Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Eigum hlut í hugguninni sem Jehóva veitir
    Varðturninn – 1997 | 1. janúar
    • „Guð allrar huggunar“

      5. Hverju fann Páll líka fyrir jafnhliða þeim mörgu raunum sem hann gekk í gegnum?

      5 Páll postuli var mjög þakklátur fyrir huggun og hughreystingu Guðs. Hann hafði átt sérlega erfiðar stundir í Asíu og Makedóníu og létti mikið er hann frétti að Korintusöfnuðurinn hefði brugðist vel við áminningarbréfi hans. Það varð honum hvati til að skrifa söfnuðinum annað bréf þar sem hann lofar Guð og segir: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar, sem huggar oss í sérhverri þrenging vorri.“ — 2. Korintubréf 1:3, 4.

      6. Hvað lærum við af orðum Páls í 2. Korintubréfi 1:3, 4?

      6 Þessi innblásnu orð segja mikið. Við skulum brjóta þau til mergjar. Þegar Páll lofar Guð, þakkar honum eða biður hann einhvers í bréfum sínum, þá sjáum við yfirleitt að hann þakkar einnig fyrir Jesú, höfuð kristna safnaðarins. (Rómverjabréfið 1:8; 7:25; Efesusbréfið 1:3; Hebreabréfið 13:20, 21) Þess vegna lofar Páll ‚Guð og föður Drottins vors Jesú Krists.‘ Síðan notar hann í fyrsta sinn í bréfum sínum gríska nafnorðið sem þýtt er ‚miskunnsemdir.‘ Þetta nafnorð er dregið af orði sem notað er til að tjá sorg vegna þjáninga einhvers annars. Páll er því að lýsa blíðum tilfinningum Guðs til hvers einasta af trúföstum þjónum sínum sem á í þrengingum — blíðum tilfinningum sem koma Guði til að vera miskunnsamur við þá. Páll horfir síðan til Jehóva, uppsprettu þessa eftirsóknarverða eiginleika, með því að kalla hann ‚föður miskunnsemdanna.‘

      7. Hvers vegna má segja að Jehóva sé „Guð allrar huggunar“?

      7 ‚Miskunnsemdir‘ Guðs eru aðþrengdum þjónum hans léttir. Páll kallar því Jehóva í framhaldinu „Guð allrar huggunar.“ Við getum því litið á Jehóva sem uppsprettu sérhverrar huggunar og hughreystingar sem góðvild trúbræðra okkar veitir. Engin raunveruleg og varanleg huggun er til nema hún eigi upptök sín hjá Guði. Auk þess var það hann sem skapaði manninn í sinni mynd og gerði okkur færa um að hugga og hughreysta aðra. Og það er heilagur andi Guðs sem hvetur þjóna hans til að sýna þeim sem eru huggunarþurfi mildi og miskunn.

  • Eigum hlut í hugguninni sem Jehóva veitir
    Varðturninn – 1997 | 1. janúar
    • 8. Hvaða gagn getum við haft af þolgæði í þrengingum enda þótt Guð sé ekki valdur að þeim?

      8 Enda þótt Jehóva Guð leyfi að trúfastir þjónar hans verði fyrir ýmsum raunum er hann aldrei valdur að þeim. (Jakobsbréfið 1:13) En huggunin og hughreystingin, sem hann veitir þegar við lendum í þrengingum, getur þjálfað okkur í að vera næmari fyrir þörfum annarra. Með hvaða árangri? „Svo að vér getum huggað alla aðra í þrengingum þeirra með þeirri huggun, sem vér höfum sjálfir af Guði hlotið.“ (2. Korintubréf 1:4) Þannig þjálfar Jehóva okkur til að vera virkari í því að hugga og hughreysta trúbræður okkar og þá sem við hittum í boðunarstarfinu. Við líkjum þannig eftir Kristi og ‚huggum alla hrellda.‘ — Jesaja 61:2; Matteus 5:4.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila