-
Treystum alltaf á JehóvaVarðturninn – 2015 | 15. apríl
-
-
2 Það var líklega á þessum róstutímum sem Páll postuli var hnepptur í fangelsi í Róm í annað sinn. Myndu trúsystkini hans koma honum til hjálpar? Til að byrja með virðist Páll hafa haft vissar áhyggjur, því að hann skrifaði Tímóteusi: „Í fyrstu málsvörn minni kom enginn mér til aðstoðar heldur yfirgáfu mig allir. Verði þeim það ekki tilreiknað.“ Þrátt fyrir það segir Páll að hann hafi ekki verið algerlega yfirgefinn. Hann skrifaði: „En Drottinn stóð með mér og veitti mér kraft.“ Já, Drottinn Jesús veitti Páli þann kraft sem hann þurfti. Hversu mikið gagn var í þessari hjálp? Páll segir: „Ég varð frelsaður úr gini ljónsins.“ – 2. Tím. 4:16, 17.a
3 Það hlýtur að hafa styrkt Pál að rifja þetta upp. Það hefur eflaust hjálpað honum að treysta að Jehóva myndi veita honum kraft til að standast alla erfiðleika, bæði yfirstandandi og ókomna. Hann sagði í beinu framhaldi: „Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu.“ (2. Tím. 4:18) Páll hafði greinilega lært að Jehóva og sonur hans veita raunverulega hjálp jafnvel þó að takmarkaða aðstoð sé að fá frá mönnum.
-
-
Treystum alltaf á JehóvaVarðturninn – 2015 | 15. apríl
-
-
„ÚR GINI LJÓNSINS“
10-12. (a) Hvaða vanda geta þjónar Guðs átt í sem annast langveika ástvini? (b) Hvaða áhrif hefur það á sambandið við Jehóva að treysta honum þegar við eigum í miklum raunum? Skýrðu með dæmi.
10 Þegar við eigum í miklum raunum getur okkur liðið eins og Páli – að við séum í „gini ljónsins“ eða að minnsta kosti mjög nærri því. Það er þá sem erfiðast er að treysta Jehóva en jafnframt mikilvægast. Þú gætir þurft að annast ástvin sem á við langvinn veikindi að stríða. Þú hefur eflaust beðið Jehóva að gefa þér visku og styrk.b Þegar þú hefur gert allt sem þú getur finnurðu örugglega fyrir innri friði því að þú veist að Jehóva vakir yfir þér og veitir þér það sem þú þarft til að halda út og vera trúr. – Sálm. 32:8.
-
-
Treystum alltaf á JehóvaVarðturninn – 2015 | 15. apríl
-
-
a Þegar Páll talar um að hafa verið bjargað „úr gini ljónsins“ getur það hafa verið í bókstaflegri merkingu eða táknrænni.
-