Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w08 15.12. bls. 30
  • Manstu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Manstu?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Svipað efni
  • Varðveitið „þrefaldan þráð“ í hjónabandinu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Talarðu hið hreina tungumál reiprennandi?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hjónaband — gjöf frá Guði kærleikans
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Að vera skuldbundinn maka sínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
w08 15.12. bls. 30

Manstu?

Hefurðu haft ánægju af að lesa nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

• Hvernig getum við talað reiprennandi hið „hreina tungumál“ sannleikans um Guð og fyrirætlun hans? (Sef. 3:9, NW)

Að tala hið „hreina tungumál“ reiprennandi er ekki ósvipað og að tala hvert annað tungumál. Við þurfum að hlusta vandlega, líkja eftir þeim sem tala málið vel, leggja á minnið heiti biblíubóka og einhver biblíuvers, endurtaka það sem við lærum, lesa upphátt, læra „málfræði“ og uppbyggingu sannleikans, taka stöðugum framförum, gefa okkur ákveðinn tíma til náms og æfa okkur að „tala“ hið hreina tungumál. — 15. ágúst, bls. 21-25.

• Hvernig getur hugmyndin um „þrefaldan þráð“ átt við um hjónaband?

Þegar talað er um „þrefaldan þráð“ er það í óeiginlegri merkingu. (Préd. 4:12) Sé líkingin heimfærð á hjónaband tákna tveir af þráðunum hjónin sem eru eins og samofin Guði, þriðja þræðinum. Að vera nátengd Guði gefur hjónunum styrk til að takast á við erfiðleika og vera hamingjusöm. — 15. september, bls. 16.

• Við hvaða „handayfirlagningar“ er átt í Hebreabréfinu 6:2?

Hér er sennilega ekki átt við útnefningu safnaðaröldunga heldur handayfirlagningu í þeim tilgangi að miðla náðargáfum heilags anda. (Post. 8:14-17; 19:6) — 15. september, bls. 32.

• Hvað þarf faðir að veita börnum sínum?

Meðal annars (1) ást, (2) góða fyrirmynd, (3) hlýju og gleði, (4) fræðslu um trúarleg gildi, (5) aga og (6) vernd. — Október-desember, bls. 26-29.

• Hvernig geta þeir sem fara með forystuna sýnt öðrum virðingu?

Öldungur getur meðal annars gert það með því biðja aldrei aðra um að gera eitthvað sem hann vill ekki gera sjálfur. Hann sýnir einnig virðingu með því að tilgreina ástæðuna fyrir því sem hann biður um, eða fyrir leiðbeiningum sem hann gefur. — 15. október, bls. 22.

• Hvað geta safnaðaröldungar lært af því hvernig ísraelskir fjárhirðar notuðu krókstaf?

Fjárhirðir notaði krókstaf til að stýra hjörðinni. Sauðirnir ‚gengu undir hirðisstafinn‘ og hirðirinn taldi þá þegar þeir fóru inn í sauðabyrgið eða út úr því. (3. Mós. 27:32) Hirðir í söfnuðinum þarf einnig að þekkja hjörðina sem hann hefur umsjón með og fylgjast með henni. — 15. nóvember, bls. 9.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila