-
4 | Sigrumst á hatri með hjálp GuðsVarðturninn (almenn útgáfa) – 2022 | Nr. 1
-
-
Biblían segir:
„Ávöxtur andans er … kærleikur, gleði, friður, þolinmæði, góðvild, gæska, trú, mildi og sjálfstjórn.“ – GALATABRÉFIÐ 5:22, 23.
Hvað merkir það?
Það er mögulegt að rjúfa vítahring haturs með hjálp Guðs. Heilagur andi getur gert okkur kleift að þroska eiginleika sem við gætum aldrei tileinkað okkur án hjálpar. Frekar en að reyna að uppræta hatur í eigin mætti ættum við að treysta á hjálpina sem Guð gefur. Ef við gerum það getum við upplifað eitthvað svipað og Páll postuli lýsti með þessum orðum: „Ég get tekist á við hvað sem er vegna hans sem gefur mér kraft.“ (Filippíbréfið 4:13) Þá getum við með sanni sagt: „Hjálp mín kemur frá Jehóva.“ – Sálmur 121:2.
-