Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Skiljið ekki sundur það sem Guð hefur tengt saman
    Varðturninn – 2007 | 1. maí
    • 13. Hvaða meginreglum Biblíunnar geta eiginkonur notið góðs af?

      13 Í Biblíunni er einnig að finna meginreglur sem eiginkonur geta notið góðs af. Í Efesusbréfinu 5:21-24, 33 segir: „Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu. . . . En konan beri lotningu fyrir manni sínum.“

  • Skiljið ekki sundur það sem Guð hefur tengt saman
    Varðturninn – 2007 | 1. maí
    • 15. Hvaða leiðbeiningar til eiginkvenna er að finna í Biblíunni?

      15 Páll sagði líka að eiginkona ætti að bera „lotningu“, það er að segja djúpa virðingu, fyrir manni sínum. Kristin eiginkona ætti að sýna ‚hógværan og kyrrlátan anda‘. (1. Pétursbréf 3:4) Hún ætti ekki að ögra manni sínum með hroka eða láta eins og hún sé óháð honum. Guðrækin eiginkona annast fjölskylduna vel og er manni sínum til heiðurs. (Títusarbréfið 2:4, 5) Hún talar vel um hann og gerir ekkert til að grafa undan virðingu annarra fyrir honum. Hún vinnur líka að því að ákvarðanir hans nái fram að ganga. — Orðskviðirnir 14:1.

      16. Hvað geta kristnar eiginkonur lært af Söru og Rebekku?

      16 Þótt kristin kona hafi hógværan og kyrrlátan anda þýðir það ekki að hún hafi engar skoðanir eða að álit hennar skipti ekki máli. Guðræknar konur til forna, eins og Sara og Rebekka, tjáðu áhyggjur sínar óhikað og í Biblíunni má sjá að Jehóva hafði velþóknun á því sem þær gerðu. (1. Mósebók 21:8-12; 27:46–28:4) Kristnar eiginkonur geta sömuleiðis látið skoðanir sínar í ljós. En þær ættu að gera það af tillitssemi en ekki með ósvífni. Þær uppgötva sennilega að þær ná betur til eiginmanna sinna og samskiptin verða ánægjulegri.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila