Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Gerðu framför þína augljósa
    Varðturninn – 2001 | 1. september
    • Að sýna ‚ávöxt andans‘

      12. Hvers vegna er mikilvægt að sýna ávöxt andans þegar við tökum andlegum framförum?

      12 Það er ekki síður mikilvægt að sýna ávöxt anda Guðs á öllum sviðum lífsins en að verða „einhuga í trúnni og þekkingunni.“ Af hverju? Af því að þroski er ekki ósýnilegur eða falinn, eins og fram hefur komið, heldur birtist í augljósum eiginleikum sem geta verið öðrum til góðs eða uppbyggingar. Við erum auðvitað ekki að reyna að taka framförum til að geta sýnst merkileg eða til að virka fáguð. En viðhorf okkar og hátterni breytist stórkostlega þegar við vöxum andlega, í samræmi við leiðsögn anda Guðs. „Lifið í andanum, og þá fullnægið þér alls ekki girnd holdsins,“ sagði Páll postuli. — Galatabréfið 5:16.

      13. Hvaða breyting er skýrt framfaramerki?

      13 Páll tíundaði síðan „holdsins verk“ sem eru mörg og „augljós.“ Áður en maður áttar sig á gildi þess að uppfylla kröfur Guðs er líf hans sniðið eftir háttalagi heimsins og einkennist kannski af sumu af því sem Páll nefnir: ‚frillulífi, óhreinleika, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskap, deilum, metingi, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadrætti, öfund, ofdrykkju, svalli og öðru þessu líku.‘ (Galatabréfið 5:19-21) En þegar hann tekur andlegum framförum sigrast hann smám saman á þessum óæskilegu ‚verkum holdins‘ og „ávöxtur andans“ kemur í staðinn. Þessi breyting er sýnileg og er skýrt merki þess að maðurinn sæki fram til kristins þroska. — Galatabréfið 5:22.

      14. Útskýrðu hugtökin „holdsins verk“ og „ávöxtur andans.“

      14 Við skulum taka eftir heitunum „holdsins verk“ og „ávöxtur andans.“ „Verk“ er afraksturinn af starfi manns eða iðju. Verk holdsins, sem Páll telur upp, eru annaðhvort afleiðing hins fallna holds eða þess sem maður velur að gera. (Rómverjabréfið 1:24, 28; 7:21-25) Orðalagið „ávöxtur andans“ gefur hins vegar í skyn að eiginleikarnir, sem upp eru taldir, séu ekki árangur svokallaðrar skapgerðarþjálfunar eða persónuleikaeflingar heldur tilkomnir fyrir áhrif anda Guðs á manneskjuna. Tré ber ávöxt sé rétt um það hirt, og maður ber ávöxt andans ef andinn fær að starfa óhindrað í lífi hans. — Sálmur 1:1-3.

      15. Hvers vegna er mikilvægt að gefa gaum að öllum þáttum ‚ávaxtar andans‘?

      15 Það er einnig umhugsunarvert að Páll skuli nota orðið „ávöxtur“ um alla þá æskilegu eiginleika sem hann nefnir. Andinn framkallar ekki margs konar ávexti sem við getum valið úr að vild. Allir eiginleikarnir sem Páll telur upp — kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi eða sjálfstjórn — eru jafnmikilvægir, og í sameiningu mynda þeir nýjan, kristinn persónuleika. (Efesusbréfið 4:24; Kólossubréfið 3:10) Persónuleiki okkar og tilhneigingar geta gert að verkum að sumir þessara eiginleika skeri sig úr í fari okkar, en það er samt sem áður mikilvægt að gefa gaum að öllu því sem Páll nefndi. Þannig getum við endurspeglað persónuleika Krists í lífi okkar. — 1. Pétursbréf 2:12, 21.

      16. Hvaða markmið höfum við með því að keppa eftir kristnum þroska og hvernig getum við náð því?

      16 Við getum dregið þann mikilvæga lærdóm af orðum Páls að markmið okkar með því að ná kristnum þroska ætti hvorki að vera það að afla okkur mikillar þekkingar og lærdóms né leggja mikið upp úr fáguðum persónuleika. Markmiðið er það að gefa anda Guðs óhindraðan aðgang að okkur. Andlegi þroskinn stendur í beinu hlutfalli við það hve móttækileg við erum fyrir handleiðslu andans í hugsun og verki. Við þurfum að opna hjartað og hugann fyrir áhrifum anda Guðs með því að sækja safnaðarsamkomur dyggilega og taka þátt í þeim, og með því að nema orð hans reglulega og hugleiða það þannig að meginreglur hans geti leiðbeint okkur í samskiptum við aðra og í ákvörðunum okkar. Þá verður framför okkar augljós.

  • Gerðu framför þína augljósa
    Varðturninn – 2001 | 1. september
    • • Hvernig getur andlegur þroski sýnt sig?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila