Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Friður sé með yður“
    Varðturninn – 1988 | 1. mars
    • 4. Hvernig geta þjónar Jehóva varðveitt frið í huga sér og hjarta á þessum örðugu tímum?

      4 Við lifum á tímum endalokanna, á ‚örðugum tíðum.‘ (2. Tímóteusarbréf 3:1) Riddarar Opinberunarbókarinnar ríða nú um jörðina eins og sjá má af þeim styrjöldum, matvælaskorti og dauða af völdum sjúkdóma sem allir þekkja. (Opinberunarbókin 6:3-8) Þjónar Jehóva verða líka fyrir áhrifum af ástandinu í kringum sig. Hvernig getur þú varðveitt frið Guðs í huga þér og hjarta? Með því að varðveita náin tengsl við hann sem er uppspretta hughreystingar og friðar. Eins og sýnt var fram á í greininni á undan kostar það tíðar bænir og áköll. Með þeim hætti mun „friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi . . . varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ — Filippíbréfið 4:6, 7.

      5. Hvers vegna var Páll öruggur um að „friður Guðs“ gæti varðveitt hjörtu okkar?

      5 Páll postuli, sem ritaði þessi orð, hafði sjálfur gengið í gegnum hættur og erfiðleika. Hann hafði verið fangi og verið húðstrýktur, bæði af Gyðingum og Rómverjum. Hann hafði verið grýttur og skilinn eftir í þeirri trú að hann væri látinn. Ferðalög voru áhættusöm í þá daga; Páll lenti þrívegis í skipbroti og var oft í hættu af völdum þjóðvegaræningja. Hann átti margar andvökunætur og þjáðist oft af kulda, hungri og þorsta. Ofan á allt þetta bættist „áhyggjan fyrir öllum söfnuðunum.“ (2. Korintubréf 11:24-28) Páll vissi því af margþættri reynslu hve þýðingarmikill sá „friður Guðs“ er sem getur varðveitt hjörtu okkar.

      6. Hvers vegna er okkur lífsnauðsyn að eignast og viðhalda innilegu og nánu sambandi við skapara okkar?

      6 ‚Frið Guðs‘ má skilgreina sem stillingu og rósemi er endurspeglar gott samband við Guð. Það er kristnum mönnum afar þýðingarmikið, einkanlega þegar þeir eiga í ofsóknum eða þrengingum. Hvers vegna? Vegna þess að við erum öll ófullkomin og gætum hæglega orðið óttaslegin þegar vandamál, streita, andstaða eða ýmiss konar erfiðleikar leggjast á okkur. Það gæti orðið til þess að við varðveittum ekki ráðvendni okkar. Slíkt myndi verða nafni Guðs til minnkunar, kosta okkur hylli Jehóva og gæti leitt til þess að við glötuðum tækifærinu til að hljóta eilíft líf. Okkur er því lífsnauðsyn að kappkosta að eignast ‚frið Guðs‘ sem hjálpar okkur að takast farsællega á við slíkar áskoranir. Þessi friður er vissulega ein af hinum ‚góðu og fullkomnu gjöfum‘ sem okkar himneski faðir býður okkur að eignast. — Jakobsbréfið 1:17.

      7, 8. (a) Á hverju byggist „friður Guðs“ og hvernig er hann „æðri öllum skilningi“? (b) Hvernig birtist slíkur friður hjá afrískum bróður?

      7 Við höfum kannski veitt því eftirtekt að sumir virðast komast í gegnum lífið með rósemi og öryggi. Oft stafar það af meðfæddum eiginleikum, fjölskylduáhrifum, auði, menntun og öðru slíku. „Friður Guðs“ er af allt öðru tagi. Hann ræðst ekki af hagstæðum ytri skilyrðum, mannlegum hæfileikum eða rökum. Hann kemur frá Guði og er „æðri öllum skilningi.“ Veraldlegt fólk undrast oft með hvaða hætti kristnir menn taka alvarlegum vandamálum, líkamlegu tjóni eða jafnvel dauða.

      8 Einn af vottum Jehóva, sem var að stjórna kristinni samkomu í Afríkulandi, er dæmi um þetta. Vottarnir þar voru sakaðir um að vera hryðjuverkamenn, aðallega að undirlagi kaþólskra manna þar á staðnum. Skyndilega birtist herlögreglusveit með mundaða byssustingi. Hún sendi konur og börn heim og fór síðan að misþyrma karlmönnunum. Votturinn segir: „Ég á engin orð til að lýsa þeirri meðferð sem við hlutum. Liðþjálfinn lýsti yfir að við yrðum barðir til bana. Ég var laminn svo með trékylfu að ég kastaði síðar upp blóði í 90 daga. En ég hugsaði fyrst og fremst um líf félaga minna. Í bæn bað ég Jehóva þess að vernda líf þeirra, sauða hans,“ sem allir lifðu af. Þetta er frábært fordæmi um að gæta stillingar við erfiðustu skilyrði og sýna öðrum ástríka umhyggju! Já, okkar ástríki, himneski faðir svarar bænum trúrra þjóna sinna og veitir þeim frið. Einn af hermönnunum, sem þátt tók í árásinni og vissi varla sitt rjúkandi ráð þegar hann sá viðbrögð vottanna, lét þau orð falla að Guð þeirra ‚hlyti að vera hinn sanni Guð.‘

      9. Hvaða áhrif getur það haft að lesa Biblíuna og hugleiða?

      9 Á okkar örðugu tímum eiga margir kristnir menn við að glíma vandamál sem gera þá vonsvikna og niðurdregna. Ágæt leið til að varðveita hugarfrið sinn er að lesa í Biblíunni og hugleiða hana. Það getur veitt okkur styrk og staðfestu í að halda ótrauð áfram og hvika ekki. „Orð Guðs er lifandi og kröftugt.“ — Hebreabréfið 4:12.

      10. Hvernig getur það verið blessun að geta rifjað upp fyrir sér ritningarstaði?

      10 En hvað getum við gert ef við komum ekki höndum á biblíu þegar við lendum í mannraunum? Til dæmis gæti það gerst að kristinn maður yrði skyndilega handtekinn og varpað í fangelsi þar sem engin biblía væri innan seilingar. Við slíkar aðstæður væri það mikil blessun fyrir hann að geta rifjað upp ritningartexta svo sem Filippíbréfið 4:6, 7, Orðskviðina 3:5, 6; 1. Pétursbréf 5:6, 7 og Sálm 23. Myndi þér ekki finnast það dýrmætt að geta munað og íhugað slíkar ritningargreinar? Það væri eins og Jehóva væri sjálfur að tala við þig inni í óvistlegum fangaklefanum. Orð Guðs getur læknað hrjáðan hug, styrkt skelfd hjörtu og látið angist víkja fyrir friði. (Sjá Sálm 119:165.) Þess vegna er mjög mikilvægt að festa sér ritningarstaði í minni núna meðan við höfum tækifæri til.

      11. Hvernig lét bróðir í Hollandi í ljós þörf sína fyrir andlega fæðu?

      11 Arthur Winkler var einn þeirra sem mat Biblíuna mjög mikils, einkanlega eftir að nasistar höfðu hernumið Holland en þá urðu vottarnir að starfa með leynd. Gestapó-menn höfðu verið á höttunum eftir bróður Winkler. Þegar þeir loks náðu honum var reynt árangurslaust að fá hann til að afneita trú sinni. Þá var hann barinn þangað til hann missti meðvitund. Honum var kastað í dimman fangaklefa með brotnar tennur, kjálkann úr liði og líkamann flakandi í sárum eftir barsmíðina. En fangavörðurinn kenndi í brjósti um hann og var vingjarnlegur. Bróðir Winkler leitaði leiðsagnar Jehóva í bæn. Hann fann líka sárlega fyrir þörf sinni fyrir andlega fæðu og bað vörðinn um hjálp. Síðar opnuðust klefadyrnar og biblíu var kastað inn. „Það var mér stórkostleg gleði,“ segir bróðir Winkler, „að geta daglega notið hinna unaðslegu sannleiksorða. Mér fannst ég styrkjast andlega.“a

      Friður frá Guði mun vernda þig

      12. Hvers vegna er sérstök þörf fyrir okkur að varðveita hjörtu okkar og hugsanir?

      12 Jehóva heitir því að friður hans „muni varðveita hjörtu yðar og hugsanir.“ (Filippíbréfið 4:7) Það er mjög mikils virði. Hjartað er setur áhugahvata og tilfinninga. Núna á síðustu dögum getur ótti eða áhyggjur veikt hjartað eða það komið okkur til að gera eitthvað rangt. Líferni manna færist ört til verri vegar. Við þurfum því alltaf að halda vöku okkar og vera á verði. Auk þess að vera með sterku hjarta þurfum við líka að láta Guð nota orð sitt og söfnuð til að styrkja og leiða „hugsanir“ okkar.

      13. Hvaða gagn getum við haft af því að varðveita hugsanir okkar?

      13 Gríska orðið noema (þýtt „hugsanir“) merkir, samkvæmt orðabók W. E. Vines, „tilgangur“ eða „hugvit.“ (An Expository Dictionary of New Testament Words) Friður Guðs getur þannig styrkt hinn kristna tilgang okkar og verndað okkur gegn sérhverri tilhneigingu til að veikja ásetning okkar eða fá okkur til að skipta um skoðun án góðs tilefnis. Vanmáttarkennd eða vandamál koma okkur þá ekki auðveldlega úr jafnvægi. Ef við til dæmis höfum sett okkur það markmið að þjóna Jehóva með einhverjum sérstökum hætti, svo sem þeim að vera þjónn orðsins í fullu starfi eða að flytjast búferlum þangað sem þörfin er meiri, þá mun „friður Guðs“ vera okkur mikil hjálp til að stefna að því marki án þess að hvika. (Samanber Lúkas 1:3; Postulasöguna 15:36; 19:21; Rómverjabréfið 15:22-24, 28; 1. Þessaloníkubréf 2:1, 18.) Til að styrkja hug þinn og hugsun enn frekar skalt þú verja nægum tíma í að nema orð Guðs og rækja kristið samfélag. Þannig nærir þú huga þinn og hjarta á því sem er hreint og uppbyggjandi. Getur þú varið nægum tíma í að skoða og íhuga hin innblásnu orð Guðs? Ættir þú að gefa þeim meiri gaum?

      14. Hvaða innblásnum heilræðum ættum við að gefa vandlega gaum og hvers vegna?

      14 Þú sérð að bæði hjarta og hugur eða hugvit er tengt því að eignast ‚frið Guðs‘ og njóta góðs af honum. Það má sjá af eftirfarandi ráði Guðs: „Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum. Lát þau eigi víkja frá augum þínum, varðveit þau innst í hjarta þínu. Því að þau eru líf þeirra, er öðlast þau, og lækning fyrir allan líkama þeirra. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.“ — Orðskviðirnir 4:20-23.

      15. Hvaða hlutverki gegnir Jesús í því að við njótum ‚friðar Guðs‘?

      15 „Friður Guðs,“ sem stafar af innilegum og sterkum tengslum við Jehóva, varðveitir hjörtu okkar og hugsanir „í Kristi Jesú.“ (Filippíbréfið 4:7) Hvaða hlutverki gegnir Jesús Kristur í því? Páll skýrir málið nánar: „Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi, sem gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar til þess að frelsa oss frá hinni yfirstandandi vondu öld, samkvæmt vilja Guðs vors og föður.“ (Galatabréfið 1:3, 4) Já, Jesús gaf líf sitt til að hægt væri að kaupa okkur lausa. (Matteus 20:28) Það er því „í Kristi Jesú“ að við getum verið þóknanleg Jehóva sem vígðir þjónar hans og erum í aðstöðu til að njóta þess friðar Guðs sem getur verndað okkur og varðveitt.

  • „Friður sé með yður“
    Varðturninn – 1988 | 1. mars
    • 20. Hvað ætti hver sá sem drýgir grófa synd að gera?

      20 Ef einhverjir gerast sekir um grófa rangsleitni en breiða yfir hana glata þeir bersýnilega velþóknun Jehóva og ‚friðar Guðs‘ sem þeir nutu. Þeir munu líka glata sinni eigin hugarró. (Samanber 2. Samúelsbók 24:10; Matteus 6:22, 23) Þér má því ljóst vera hvers vegna það er áríðandi fyrir sérhvern kristinn mann, sem hefur gerst sekur um alvarlega synd, að játa hana fyrir Jehóva og kærleiksríkum öldungum sem geta stuðlað að andlegri lækningu hans. (Jesaja 1:18, 19; 32:1, 2; Jakobsbréfið 5:14, 15) Þegar sá sem hefur misst andlegt jafnvægi sitt á hálli braut syndarinnar leitar hjálpar þroskaðra bræðra, mun vond samviska ekki halda áfram að þjaka hann og friður Guðs ekki vera fjarlægur honum.

      21. Hvaða ástæðu höfum við til að vera Jehóva innilega þakklát og hver ætti að vera ásetningur okkar?

      21 Það eru mikil sérréttindi að vera einn af vígðum vottum Jehóva nú á dögum. Allt umhverfis okkur er heimur Satans að riðlast og verða meira óþrifabæli. Hann mun bráðlega líða undir lok. Margir eru að „gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina.“ Við getum hins vegar lyft upp höfðum okkar því að við vitum ‚að lausn okkar er í nánd.‘ (Lúkas 21:25-28) Til að sýna hve þakklát við erum Jehóva fyrir þann ‚frið, sem er æðri öllum skilningi,‘ skulum við gera okkar ýtrasta til að þjóna ‚Guði friðarins‘ í trúfesti. — Rómverjabréfið 15:33; 1. Korintubréf 15:58.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila