-
Sjáðu muninn á fólkiVarðturninn (námsútgáfa) – 2018 | janúar
-
-
9. Hvað getur hjálpað börnum að vera hlýðin foreldrum sínum?
9 Börn geta varað sig á þessu hugarfari með því að hugleiða það sem foreldrarnir hafa gert fyrir þau. Það er líka gott fyrir þau að minna sig á að Guð, faðir okkar allra, ætlast til þess að þau séu hlýðin. Með því að tala jákvætt um foreldra sína geta börn og unglingar hjálpað öðrum ungmennum að sjá foreldra sína í jákvæðu ljósi. Ef foreldrarnir eru kærleikslausir gagnvart börnunum getur þeim að vísu fundist erfitt að vera hlýðin. En ef barn finnur greinilega fyrir ástúð foreldra sinna langar það til að hlýða, jafnvel þó að því finnist hitt freistandi. „Foreldrar mínir gerðu sanngjarnar kröfur til mín,“ segir Austin, „skýrðu hvers vegna þeir settu reglur og við gátum alltaf rætt málin opinskátt. Það auðveldaði mér að vera hlýðinn, þó að það væri oft freistandi að reyna að komast upp með eitthvað. Ég fann að þeim var annt um mig og þess vegna langaði mig til að þóknast þeim.“
10, 11. (a) Hvað vitnar um að það vantar mikið upp á náungakærleika í heiminum? (b) Hve langt nær náungakærleikur sannkristinna manna?
10 Páll telur upp fleiri lesti sem vitna um að fólk elskar ekki hvert annað. Hann nefnir vanþakklæti eftir að hafa sagt að börn verði óhlýðin foreldrum. Það er rökrétt vegna þess að þeir sem eru vanþakklátir kunna ekki að meta það góða sem aðrir gera fyrir þá. Menn yrðu líka guðlausir. Þeir yrðu ósáttfúsir og óviljugir að friðmælast við aðra. Páll segir að þeir yrðu illmálgir og sviksamir því að þeir myndu tala illa um og lasta náunga sinn og jafnvel Guð. Auk þess yrðu þeir rógberar því að þeir myndu bera út ósannindi um aðra til að skemma mannorð þeirra.a
-
-
Sjáðu muninn á fólkiVarðturninn (námsútgáfa) – 2018 | janúar
-
-
a Orðið „rógberi“ er þýðing gríska orðsins diaʹbolos. Í Biblíunni er það notað til að lýsa Satan sem rægir Guð.
-