Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.11. bls. 28
  • Standið stöðugir í frelsi kristninnar!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Standið stöðugir í frelsi kristninnar!
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Páll ver postuladóm sinn
  • Hvernig eru menn réttlættir?
  • Standið stöðugir
  • Frjálst fólk en ábyrgt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Stattu stöðugur í frelsinu sem Guð gefur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Þjónum Jehóva, Guði frelsisins
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Láttu Jehóva veita þér hið sanna frelsi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.11. bls. 28

Standið stöðugir í frelsi kristninnar!

Höfuðatriði Galatabréfsins

JEHÓVA er Guð frelsis. (2. Korintubréf 3:17) Sonur hans, Jesús Kristur, sagði: „[Þér] munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.“ (Jóhannes 8:32) Páll postuli líkti eftir Kristi í því að prédika fagnaðarerindi frelsisins. — Rómverjabréfið 6:18; 8:21.

Með því að prédika þennan frelsisboðskap stofnaði Páll söfnuði í Galatíu (sem var rómverskt hérað í Litlu-Asíu) á fyrstu trúboðsferð sinni (á árunum 47-48). Galatamenn vissu af þeim úrskurði hins stjórnandi ráðs að umskurnar væri ekki krafist af kristnum mönnum. (Postulasagan 15:22-29) En þeir sem vildu fylgja siðum og skoðunum Gyðinga reyndu að hneppa þá í fjötra með því að krefjast þess að þeir létu umskerast. Páll lagði því áherslu á frelsi kristninnar í bréfi sem hann skrifaði Galötum frá Korintu eða Antíokkíu í Sýrlandi einhvern tíma á árabilinu 50-52. Til dæmis sagði hann: „Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok.“ — Galatabréfið 5:1.

Páll ver postuladóm sinn

Páll benti fyrst á að postuladómur hans væri „að tilhlutun Jesú Krists og Guðs.“ (1:1-2:14) Vegna opinberunar hafði Páll (ásamt Barnabasi og Títusi) farið til Jerúsalem út af spurningunni um umskurnina. Þar viðurkenndu Jakob, Kefas (Pétur) og Jóhannes að hann hefði fengið kraft til að vera postuli þjóðanna. Og þegar Pétur dró sig síðar út úr hópi trúaða manna af þjóðunum í Antíokkíu, sökum ótta við kristna Gyðinga frá Jerúsalem, áminnti Páll hann.

Hvernig eru menn réttlættir?

Postulinn sýndi einnig fram á með sterkum rökum að það væri aðeins vegna trúar á Jesú Krist sem nokkur maður væri lýstur réttlátur. (2:15-3:29) Galatar höfðu fengið anda Guðs, ekki vegna verka lögmálsins heldur vegna þess að þeir höfðu tekið á móti fagnaðarerindinu í trú. Sannir synir Abrahams hafa trú en „bölvun hvílir á öllum þeim, sem byggja á lögmálsverkum,“ í því skyni að sanna sig réttláta. Hvers vegna? Vegna þess að þeir geta ekki haldið lögmálið fullkomlega. Í raun réttri gerði lögmálið afbrotin augljós og var „tyftari vor, þangað til Kristur kom.“

Standið stöðugir

Með dauða sínum ‚keypti Kristur lausa þá sem voru undir lögmálinu.‘ En fylgjendur hans urðu að vera staðfastir í frelsi kristninnar. (4:1-6:18) Galatar þurftu því að standa á móti hverjum þeim sem reyndi að fá þá til að taka á sig ánauðarok. Þeir áttu ekki heldur að misnota frelsi sitt heldur forðast „holdsins verk“ og bera ávöxt anda Guðs. Þeir sem vildu hneppa þá í fjötra lögmálsins vildu geta „stært sig af holdi“ þeirra, komast hjá ofsóknum og geta hrósað sér af. En Páll benti á að ekki skipti máli hvort menn væru umskornir. Það sem skipti máli var „að vera ný sköpun.“ Hann bað að friður og miskunn mætti vera með hinum andlega Ísrael, þeim sem væru af hinni nýju sköpun.

Bréf Páls til Galata hjálpaði þeim að standa gegn þeim mönnum sem vildu hneppa þá í andlega fjötra. Megi það líka hjálpa okkur að bera ávöxt andans og standa stöðugir í frelsi kristninnar.

[Rammi/Mynd á blaðsíðu 28]

Brennimerki: „Enginn mæði mig héðan í frá, því að ég ber merki Jesú á líkama mínum.“ (Galatabréfið 6:17) Meðal heiðinna manna til forna tíðkaðist sums staðar að brennimerkja þræla eigendum sínum. Ýmiss konar merki voru brennd eða rist í hold þeirra. Vafalaust bar líkami Páls merki margra misþyrminga sem hann hafði mátt þola vegna kristinnar þjónustu sinnar, er studdu þá fullyrðingu hans að hann væri trúr þjónn Krists, ofsóttur sakir nafns hans. (2. Korintubréf 11:23-27) Vera kann að það séu ‚merkin‘ sem Páll hafði í huga. Eins getur verið að hann hafi haft í huga ævi sína sem kristinn maður, ávexti anda Guðs sem hann bar og þjónustuna sem hann hafði innt af hendi.

[Mynd]

Rómverskir þrælar voru neyddir til að þjóna húsbændum sínum en Páll var viljugur og glaður þræll Jesú Krists.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila