-
Foreldrar – hjálpið börnunum að hljóta visku svo að þau bjargistVarðturninn (námsútgáfa) – 2017 | desember
-
-
3. (a) Hvenær tók Tímóteus trú og hvernig brást hann við því sem honum var kennt? (b) Nefndu þrennt sem Páll hvatti Tímóteus til að gera.
3 Tímóteus kynntist sennilega kristinni trú um árið 47 þegar Páll postuli kom til Lýstru á fyrstu trúboðsferð sinni. Tímóteus var líklega á unglingsaldri þá en hann hlýtur að hafa lagt sig vel fram því að tveim árum síðar tók hann að ferðast með Páli. Um 16 árum síðar skrifaði Páll honum: „Haltu áfram að fylgja því sem þú hefur lært og látið sannfærast um því að þú veist af hverjum þú lærðir það. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt hin helgu rit [Hebresku ritningarnar] en þau geta veitt þér visku svo að þú bjargist vegna trúar á Krist Jesú.“ (2. Tím. 3:14, 15, NW) Við tökum eftir að Páll nefnir að Tímóteus þyrfti (1) að þekkja hin helgu rit, (2) sannfærast um það sem hann lærði og (3) öðlast visku svo að hann bjargaðist vegna trúar á Krist Jesú.
-
-
Foreldrar – hjálpið börnunum að hljóta visku svo að þau bjargistVarðturninn (námsútgáfa) – 2017 | desember
-
-
„LÁTIÐ SANNFÆRAST“
5. (a) Hvað merkir orðið sem er þýtt ,að láta sannfærast‘? (b) Hvernig vitum við að Tímóteus sannfærðist um fagnaðarerindið um Jesú?
5 Það er mikilvægt að þekkja Biblíuna vel. En til að fræða börnin um sannleikann þarf að gera meira en að miðla þeim upplýsingum um fólkið og atburðina sem sagt er frá í Biblíunni. Tímóteus ,lét sannfærast um‘ það sem hann lærði. Á frummálinu merkir orðið, sem er þýtt þannig, að „vera fullviss um“ eða „vera sannfærður og viss um að eitthvað sé rétt“. Tímóteus hafði þekkt Hebresku ritningarnar frá blautu barnsbeini. En síðar fékk hann óyggjandi sannanir fyrir því að Jesús væri Messías og sannfærðist um að svo væri. Með öðrum orðum styrkti sannfæringin þekkingu hans. Tímóteus var alveg sannfærður um fagnaðarerindið þannig að hann lét skírast og slóst í för með Páli á trúboðsferðum hans.
6. Hvernig geturðu hjálpað börnunum að sannfærast um það sem þau læra af Biblíunni?
6 Hvernig geturðu hjálpað börnunum að byggja upp sannfæringu þannig að þau trúi, líkt og Tímóteus gerði? Í fyrsta lagi þarftu að vera þolinmóður. Börnin sannfærast ekki á augabragði, og þau sannfærast ekki bara af því að þú trúir. Börnin þurfa hvert og eitt að „nota skynsemina“ til að sannfærast um sannleika Biblíunnar. (Lestu Rómverjabréfið 12:1.)a Þið foreldrarnir gegnið þar mikilvægu hlutverki, ekki síst þegar börnin spyrja spurninga. Lítum á dæmi.
7, 8. (a) Hvernig kennir kristinn faðir dóttur sinni með þolinmæði? (b) Hvenær hefur þú þurft að sýna svipaða þolinmæði?
7 Thomas á 11 ára dóttur. Hann segir: „Dóttir mín á það til að spyrja: ,Getur verið að Jehóva hafi notað þróun til að mynda lífið á jörð?‘ eða: ,Af hverju tökum við ekki þátt í félagsmálum, til dæmis með því að kjósa, og reynum að bæta samfélagið?‘ Stundum þarf ég að bíta í tunguna á mér til að koma ekki með kreddukennt svar. Sannfæring byggist nefnilega ekki á einum stórum sannleika heldur á mörgum smáum sönnunargögnum.“
8 Eins og Thomas bendir réttilega á kostar það þolinmæði að kenna. Reyndar þurfa allir kristnir menn að vera þolinmóðir. (Kól. 3:12) Thomas veit að það getur þurft að ræða málin oft og mörgum sinnum. Hann þarf að rökræða við dóttur sína út frá Biblíunni svo að hún sannfærist um það sem hún er að læra. Hann segir: „Þegar mikilvæg mál eru annars vegar viljum við hjónin vita hvort dóttir okkar trúir í alvöru því sem hún lærir og hvort henni finnst það rökrétt. Það er gott ef hún spyr spurninga. Ég myndi satt að segja hafa áhyggjur ef hún tæki eitthvað gott og gilt án þess að spyrja nokkurs.“
9. Hvernig geturðu kennt börnunum orð Guðs svo að þau trúi?
9 Ef foreldrarnir kenna börnunum með þolinmæði skilja þau smám saman ,vídd og lengd, hæð og dýpt‘ trúarinnar. (Ef. 3:18) Við getum kennt þeim í samræmi við aldur þeirra og getu. Þegar þau sannfærast um það sem þau læra verða þau færari í að verja trú sína, meðal annars fyrir skólafélögum. (1. Pét. 3:15) Geta börnin þín til dæmis útskýrt með hjálp Biblíunnar hvað gerist við dauðann? Finnst þeim skýringar Biblíunnar rökréttar?b Mundu að þú þarft að vera þolinmóður til að kenna barninu svo að það trúi orði Guðs – en það er erfiðisins virði. – 5. Mós. 6:6, 7.
10. Nefndu einn mikilvægan þátt kennslunnar.
10 Ef þú vilt að barnið þitt trúi er auðvitað mikilvægt að þú sért góð fyrirmynd. Stephanie á þrjár dætur. Hún segir: „Frá því að stelpurnar voru mjög ungar hef ég þurft að spyrja mig: Segi ég þeim frá því hvers vegna ég sé sannfærð um að Jehóva sé til, hann elski okkur og að vegir hans séu réttir? Sjá þær greinilega að ég elska Jehóva? Ég get ekki ætlast til að stelpurnar mínar séu sannfærðar nema ég sé það.“
-