Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 4 | Sigrumst á hatri með hjálp Guðs
    Varðturninn (almenn útgáfa) – 2022 | Nr. 1
    • Biblían segir:

      „Ávöxtur andans er … kærleikur, gleði, friður, þolinmæði, góðvild, gæska, trú, mildi og sjálfstjórn.“ – GALATABRÉFIÐ 5:22, 23.

      Hvað merkir það?

      Það er mögulegt að rjúfa vítahring haturs með hjálp Guðs. Heilagur andi getur gert okkur kleift að þroska eiginleika sem við gætum aldrei tileinkað okkur án hjálpar. Frekar en að reyna að uppræta hatur í eigin mætti ættum við að treysta á hjálpina sem Guð gefur. Ef við gerum það getum við upplifað eitthvað svipað og Páll postuli lýsti með þessum orðum: „Ég get tekist á við hvað sem er vegna hans sem gefur mér kraft.“ (Filippíbréfið 4:13) Þá getum við með sanni sagt: „Hjálp mín kemur frá Jehóva.“ – Sálmur 121:2.

  • 4 | Sigrumst á hatri með hjálp Guðs
    Varðturninn (almenn útgáfa) – 2022 | Nr. 1
    • Waldo var mjög svekktur með það að eiginkona hans skyldi fara að rannsaka Biblíuna með vottum Jehóva. Hann segir: „Mér var meinilla við vottana og hreytti oft í þá ljótum orðum en þeir svöruðu aldrei í sömu mynt heldur héldu ró sinni.“

      Síðar fór Waldo líka að kynna sér Biblíuna. Hann segir: „Ég átti ekki auðvelt með að tileinka mér það sem ég lærði. Ég var viss um að ég næði aldrei tökum á skapinu.“ En Biblían kenndi honum nokkuð sem gerði gæfumuninn.

      Waldo segir: „Alejandro, biblíukennarinn minn, bað mig dag einn um að lesa Galatabréfið 5:22, 23 … Alejandro útskýrði fyrir mér að til þess að þroska með mér þessa eiginleika þyrfti ég að treysta á heilagan anda Guðs í stað þess að reyna að gera það í eigin krafti. Þessi sannleikur breytti viðhorfi mínu til muna.“

      Með því að reiða sig á hjálp Guðs hefur Waldo tekist að rjúfa vítahring haturs í lífi sínu. Hann segir: „Ættingjar mínir og gömlu félagarnir eiga ekki orð yfir breytingarnar sem ég hef tekið.“ Hann segir auk þess: „Jehóva hefur gerbreytt mér. Áður var ég ofbeldisfullur maður en nú er ég friðsamur.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila