-
Knúin af kærleika með vonina að akkeriVarðturninn – 1999 | 1. september
-
-
Voninni líkt við akkeri
10, 11. Við hvað líkti Páll voninni og af hverju var það viðeigandi samlíking?
10 Páll bendir á að Jehóva hafi lofað blessun fyrir atbeina Abrahams. Síðan útskýrir hann: „Guð . . . ábyrgðist . . . heit sitt með eiði. Í þessum tveim óraskanlegu athöfnum Guðs [orði hans og eiði], þar sem óhugsandi er að hann fari með lygi, eigum vér sterka uppörvun, vér sem höfum leitað hælis í þeirri sælu von, sem vér eigum. Hún er eins og akkeri sálarinnar, traust og öruggt.“ (Hebreabréfið 6:17-19; 1. Mósebók 22:16-18) Smurðum kristnum mönnum er gefin von um ódauðleika á himnum en langflestir þjónar Jehóva hafa stórfenglega von um eilíft líf í paradís á jörð. (Lúkas 23:43) Án slíkrar vonar er ekki hægt að hafa trú.
11 Akkeri er mikilvægt öryggistæki. Það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að skip reki. Enginn sjómaður fer akkerislaus úr höfn. Þar eð Páll hafði orðið skipreika nokkrum sinnum vissi hann af reynslunni að líf sjófarenda var oft undir akkerunum komið. (Postulasagan 27:29, 39, 40; 2. Korintubréf 11:25) Skip fyrstu aldar voru vélarlaus svo að skipstjóri gat ekki stýrt skipi sínu hvernig sem honum sýndist. Að undanskildum herskipum, sem var róið, voru skip fyrst og fremst háð vindum. Ef hætta var á að skip ræki upp í grýtta fjöru eða upp á sker átti skipstjóri ekki um annað að velja en að varpa akkerum og bíða af sér storminn. Hann varð að treysta því að akkerið missti ekki festu á sjávarbotninum. Páll kallaði því von kristins manns „akkeri sálarinnar, traust og öruggt.“ (Hebreabréfið 6:19) Þegar andstöðustormar bresta á eða við lendum í öðrum prófraunum er hin dýrlega von eins og akkeri sem gerir okkur stöðug svo að trúarskipið reki ekki upp á hættulegar efasemdagrynningar eða háskaleg fráhvarfssker. — Hebreabréfið 2:1; Júdasarbréfið 8-13.
12. Hvernig getum við hindrað að við föllum frá Jehóva?
12 Páll sagði kristnum Hebreum: „Gætið þess, bræður, að enginn yðar búi yfir vondu vantrúar hjarta og falli frá lifanda Guði.“ (Hebreabréfið 3:12) Gríska orðið, sem þýtt er „falli frá,“ merkir bókstaflega „að halda sig í fjarlægð,“ það er að segja að afneita trúnni. En við getum forðast svona algert skipbrot. Trú og von gera okkur kleift að halda okkur við Jehóva jafnvel í mestu prófraunastormum. (5. Mósebók 4:4; 30:19, 20) Trú okkar verður þá ekki eins og skip sem hrekst fram og aftur af fráhvarfskenningavindum. (Efesusbréfið 4:13, 14) Og með vonina að akkeri getum við, sem erum þjónar Jehóva, staðið af okkur storma lífsins.
-
-
Knúin af kærleika með vonina að akkeriVarðturninn – 1999 | 1. september
-
-
Í átt að áfangastað!
18. Hvað gerir okkur kleift að standast trúarprófraunir framtíðarinnar?
18 Það getur reynt mikið á trú okkar og kærleika áður en við náum í höfn nýja heimsins. En Jehóva hefur gefið okkur akkeri sem er bæði „traust og öruggt“ — hina stórkostlegu von. (Hebreabréfið 6:19; Rómverjabréfið 15:4, 13) Þegar andstaða eða aðrar prófraunir bresta á getum við haldið út ef við liggjum fyrir öruggu akkeri vonarinnar. Eftir að storminn lægir og áður en annar stormur skellur á skulum við vera ákveðin í að styrkja vonina og efla trúna.
-