Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Eigum hlut í hugguninni sem Jehóva veitir
    Varðturninn – 1997 | 1. janúar
    • Þrengingar Páls í Asíu

      13, 14. (a) Hvernig lýsti Páll miklum þrengingum sem hann varð fyrir í Asíu? (b) Hvaða atvik kann Páll að hafa haft í huga?

      13 Þær þjáningar, sem Korintusöfnuðurinn hafði orðið fyrir fram til þessa, jöfnuðust ekki á við þær mörgu þrengingar sem Páll hafði mátt þola. Hann gat því áminnt þá: „Vér viljum ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þrenging þá, sem vér urðum fyrir í Asíu. Vér vorum aðþrengdir langt um megn fram, svo að vér jafnvel örvæntum um lífið. Já, oss sýndist sjálfum, að vér hefðum þegar fengið vorn dauðadóm. Því að oss átti að lærast það að treysta ekki sjálfum oss, heldur Guði, sem uppvekur hina dauðu. Úr slíkri dauðans hættu frelsaði hann oss og mun frelsa oss. Til hans höfum vér sett von vora, að hann muni enn frelsa oss.“ — 2. Korintubréf 1:8-10.

      14 Sumir biblíufræðingar telja að Páll hafi verið að tala um uppþotið í Efesus sem hefði getað kostað hann og ferðafélaga hans tvo frá Makedóníu, þá Gajus og Aristarkus, lífið. Þessir tveir kristnu menn voru færðir með valdi á þéttsetinn leikvang þar sem æstur múgurinn ‚hrópaði í nærfellt tvær stundir: „Mikil er Artemis [gyðja] Efesusmanna!“‘ Loks tókst einum embættismanni borgarinnar að sefa mannfjöldann. Það hlýtur að hafa fengið mjög á Pál að þeir Gajus og Aristarkus skyldu lenda í þessari lífshættu. Hann vildi meira að segja fara sjálfur inn á leikvanginn og rökræða við ofstækisfullan múginn en var hindraður í að hætta lífi sínu þannig. — Postulasagan 19:26-41.

      15. Hvaða miklum háska kann að vera lýst í 1. Korintubréfi 15:32?

      15 En Páll kann að hafa verið að lýsa miklu meiri háska en þessum. Í fyrra bréfi sínu til Korintumanna spurði hann: „Hafi ég eingöngu að hætti manna barist við villidýr í Efesus, hvaða gagn hefði ég þá af því?“ (1. Korintubréf 15:32) Þetta kann að merkja að bókstafleg villidýr, ekki aðeins dýrslegir menn, hafi ógnað lífi Páls á leikvanginum í Efesus. Glæpamönnum var stundum refsað með því að láta þá berjast við villidýr að blóðþyrstum múgi ásjáandi. Hafi Páll átt við að hann hafi staðið augliti til auglitis við bókstafleg villidýr hlýtur honum að hafa verið hlíft við grimmilegum dauða með undraverðum hætti á síðustu stundu, alveg eins og Daníel var bjargað frá gini ljóna. — Daníel 6:22.

  • Eigum hlut í hugguninni sem Jehóva veitir
    Varðturninn – 1997 | 1. janúar
    • 16. (a) Hvers vegna geta margir vottar Jehóva sett sig í spor Páls í þrengingum hans? (b) Hverju megum við treysta í sambandi við þá sem hafa dáið vegna trúar sinnar? (b) Hvaða áhrif hefur það á kristna menn sem hafa komist naumlega lífs af?

      16 Margir kristnir nútímamenn geta sett sig í spor Páls í þrengingum hans. (2. Korintubréf 11:23-27) Kristnir menn nú á tímum hafa líka verið „aðþrengdir langt um megn fram“ og margir verið í þeirri aðstöðu að ‚örvænta um lífið.‘ (2. Korintubréf 1:8) Sumir hafa dáið fyrir hendi fjöldamorðingja og grimmra ofsækjenda. Við getum verið viss um að huggun og máttur Guðs hafi gert þeim kleift að standast og að þeir hafi verið með hjartað og hugann við uppfyllingu vonarinnar, hvort sem hún var himnesk eða jarðnesk. (1. Korintubréf 10:13; Filippíbréfið 4:13; Opinberunarbókin 2:10) Í öðrum tilvikum hefur Jehóva stýrt málum svo að bræður okkar hafa bjargast úr lífsháska. Enginn vafi leikur á að þeir sem hafa reynt slíka björgun hafa fengið aukið traust á „Guði, sem uppvekur hina dauðu.“ (2. Korintubréf 1:9) Eftir á hafa þeir getað sagt öðrum frá huggunar- og hughreystingarboðskap Guðs af enn meiri sannfæringu. — Matteus 24:14.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila