-
‚Kallið á öldungana‘Varðturninn – 1993 | 1. október
-
-
18, 19. Hvaða hlutverki gegna öldungar í sambandi við Galatabréfið 6:2, 5?
18 Kristnir öldungar verða að axla ábyrgð sína gagnvart hjörð Guðs. Þeir verða að styðja hana. Til dæmis sagði Páll: „Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka. Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists.“ Postulinn sagði einnig: „Sérhver mun verða að bera sína byrði.“ — Galatabréfið 6:1, 2, 5.
19 Hvernig getum við borið hver annars byrðar en jafnframt borið okkar eigin byrði? Svarið liggur í merkingu grísku orðanna sem þýdd eru „byrðar“ og „byrði.“ Ef kristinn maður lendir í andlegum erfiðleikum, sem eru eins og þung byrði fyrir hann, aðstoða öldungar og aðrir trúbræður hann og hjálpa honum þannig að bera „byrðar“ sínar. Einstaklingurinn verður hins vegar sjálfur að bera sína eigin „byrði“ sem er fólgin í ábyrgð gagnvart Guði.a Öldungarnir bera fúslega „byrðar“ bræðra sinna með því að uppörva þá, veita biblíuleg ráð og biðja með þeim. Hins vegar taka öldungarnir ekki á sig okkar eigin „byrði“ sem felst í andlegri ábyrgð okkar. — Rómverjabréfið 15:1.
-
-
‚Kallið á öldungana‘Varðturninn – 1993 | 1. október
-
-
a A Linguistic Key to the Greek New Testament eftir Fritz Rienecker skilgreinir phortiʹon sem „byrði sem ætlast er til að maður beri“ og bætir við: „Það var notað á hermannamáli um föggur manns eða útbúnað hermanns.“
-