orði“
8. Hvaða mátt fékk Jesús eftir að hann var smurður og hvernig notaði hann þennan mátt?
8 Jesús vann greinilega engin kraftaverk á uppvaxtarárunum í Nasaret. En það breyttist eftir að hann var skírður árið 29, um þrítugur að aldri. (Lúkas 3:21–23) „Guð smurði hann heilögum anda og gaf honum kraft,“ segir Biblían. „Hann fór um landið, gerði gott og læknaði alla sem Djöfullinn þjakaði.“ (Postulasagan 10:38) Jesús „gerði gott“. Gefur það ekki til kynna að hann hafi notað mátt sinn á réttan hátt? Eftir að hann var smurður varð hann „spámaður, máttugur í orði og verki“. – Lúkas 24:19.
9–11. (a) Hvar fór kennsla Jesú fram að miklu leyti og hvaða kröfur gerði það til hans? (b) Hvers vegna undraðist mannfjöldinn kennslu Jesú?
9 Hvernig var Jesús máttugur í orði? Oft kenndi hann undir berum himni – á vatnsbakka, í fjallshlíð og á strætum og torgum. (Markús 6:53–56; Lúkas 5:1–3; 13:26) Áheyrendur hans gátu einfaldlega gengið burt ef hann hélt ekki athygli þeirra. Áður en prentlistin kom til sögunnar þurftu þakklátir áheyrendur að geyma orð hans í huga sér og hjarta. Kennsla Jesú þurfti því að fanga áheyrandann, vera auðskilin og festast greiðlega í minni. En Jesús átti auðvelt með það. Tökum fjallræðuna sem dæmi.
10 Það var morgun einn snemma árs 31 að mikill mannfjöldi safnaðist saman í brekku við Galíleuvatn. Sumir voru komnir 100 til 110 kílómetra leið frá Júdeu og Jerúsalem en aðrir frá sjávarbyggðum Týrusar og Sídonar í norðri. Margir sjúklingar komu til Jesú til að snerta hann og hann læknaði þá alla. Þegar ekki var eftir svo mikið sem ein alvarlega veik manneskja í hópnum tók hann að kenna. (Lúkas 6:17–19) Þegar hann lauk máli sínu nokkru síðar var mannfjöldinn furðu lostinn yfir því sem hann hafði heyrt. Hvers vegna?
11 Nokkrum árum síðar skrifaði einn þeirra sem heyrði ræðuna: „Mannfjöldinn [var] agndofa yfir kennslu hans því að hann kenndi eins og sá sem hefur vald.“ (Matteus 7:28, 29) Fólk skynjaði af máli Jesú að hann bjó yfir valdi og krafti. Hann talaði fyrir hönd Guðs og studdi kennslu sína með vísunum í Ritninguna. (Jóhannes 7:16) Orð hans voru skýr, hvatning hans sannfærandi og rök hans óhrekjandi. Hann komst að kjarna málsins og snerti hjörtu þeirra sem á hann hlýddu. Hann kenndi fólki að finna hamingjuna, biðja til Guðs, leita ríkis hans og skapa sér örugga framtíð. (Matteus 5:3–7:27) Orð hans hittu beint í hjartastað hjá þeim sem hungraði í sannleika og réttlæti. Þetta fólk var fúst til að ‚afneita‘ sjálfu sér og yfirgefa allt til að fylgja honum. (Matteus 16:24; Lúkas 5:10, 11) Hvílíkur kraftur lá í orðum hans!
„Máttugur í … verki“
12, 13. Í hvaða skilningi var Jesús ‚máttugur í verki‘ og hvaða fjölbreytni er að finna í kraftaverkum hans?
12 Jesús var líka „máttugur í … verki“. (Lúkas 24:19) Guðspjöllin segja frá meira en 30 tilteknum kraftaverkum sem hann vann – öll í ‚krafti Jehóva‘.b (Lúkas 5:17) Kraftaverkin náðu til þúsunda manna. Skoðum aðeins tvö þeirra – þegar hann mettaði 5.000 karlmenn og síðar 4.000. Að meðtöldum konum og börnum bættust sennilega við margar þúsundir. – Matteus 14:13–21; 15:32–38.
13 Kraftaverk Jesú voru afar fjölbreytt. Hann rak út illa anda og fór létt með það. (Lúkas 9:37–43) Hann réð yfir náttúrulegum efnum og breytti til dæmis vatni í vín. (Jóhannes 2:1–11) Og ímyndaðu þér hve furðu lostnir lærisveinarnir voru þegar þeir sáu „Jesú ganga á vatninu“. (Jóhannes 6:18, 19) Hann gat ráðið bót á hvers kyns fötlun og sjúkdómum, bæði langvinnum og lífshættulegum. (Markús 3:1–5; Jóhannes 4:46–54) Hann læknaði fólk með ýmsum hætti, suma úr fjarlægð en aðra með beinni snertingu. (Matteus 8:2, 3, 5–13) Sumir læknuðust á svipstundu en aðrir smám saman. – Markús 8:22–25; Lúkas 8:43, 44.
‚Þeir sáu Jesú ganga á vatninu.‘
14. Við hvaða kringumstæður sýndi Jesús að hann hafði mátt til að reisa upp dána?
14 Hæst ber þó að Jesús gat vakið fólk upp frá dauðum. Biblían segir frá þrem dæmum. Foreldrar endurheimtu 12 ára dóttur sína, ekkja einkason sinn og tvær systur ástkæran bróður sinn. (Lúkas 7:11–15; 8:49–56; Jóhannes 11:38–44) Ekkert var honum ofviða. Hann reisti 12 ára stúlkuna upp af dánarbeðinu skömmu eftir að hún lést. Hann lífgaði son ekkjunnar á líkbörunum, eflaust sama dag og hann dó. Og Lasarus hafði verið dáinn í fjóra daga þegar Jesús reisti hann upp í grafhellinum.
Óeigingjarn, ábyrgur og tillitssamur
15, 16. Hvað er til vitnis um að Jesús notaði mátt sinn á óeigingjarnan hátt?
15 Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ófullkominn stjórnandi gæti misnotað sér mátt eins og Jesús hafði. En Jesús var syndlaus. (1. Pétursbréf 2:22) Hann lét ekki spilla sér af eigingirni, metnaði og ágirnd sem knýr ófullkomna menn til að beita valdi sínu öðrum til tjóns.
16 Jesús notaði mátt sinn á óeigingjarnan hátt en aldrei í eigin þágu. Hann þvertók fyrir að breyta steinum í brauð þótt hungraður væri. (Matteus 4:1–4) Hann átti ósköp lítið sem er til marks um að hann notaði ekki kraft sinn til að afla sér efnislegra hluta. (Matteus 8:20) Og enn eitt sannar að hann vann máttarverk sín af óeigingjörnum hvötum. Kraftaverkin reyndu á hann því að kraftur fór út frá honum þegar hann læknaði sjúka. Hann fann fyrir þessu jafnvel þó að hann væri aðeins að lækna eina manneskju. (Markús 5:25–34) Samt sem áður leyfði hann hópum fólks að snerta sig og allir læknuðust. (Lúkas 6:19) Hvílík óeigingirni!
17. Hvernig sýndi Jesús að hann notaði mátt sinn á ábyrgan hátt?
17 Jesús notaði líka mátt sinn á ábyrgan hátt. Aldrei vann hann kraftaverk til að sýnast eða ganga í augun á öðrum. (Matteus 4:5–7) Hann vildi ekki gera tákn til þess eins að seðja forvitni Heródesar. (Lúkas 23:8, 9) Hann auglýsti ekki mátt sinn heldur lagði oft ríkt á við þá sem hann læknaði að segja engum frá því. (Markús 5:43; 7:36) Hann vildi ekki að fólk drægi ályktanir um sig af æsifengnum frásögum. – Matteus 12:15–19.
18–20. (a) Hvers vegna notaði Jesús mátt á þann hátt sem raun ber vitni? (b) Hvað finnst þér um framkomu Jesú við heyrnarlausan mann sem hann læknaði?
18 Jesús, þessi máttugi maður, var harla ólíkur þeim stjórnendum sem hafa beitt valdi sínu með kaldlyndi og fullkomnu skeytingarleysi fyrir þörfum og þjáningum annarra. Jesú var annt um fólk. Það eitt að sjá fólk hrjáð og hrakið snerti hann svo djúpt að hann gerði eitthvað til að lina þjáningar þess. (Matteus 14:14) Hann var tillitssamur gagnvart tilfinningum og þörfum annarra og beitti mætti sínum af mikilli umhyggju. Við finnum hjartnæmt dæmi í Markúsi 7:31–37.
19 Þar segir frá því að menn komu til Jesú hópum saman og höfðu með sér marga sjúka, og hann læknaði þá alla. (Matteus 15:29, 30) En Jesús sýndi einum manni sérstaka tillitssemi. Maður þessi var heyrnarlaus og varla talandi. Hugsanlegt er að hann hafi verið sérstaklega taugaóstyrkur eða vandræðalegur og Jesús hafi skynjað það. Hann sýndi manninum þá nærgætni að taka hann afsíðis – frá mannfjöldanum – þar sem þeir gátu haft næði. Síðan sýndi hann manninum með táknum hvað hann ætlaði að gera. Hann „stakk fingrunum í eyru hans. Síðan spýtti hann á fingur sér og snerti tungu hans“.c (Markús 7:33) Því næst leit hann til himins og andvarpaði. Þetta átti að segja manninum: Það sem ég ætla að gera fyrir þig geri ég í krafti Guðs. Síðan sagði Jesús: „Opnist þú.“ (Markús 7:34) Maðurinn fékk þá heyrnina og gat talað skýrt og eðlilega.
20 Það er hjartnæmt til þess að vita að Jesús skuli hafa hugsað svona vel um tilfinningar fólks þegar hann notaði lækningamátt sinn. Er ekki traustvekjandi að Jehóva skuli hafa sett Messíasarríkið í hendur stjórnanda sem er svona umhyggjusamur og tillitssamur?
Forsmekkur framtíðar
21, 22. (a) Hverju eru kraftaverk Jesú forsmekkur af? (b) Hvers getum við vænst undir himneskri stjórn Jesú, í ljósi þess að hann ræður yfir náttúruöflunum?
21 Máttarverk Jesú hér á jörð eru aðeins forsmekkur af miklu stórfenglegri blessun undir konungsstjórn hans. Í nýjum heimi Guðs mun Jesús vinna kraftaverk enn á ný – en nú á heimsmælikvarða. Veltum fyrir okkur sumu af því sem við eigum í vændum.
22 Jesús kemur aftur á fullkomnu jafnvægi í vistkerfi jarðar. Þú manst að hann sýndi vald sitt yfir náttúruöflunum með því að lægja ofviðri. Mannkynið þarf því ekki að óttast tjón af völdum fellibylja, jarðskjálfta, eldgosa eða annarra náttúruhamfara þegar Kristur fer með völd. Jesús er verkstjórinn sem Jehóva notaði þegar hann skapaði jörðina og lífið á henni þannig að hann skilur gerð og uppbyggingu jarðar til hlítar. Hann veit hvernig á að nota auðlindir hennar á réttan hátt. Undir stjórn hans verður allri jörðinni breytt í paradís. – Lúkas 23:43.
23. Hvernig mun konungurinn Jesús fullnægja þörfum mannkyns?
23 Hvað um þarfir mannkyns? Jesús gat mettað þúsundir manna með fáeinum fiskum og brauðhleifum og það er trygging fyrir því að allir fái nægju sína þegar hann fer með völd. Það verður meira en nóg til af matvælum og þeim verður dreift réttlátlega þannig að hungri verði útrýmt fyrir fullt og allt. (Sálmur 72:16) Hann réð fullkomlega við alla sjúkdóma þannig að sjúkir, blindir, heyrnarlausir, lamaðir og fatlaðir fá fulla og varanlega bót meina sinna. (Jesaja 33:24; 35:5, 6) Og hann gat reist fólk upp frá dauðum en það er trygging fyrir því að hann hafi vald sem himneskur konungur til að reisa upp óteljandi milljónir manna sem faðir hans vill minnast. – Jóhannes 5:28, 29.
24. Hvað ættum við að hafa í huga og hvers vegna þegar við hugleiðum hvernig Jesús beitti mætti sínum?
24 Þegar við hugsum um mátt Jesú skulum við hafa hugfast að hann er fullkomin eftirmynd föður síns. (Jóhannes 14:9) Með því að skoða hvernig Jesús beitti mætti sínum skiljum við betur hvernig Jehóva beitir mætti sínum. Sjáðu til dæmis hve hlýlegur Jesús var þegar hann læknaði holdsveikan mann. Hann kenndi í brjósti um manninn, snerti hann og sagði: „Ég vil!“ (Markús 1:40–42) Með frásögum sem þessum er Jehóva eiginlega að segja okkur: ‚Þannig nota ég mátt minn!‘ Langar þig ekki til að lofa alvaldan Guð og þakka honum fyrir að nota mátt sinn á svona kærleiksríkan hátt?
a Skyndilegir stormar eru algengir á Galíleuvatni. Vatnið stendur lágt (um 200 metrum undir sjávarmáli) svo að loftið er mun heitara þar en á svæðinu umhverfis, og hitamunurinn veldur ókyrrð í lofti. Sterkan vindstreng getur þá lagt norðan frá Hermonfjalli niður Jórdandal svo að veðrið getur breyst fyrirvaralaust úr stillilogni í hávaðarok.
b Guðspjöllin tala stundum um mörg kraftaverk í sömu andránni. Einu sinni komu til dæmis „allir borgarbúar“ til að sjá hann og hann læknaði „marga“. – Markús 1:32–34.
c Það að spýta munnvatni var viðtekin lækningaraðferð eða tákn um lækningu, bæði hjá Gyðingum og heiðingjum, og greint er frá notkun munnvatns við lækningar í ritum rabbína. Hugsanlegt er að Jesús hafi spýtt til að gefa manninum til kynna að hann væri í þann veginn að læknast. Að minnsta kosti notaði Jesús munnvatnið ekki sem náttúrulegt lækningameðal.
-
-
‚Kristur er kraftur Guðs‘Nálgastu Jehóva
-
-
9. KAFLI
‚Kristur er kraftur Guðs‘
1–3. (a) Fyrir hvaða skelfilegu lífsreynslu urðu lærisveinarnir á Galíleuvatni og hvað gerði Jesús? (b) Hvers vegna er Jesús réttilega nefndur „kraftur Guðs“?
LÆRISVEINARNIR voru dauðskelkaðir. Þeir voru að sigla yfir Galíleuvatn þegar stormur brast skyndilega á. Eflaust var þetta ekki fyrsti stormurinn sem þeir lentu í á vatninu því að sumir þeirra voru reyndir fiskimenn.a (Matteus 4:18, 19) En þetta var „mikill stormur“ og fyrr en varði var brostinn á stórsjór. Mennirnir reyndu í örvæntingu að stýra bátnum en máttu sín lítils gegn veðurofsanum. „Öldurnar gengu yfir bátinn“ svo að við lá að hann fyllti. Þrátt fyrir hamaganginn svaf Jesús sem fastast í skutnum, úrvinda eftir annir og kennslu dagsins. Lærisveinarnir óttuðust um líf sitt, vöktu Jesú og sárbændu hann: „Drottinn, bjargaðu okkur! Við erum að farast!“ – Markús 4:35–38; Matteus 8:23–25.
2 Jesús var óhræddur. Eins og ekkert væri sjálfsagðara hastaði hann á vindinn og vatnið: „Þegiðu! Stilltu þig!“ Og vindurinn og vatnið hlýddu samstundis – storminn og öldurnar lægði og „allt datt í dúnalogn“. Ótti greip lærisveinana. „Hver er hann eiginlega?“ sögðu þeir lágum rómi hver við annan. Já, hvers konar maður var þetta sem gat hastað á vindinn og vatnið eins og hann væri að skamma óþekkan krakka? – Markús 4:39–41; Matteus 8:26, 27.
3 En Jesús var enginn venjulegur maður. Máttur Jehóva starfaði með honum og hann beitti honum á einstakan hátt. Páll postuli gat réttilega, innblásinn af andanum, sagt: „Kristur [er] kraftur Guðs.“ (1. Korintubréf 1:24) Með hvaða hætti birtist máttur Guðs í Jesú? Og hvernig beitti Jesús mætti sínum og hvaða áhrif getur það haft á okkur?
Máttur einkasonar Guðs
4, 5. (a) Hvaða mátt og vald fól Jehóva einkasyni sínum? (b) Hvernig var sonurinn fær um að framkvæma þá sköpun sem faðirinn áformaði?
4 Skoðum hvaða mátt Jesús hafði áður en hann varð maður. Jehóva beitti ‚eilífum mætti‘ sínum þegar hann skapaði einkason sinn sem seinna varð þekktur sem Jesús Kristur. (Rómverjabréfið 1:20; Kólossubréfið 1:15) Að því búnu veitti Jehóva syni sínum ógurlegan kraft og vald og fól honum að hrinda því í framkvæmd sem hann hafði ákveðið að skapa. Biblían segir um son Guðs: „Allt varð til fyrir atbeina hans og án hans hefur ekki neitt orðið til.“ – Jóhannes 1:3.
5 Það er erfitt að gera sér í hugarlund hve umfangsmikið verkefni þetta var. Hugsaðu þér hvílíkt afl hefur þurft til að mynda milljónir voldugra engla, efnisheiminn með milljörðum vetrarbrauta og jörðina með öllu lífinu sem á henni er. Til að gera allt þetta hafði einkasonur Guðs aðgang að sterkasta afli alheimsins – heilögum anda Guðs. Sonurinn hafði mikið yndi af því að vera listasmiðurinn sem Jehóva notaði við að skapa allt annað. – Orðskviðirnir 8:22–31.
6. Hvaða mátt og vald fékk Jesús eftir dauða sinn og upprisu?
6 Gat einkasonurinn fengið enn meiri mátt og vald? Eftir að hann var dáinn og upprisinn sagði hann: „Mér hefur verið gefið allt vald á himni og jörð.“ (Matteus 28:18) Já, Jehóva hefur gefið Jesú hæfileika og rétt til að fara með mikið vald um alheim allan. Hann er „konungur konunga og Drottinn drottna“ og hefur sem slíkur umboð til að gera „að engu allar stjórnir, yfirvöld og máttarvöld“ – sýnileg og ósýnileg – sem setja sig upp á móti föður hans. (Opinberunarbókin 19:16; 1. Korintubréf 15:24–26) Guð hefur ‚ekkert undanskilið sem hann lagði ekki undir Jesú‘ – nema sjálfan sig, auðvitað. – Hebreabréfið 2:8; 1. Korintubréf 15:27.
7. Hvers vegna getum við treyst að Jesús misnoti aldrei þann mátt sem Jehóva hefur lagt honum í hendur?
7 Þurfum við að óttast að Jesús kunni að misbeita mætti sínum? Nei, síður en svo. Hann elskar föður sinn og myndi aldrei gera honum nokkuð á móti skapi. (Jóhannes 8:29; 14:31) Jesús veit fullvel að Jehóva misnotar aldrei alvald sitt. Hann hefur séð með eigin augum að Jehóva leitar færis að beita „mætti sínum í þágu þeirra sem eru heils hugar við hann“. (2. Kroníkubók 16:9) Hann elskar mannkynið ekkert síður en faðirinn þannig að við getum treyst að hann noti mátt sinn alltaf til góðs. (Jóhannes 13:1) Ferill Jesú er flekklaus hvað þetta varðar. Við skulum nú kynna okkur nánar hvaða mátt Jesús hafði meðan hann var á jörðinni og hvernig hann notaði hann.
„Máttugur í orði“
8. Hvaða mátt fékk Jesús eftir að hann var smurður og hvernig notaði hann þennan mátt?
8 Jesús vann greinilega engin kraftaverk á uppvaxtarárunum í Nasaret. En það breyttist eftir að hann var skírður árið 29, um þrítugur að aldri. (Lúkas 3:21–23) „Guð smurði hann heilögum anda og gaf honum kraft,“ segir Biblían. „Hann fór um landið, gerði gott og læknaði alla sem Djöfullinn þjakaði.“ (Postulasagan 10:38) Jesús „gerði gott“. Gefur það ekki til kynna að hann hafi notað mátt sinn á réttan hátt? Eftir að hann var smurður varð hann „spámaður, máttugur í orði og verki“. – Lúkas 24:19.
9–11. (a) Hvar fór kennsla Jesú fram að miklu leyti og hvaða kröfur gerði það til hans? (b) Hvers vegna undraðist mannfjöldinn kennslu Jesú?
9 Hvernig var Jesús máttugur í orði? Oft kenndi hann undir berum himni – á vatnsbakka, í fjallshlíð og á strætum og torgum. (Markús 6:53–56; Lúkas 5:1–3; 13:26) Áheyrendur hans gátu einfaldlega gengið burt ef hann hélt ekki athygli þeirra. Áður en prentlistin kom til sögunnar þurftu þakklátir áheyrendur að geyma orð hans í huga sér og hjarta. Kennsla Jesú þurfti því að fanga áheyrandann, vera auðskilin og festast greiðlega í minni. En Jesús átti auðvelt með það. Tökum fjallræðuna sem dæmi.
10 Það var morgun einn snemma árs 31 að mikill mannfjöldi safnaðist saman í brekku við Galíleuvatn. Sumir voru komnir 100 til 110 kílómetra leið frá Júdeu og Jerúsalem en aðrir frá sjávarbyggðum Týrusar og Sídonar í norðri. Margir sjúklingar komu til Jesú til að snerta hann og hann læknaði þá alla. Þegar ekki var eftir svo mikið sem ein alvarlega veik manneskja í hópnum tók hann að kenna. (Lúkas 6:17–19) Þegar hann lauk máli sínu nokkru síðar var mannfjöldinn furðu lostinn yfir því sem hann hafði heyrt. Hvers vegna?
11 Nokkrum árum síðar skrifaði einn þeirra sem heyrði ræðuna: „Mannfjöldinn [var] agndofa yfir kennslu hans því að hann kenndi eins og sá sem hefur vald.“ (Matteus 7:28, 29) Fólk skynjaði af máli Jesú að hann bjó yfir valdi og krafti. Hann talaði fyrir hönd Guðs og studdi kennslu sína með vísunum í Ritninguna. (Jóhannes 7:16) Orð hans voru skýr, hvatning hans sannfærandi og rök hans óhrekjandi. Hann komst að kjarna málsins og snerti hjörtu þeirra sem á hann hlýddu. Hann kenndi fólki að finna hamingjuna, biðja til Guðs, leita ríkis hans og skapa sér örugga framtíð. (Matteus 5:3–7:27) Orð hans hittu beint í hjartastað hjá þeim sem hungraði í sannleika og réttlæti. Þetta fólk var fúst til að ‚afneita‘ sjálfu sér og yfirgefa allt til að fylgja honum. (Matteus 16:24; Lúkas 5:10, 11) Hvílíkur kraftur lá í orðum hans!
„Máttugur í … verki“
12, 13. Í hvaða skilningi var Jesús ‚máttugur í verki‘ og hvaða fjölbreytni er að finna í kraftaverkum hans?
12 Jesús var líka „máttugur í … verki“. (Lúkas 24:19) Guðspjöllin segja frá meira en 30 tilteknum kraftaverkum sem hann vann – öll í ‚krafti Jehóva‘.b (Lúkas 5:17) Kraftaverkin náðu til þúsunda manna. Skoðum aðeins tvö þeirra – þegar hann mettaði 5.000 karlmenn og síðar 4.000. Að meðtöldum konum og börnum bættust sennilega við margar þúsundir. – Matteus 14:13–21; 15:32–38.
13 Kraftaverk Jesú voru afar fjölbreytt. Hann rak út illa anda og fór létt með það. (Lúkas 9:37–43) Hann réð yfir náttúrulegum efnum og breytti til dæmis vatni í vín. (Jóhannes 2:1–11) Og ímyndaðu þér hve furðu lostnir lærisveinarnir voru þegar þeir sáu „Jesú ganga á vatninu“. (Jóhannes 6:18, 19) Hann gat ráðið bót á hvers kyns fötlun og sjúkdómum, bæði langvinnum og lífshættulegum. (Markús 3:1–5; Jóhannes 4:46–54) Hann læknaði fólk með ýmsum hætti, suma úr fjarlægð en aðra með beinni snertingu. (Matteus 8:2, 3, 5–13) Sumir læknuðust á svipstundu en aðrir smám saman. – Markús 8:22–25; Lúkas 8:43, 44.
‚Þeir sáu Jesú ganga á vatninu.‘
14. Við hvaða kringumstæður sýndi Jesús að hann hafði mátt til að reisa upp dána?
14 Hæst ber þó að Jesús gat vakið fólk upp frá dauðum. Biblían segir frá þrem dæmum. Foreldrar endurheimtu 12 ára dóttur sína, ekkja einkason sinn og tvær systur ástkæran bróður sinn. (Lúkas 7:11–15; 8:49–56; Jóhannes 11:38–44) Ekkert var honum ofviða. Hann reisti 12 ára stúlkuna upp af dánarbeðinu skömmu eftir að hún lést. Hann lífgaði son ekkjunnar á líkbörunum, eflaust sama dag og hann dó. Og Lasarus hafði verið dáinn í fjóra daga þegar Jesús reisti hann upp í grafhellinum.
Óeigingjarn, ábyrgur og tillitssamur
15, 16. Hvað er til vitnis um að Jesús notaði mátt sinn á óeigingjarnan hátt?
15 Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ófullkominn stjórnandi gæti misnotað sér mátt eins og Jesús hafði. En Jesús var syndlaus. (1. Pétursbréf 2:22) Hann lét ekki spilla sér af eigingirni, metnaði og ágirnd sem knýr ófullkomna menn til að beita valdi sínu öðrum til tjóns.
16 Jesús notaði mátt sinn á óeigingjarnan hátt en aldrei í eigin þágu. Hann þvertók fyrir að breyta steinum í brauð þótt hungraður væri. (Matteus 4:1–4) Hann átti ósköp lítið sem er til marks um að hann notaði ekki kraft sinn til að afla sér efnislegra hluta. (Matteus 8:20) Og enn eitt sannar að hann vann máttarverk sín af óeigingjörnum hvötum. Kraftaverkin reyndu á hann því að kraftur fór út frá honum þegar hann læknaði sjúka. Hann fann fyrir þessu jafnvel þó að hann væri aðeins að lækna eina manneskju. (Markús 5:25–34) Samt sem áður leyfði hann hópum fólks að snerta sig og allir læknuðust. (Lúkas 6:19) Hvílík óeigingirni!
17. Hvernig sýndi Jesús að hann notaði mátt sinn á ábyrgan hátt?
17 Jesús notaði líka mátt sinn á ábyrgan hátt. Aldrei vann hann kraftaverk til að sýnast eða ganga í augun á öðrum. (Matteus 4:5–7) Hann vildi ekki gera tákn til þess eins að seðja forvitni Heródesar. (Lúkas 23:8, 9) Hann auglýsti ekki mátt sinn heldur lagði oft ríkt á við þá sem hann læknaði að segja engum frá því. (Markús 5:43; 7:36) Hann vildi ekki að fólk drægi ályktanir um sig af æsifengnum frásögum. – Matteus 12:15–19.
18–20. (a) Hvers vegna notaði Jesús mátt á þann hátt sem raun ber vitni? (b) Hvað finnst þér um framkomu Jesú við heyrnarlausan mann sem hann læknaði?
18 Jesús, þessi máttugi maður, var harla ólíkur þeim stjórnendum sem hafa beitt valdi sínu með kaldlyndi og fullkomnu skeytingarleysi fyrir þörfum og þjáningum annarra. Jesú var annt um fólk. Það eitt að sjá fólk hrjáð og hrakið snerti hann svo djúpt að hann gerði eitthvað til að lina þjáningar þess. (Matteus 14:14) Hann var tillitssamur gagnvart tilfinningum og þörfum annarra og beitti mætti sínum af mikilli umhyggju. Við finnum hjartnæmt dæmi í Markúsi 7:31–37.
19 Þar segir frá því að menn komu til Jesú hópum saman og höfðu með sér marga sjúka, og hann læknaði þá alla. (Matteus 15:29, 30) En Jesús sýndi einum manni sérstaka tillitssemi. Maður þessi var heyrnarlaus og varla talandi. Hugsanlegt er að hann hafi verið sérstaklega taugaóstyrkur eða vandræðalegur og Jesús hafi skynjað það. Hann sýndi manninum þá nærgætni að taka hann afsíðis – frá mannfjöldanum – þar sem þeir gátu haft næði. Síðan sýndi hann manninum með táknum hvað hann ætlaði að gera. Hann „stakk fingrunum í eyru hans. Síðan spýtti hann á fingur sér og snerti tungu hans“.c (Markús 7:33) Því næst leit hann til himins og andvarpaði. Þetta átti að segja manninum: Það sem ég ætla að gera fyrir þig geri ég í krafti Guðs. Síðan sagði Jesús: „Opnist þú.“ (Markús 7:34) Maðurinn fékk þá heyrnina og gat talað skýrt og eðlilega.
20 Það er hjartnæmt til þess að vita að Jesús skuli hafa hugsað svona vel um tilfinningar fólks þegar hann notaði lækningamátt sinn. Er ekki traustvekjandi að Jehóva skuli hafa sett Messíasarríkið í hendur stjórnanda sem er svona umhyggjusamur og tillitssamur?
Forsmekkur framtíðar
21, 22. (a) Hverju eru kraftaverk Jesú forsmekkur af? (b) Hvers getum við vænst undir himneskri stjórn Jesú, í ljósi þess að hann ræður yfir náttúruöflunum?
21 Máttarverk Jesú hér á jörð eru aðeins forsmekkur af miklu stórfenglegri blessun undir konungsstjórn hans. Í nýjum heimi Guðs mun Jesús vinna kraftaverk enn á ný – en nú á heimsmælikvarða. Veltum fyrir okkur sumu af því sem við eigum í vændum.
22 Jesús kemur aftur á fullkomnu jafnvægi í vistkerfi jarðar. Þú manst að hann sýndi vald sitt yfir náttúruöflunum með því að lægja ofviðri. Mannkynið þarf því ekki að óttast tjón af völdum fellibylja, jarðskjálfta, eldgosa eða annarra náttúruhamfara þegar Kristur fer með völd. Jesús er verkstjórinn sem Jehóva notaði þegar hann skapaði jörðina og lífið á henni þannig að hann skilur gerð og uppbyggingu jarðar til hlítar. Hann veit hvernig á að nota auðlindir hennar á réttan hátt. Undir stjórn hans verður allri jörðinni breytt í paradís. – Lúkas 23:43.
23. Hvernig mun konungurinn Jesús fullnægja þörfum mannkyns?
23 Hvað um þarfir mannkyns? Jesús gat mettað þúsundir manna með fáeinum fiskum og brauðhleifum og það er trygging fyrir því að allir fái nægju sína þegar hann fer með völd. Það verður meira en nóg til af matvælum og þeim verður dreift réttlátlega þannig að hungri verði útrýmt fyrir fullt og allt. (Sálmur 72:16) Hann réð fullkomlega við alla sjúkdóma þannig að sjúkir, blindir, heyrnarlausir, lamaðir og fatlaðir fá fulla og varanlega bót meina sinna. (Jesaja 33:24; 35:5, 6) Og hann gat reist fólk upp frá dauðum en það er trygging fyrir því að hann hafi vald sem himneskur konungur til að reisa upp óteljandi milljónir manna sem faðir hans vill minnast. – Jóhannes 5:28, 29.
24. Hvað ættum við að hafa í huga og hvers vegna þegar við hugleiðum hvernig Jesús beitti mætti sínum?
24 Þegar við hugsum um mátt Jesú skulum við hafa hugfast að hann er fullkomin eftirmynd föður síns. (Jóhannes 14:9) Með því að skoða hvernig Jesús beitti mætti sínum skiljum við betur hvernig Jehóva beitir mætti sínum. Sjáðu til dæmis hve hlýlegur Jesús var þegar hann læknaði holdsveikan mann. Hann kenndi í brjósti um manninn, snerti hann og sagði: „Ég vil!“ (Markús 1:40–42) Með frásögum sem þessum er Jehóva eiginlega að segja okkur: ‚Þannig nota ég mátt minn!‘ Langar þig ekki til að lofa alvaldan Guð og þakka honum fyrir að nota mátt sinn á svona kærleiksríkan hátt?
a Skyndilegir stormar eru algengir á Galíleuvatni. Vatnið stendur lágt (um 200 metrum undir sjávarmáli) svo að loftið er mun heitara þar en á svæðinu umhverfis, og hitamunurinn veldur ókyrrð í lofti. Sterkan vindstreng getur þá lagt norðan frá Hermonfjalli niður Jórdandal svo að veðrið getur breyst fyrirvaralaust úr stillilogni í hávaðarok.
b Guðspjöllin tala stundum um mörg kraftaverk í sömu andránni. Einu sinni komu til dæmis „allir borgarbúar“ til að sjá hann og hann læknaði „marga“. – Markús 1:32–34.
c Það að spýta munnvatni var viðtekin lækningaraðferð eða tákn um lækningu, bæði hjá Gyðingum og heiðingjum, og greint er frá notkun munnvatns við lækningar í ritum rabbína. Hugsanlegt er að Jesús hafi spýtt til að gefa manninum til kynna að hann væri í þann veginn að læknast. Að minnsta kosti notaði Jesús munnvatnið ekki sem náttúrulegt lækningameðal.
-