Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Varastu vantrú
    Varðturninn – 1998 | 1. september
    • Meiri en Móse

      8. Til hvers var Páll að hvetja kristna bræður sína í Hebreabréfinu 3:1?

      8 Páll drepur á mikilvægt mál er hann segir: „Gefið . . . gætur að Jesú, postula og æðsta presti játningar vorrar.“ (Hebreabréfið 3:1) Orðið, sem þýtt er ‚gefið gætur,‘ merkir „að skynja greinilega . . . , að skilja til fullnustu, að íhuga vandlega.“ (Vine’s Expository Dictionary of Old and New Testament Words) Páll var því að hvetja trúbræður sína til að leggja sig fram um að meta til fullnustu hlutverk Jesú í trú þeirra og hjálpræði. Það myndi styrkja þann ásetning þeirra að vera staðfastir í trúnni. Hvert var þá hlutverk Jesú og hvers vegna ættum við að ‚gefa gætur‘ að honum?

      9. Af hverju kallaði Páll Jesú „postula“ og ‚æðstaprest‘?

      9 Páll kallar Jesú „postula“ og ‚æðstaprest.‘ ‚Postuli‘ er sendiboði og vísar hér til samskiptaleiðar Guðs við mannkynið. ‚Æðstiprestur‘ hefur milligöngu milli Guðs og manna. Þetta tvennt er nauðsynlegt í sannri tilbeiðslu og Jesús er hvort tveggja í senn. Hann var sendur frá himnum til að kenna mannkyninu sannleikann um Guð. (Jóhannes 1:18; 3:16; 14:6) Jesús er líka skipaður æðstiprestur í andlegu musterisfyrirkomulagi Jehóva sem miðlar mönnum syndafyrirgefningu. (Hebreabréfið 4:14, 15; 1. Jóhannesarbréf 2:1, 2) Ef við kunnum að meta þá blessun sem við getum hlotið fyrir atbeina Jesú, þá erum við nógu hugrökk og einbeitt til að vera staðföst í trúnni.

  • Varastu vantrú
    Varðturninn – 1998 | 1. september
    • 11, 12. Hvað hvatti Páll kristna Hebrea til að halda fast í „allt til enda“ og hvernig getum við tekið ráð hans til okkar?

      11 Kristnir Hebrear voru í mikilli forréttindastöðu. Páll minnti þá á að þeir væru „hluttakar himneskrar köllunar.“ (Hebreabréfið 3:1) Það voru miklu meiri sérréttindi en nokkuð sem gyðingakerfið hafði að bjóða. (Hebreabréfið 3:1) Orð Páls hljóta að hafa gert þessa smurðu kristnu menn þakkláta fyrir að eiga nýja arfleifð í vændum í stað þess að sjá eftir ýmsu úr gyðinglegri arfleifð sinni sem þeir höfðu sagt skilið við. (Filippíbréfið 3:8) Páll hvatti þá til að varðveita sérréttindi sín og ganga ekki að þeim sem gefnum hlut: „Kristur [var trúr] eins og sonur yfir húsi [Guðs], og hans hús erum vér, ef vér höldum fastri djörfunginni og voninni, sem vér hrósum oss af, allt til enda.“ — Hebreabréfið 3:6.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila