-
Samsvarandi lausnargjald fyrir allaVarðturninn – 1991 | 1. mars
-
-
Samsvarandi lausnargjald
10. Hvers vegna gátu dýrafórnir ekki breitt fyllilega yfir syndir mannkyns?
10 Af framansögðu má sjá að lausnargjald þarf að jafngilda því sem það kemur í staðinn fyrir eða breiðir yfir. Dýrafórnirnar, sem trúaðir menn allt frá Abel færðu, gátu ekki í raun breitt yfir syndir manna, því að menn eru æðri skynlausum skepnum. (Sálmur 8:5-9) Páll gat því skrifað að ‚blóð nauta og hafra gæti með engu móti numið burt syndir.‘ Slíkar fórnir gátu einungis verið táknræn friðþæging meðan beðið væri þess lausnargjalds sem koma átti. — Hebreabréfið 10:1-4.
11, 12. (a) Hvers vegna þurftu þúsundir milljóna manna ekki að deyja fórnardauða til að breiða yfir syndsemi mannkyns? (b) Hver einn gat verið „samsvarandi lausnargjald“ og hvaða tilgangi þjónar dauði hans?
11 Þetta lausnargjald, sem gefin var fyrirmynd um, varð að vera nákvæmt jafngildi Adams, því að dauðarefsingin, sem Guð fullnægði réttilega á Adam, hafði í för með sér fordæmingu mannkynsins. „Allir deyja fyrir samband sitt við Adam,“ segir 1. Korintubréf 15:22. Það var því ekki nauðsynlegt að þúsundir milljóna manna dæju fórnardauða til mótvægis við hvern einstakan afkomanda Adams. „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann [Adam] og dauðinn fyrir syndina.“ (Rómverjabréfið 5:12) Og þar eð „dauðinn kom fyrir mann“ gat endurlausn mannkyns einnig komið „fyrir mann.“ — 1. Korintubréf 15:21.
12 Sá maður, er greiddi lausnargjaldið, þurfti að vera fullkominn maður af holdi og blóði — nákvæmur jafningi Adams. (Rómverjabréfið 5:14) Andavera eða „guð í mannsmynd“ gat ekki látið vogarskálar réttvísinnar vera í jafnvægi. Aðeins fullkominn maður, sem ekki var undir dauðadómi Adams, gat greitt „samsvarandi lausnargjald“ sem svaraði nákvæmlega til Adams. (1. Tímóteusarbréf 2:6, NW)a Með því að fórna lífi sínu sjálfviljugur gat þessi „síðari Adam“ greitt laun syndarinnar sem hinn „fyrsti maður, Adam,“ hafði bakað sér. — 1. Korintubréf 15:45; Rómverjabréfið 6:23.
-
-
Samsvarandi lausnargjald fyrir allaVarðturninn – 1991 | 1. mars
-
-
a Gríska orðið, sem hér er notað, antilytron, kemur hvergi annars staðar fyrir í Biblíunni. Það er skylt orðinu sem Jesús notaði um lausnargjald (lytron) í Markúsi 10:45. En The New International Dictionary of New Testament Theology bendir á að antilytron ‚dragi fram hugmyndina um gagnkvæm skipti.‘ Nýheimsþýðingin þýðir það því eðlilega „samsvarandi lausnargjald.“
-