Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Væntir þú „þeirrar borgar sem hefur traustan grunn“?
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2020 | ágúst
    • Abraham hjálpar Söru af baki úlfalda. Í bakgrunninum má sjá eitthvað af þjónustufólki þeirra við dagleg störf.

      Hvernig sýndi Abraham að hann treysti loforðum Jehóva? (Sjá 5. grein.)

      5. Hvernig vitum við að Abraham vænti „þeirrar borgar“ sem Guð hannaði?

      5 Hvernig sýndi Abraham að hann vænti „þeirrar borgar“, eða þess ríkis, sem Guð hannaði? Hann lifði hirðingjalífi og valdi að setjast hvergi að til lengri tíma. Hann varð því ekki þegn neins jarðnesks ríkis eða konungs. Þar að auki reyndi hann ekki að stofna eigið ríki heldur hlýddi hann Jehóva og beið eftir að hann efndi loforð sitt. Þannig sýndi hann einstakt traust til Jehóva. Skoðum suma af þeim erfiðleikum sem Abraham þurfti að takast á við og hvað við getum lært af fordæmi hans.

  • Væntir þú „þeirrar borgar sem hefur traustan grunn“?
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2020 | ágúst
    • 7. Hvers vegna þurfti Abraham að treysta að Jehóva verndaði hann og fjölskyldu hans?

      7 Abraham þurfti að treysta að Jehóva verndaði hann og fjölskyldu hans. Hvers vegna? Abraham og Sara yfirgáfu öryggið og þægindin sem fylgdu því að búa í húsi í Úr til að búa í tjöldum í sveitum Kanaanslands. Fjölskyldan naut ekki lengur verndar innan borgarmúra og síkja heldur var hún berskjölduð fyrir árásum óvina.

      8. Hvað þurfti Abraham eitt sinn að takast á við?

      8 Abraham gerði vilja Guðs, en eitt sinn átti hann erfitt með að brauðfæða fjölskylduna. Hann bjó við hungursneyð í landinu sem Jehóva hafði sent hann til. Hungursneyðin var svo slæm að Abraham ákvað að flytjast tímabundið til Egyptalands með fjölskyldu sína. En í Egyptalandi tók faraó, æðsti valdhafi landsins, Söru frá honum til að eiga hana fyrir konu. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig Abraham leið þangað til Jehóva fékk faraó til að skila Söru aftur til hans. – 1. Mós. 12:10–19.

      9. Hvaða erfiðleikar komu upp í fjölskyldu Abrahams?

      9 Þar að auki komu upp alvarleg vandamál í fjölskyldu Abrahams. Sara konan hans gat ekki átt börn. Í marga áratugi þurftu þau að sætta sig við þau vonbrigði. Á endanum gaf Sara manni sínum ambáttina Hagar til að hún gæti alið þeim barn. En þegar Hagar varð ófrísk að Ísmael fór hún að fyrirlíta Söru. Ástandið varð svo slæmt að Sara flæmdi Hagar að heiman. – 1. Mós. 16:1–6.

      10. Hvaða atvik varðandi Ísmael og Ísak reyndu á traust Abrahams til Jehóva?

      10 Að lokum varð Sara ófrísk og fæddi Abraham son sem hann gaf nafnið Ísak. Abraham elskaði báða syni sína. En Ísmael kom illa fram við Ísak og því neyddist Abraham til að senda Ísmael og Hagar burt. (1. Mós. 21:9–14) Síðar bað Jehóva Abraham að fórna Ísak. (1. Mós. 22:1, 2; Hebr. 11:17–19) Í báðum tilfellum þurfti Abraham að treysta að Jehóva myndi á sínum tíma efna loforð sín varðandi syni hans.

      11. Hvers vegna þurfti Abraham að bíða þolinmóður eftir Jehóva?

      11 Allan þennan tíma þurfti Abraham að bíða þolinmóður eftir Jehóva. Hann var líklega yfir sjötugt þegar hann og fjölskylda hans yfirgáfu Úr. (1. Mós. 11:31–12:4) Og hann bjó í tjöldum víðs vegar um Kanaansland í um hundrað ár. Abraham varð 175 ára. (1. Mós. 25:7) En hann fékk ekki að sjá Jehóva efna loforð sitt um að gefa afkomendum hans landið. Og hann lifði það ekki að sjá „borgina“, ríki Guðs, stofnsetta. Samt segir í Biblíunni að Abraham hafi dáið „gamall og saddur lífdaga“. (1. Mós. 25:8) Hann varðveitti sterka trú og beið fúslega eftir Jehóva þrátt fyrir alla erfiðleikana. Hvers vegna gat hann haldið út? Vegna þess að Jehóva verndaði hann alla ævi og leit á hann sem vin sinn. – 1. Mós. 15:1; Jes. 41:8; Jak. 2:22, 23.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila