-
Að hjálpa þeim sem glíma við geðraskanirVarðturninn (almenn útgáfa) – 2023 | Nr. 1
-
-
‚Hughreystu niðurdregna.‘ – 1. ÞESSALONÍKUBRÉF 5:14.
Vinur þinn er kannski kvíðinn eða finnst hann einskis virði. Þú getur verið hughreystandi og uppörvandi með því að fullvissa hann um að þér sé annt um hann, jafnvel þó að þú vitir ekki nákvæmlega hvað þú eigir að segja.
-
-
Að hjálpa þeim sem glíma við geðraskanirVarðturninn (almenn útgáfa) – 2023 | Nr. 1
-
-
‚Vertu þolinmóður.‘ – 1. ÞESSALONÍKUBRÉF 5:14.
Vinur þinn er kannski ekki alltaf tilbúinn til að tala. Fullvissaðu hann um að þú sért alltaf tilbúinn til að hlusta ef hann langar til að tala. Vegna veikindanna gerir hann kannski eitthvað eða segir sem særir þig. Hann afboðar kannski það sem þið hafið ákveðið eða verður pirraður. Sýndu honum þann stuðning sem hann þarf og vertu þolinmóður og skilningsríkur. – Orðskviðirnir 18:24.
-