Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 19
  • Eru Vottar Jehóva sannkristnir?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Eru Vottar Jehóva sannkristnir?
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Hvað einkennir sannkristna menn?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hver er Guð?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvers vegna köllum við okkur Votta Jehóva?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Hvernig er fagnaðarboðskapurinn boðaður?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 19
Kafli 19. Vottar Jehóva tala saman fyrir utan ríkissal.

KAFLI 19

Eru Vottar Jehóva sannkristnir?

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Við sem erum vottar Jehóva trúum að við séum sannkristin. Hvers vegna? Íhugaðu á hverju við byggjum trú okkar, nafnið sem einkennir okkur og kærleikann sem við berum hvert til annars.

1. Á hverju byggja Vottar Jehóva trú sína?

Jesús sagði: „Orð [Guðs] er sannleikur.“ (Jóhannes 17:17) Vottar Jehóva hafa alltaf byggt trú sína á orði Guðs rétt eins og Jesús. Skoðaðu nútímasögu okkar. Seint á 19. öld fór hópur biblíunemenda að rannsaka Biblíuna. Þeir byggðu trú sína á því sem hún sagði, jafnvel þegar það stangaðist á við kenningar kirkjunnar. Síðan fóru þeir að segja öðrum frá því sem þeir höfðu lært.a

2. Hvers vegna köllum við okkur Votta Jehóva?

Jehóva kallar þá sem tilbiðja hann votta sína vegna þess að þeir segja frá sannleikanum um hann. (Hebreabréfið 11:4–12:1) Jehóva sagði til dæmis við þjóð sína til forna: „Þið eruð vottar mínir.“ (Lestu Jesaja 43:10.) Jesús er kallaður ‚votturinn trúi‘. (Opinberunarbókin 1:5) Þess vegna tókum við okkur nafnið Vottar Jehóva árið 1931. Við erum stolt af því að bera þetta nafn.

3. Hvernig líkja vottar Jehóva eftir kærleika Jesú?

Jesús elskaði lærisveina sína svo heitt að þeir voru honum eins og fjölskylda. (Lestu Markús 3:35.) Á svipaðan hátt eru vottar Jehóva sameinaðir um allan heim, rétt eins og fjölskylda. Þess vegna köllum við hvert annað bræður og systur. (Fílemonsbréfið 1, 2) Við fylgjum einnig boðinu: „Elskið allt bræðralagið.“ (1. Pétursbréf 2:17) Vottar Jehóva sýna slíkan kærleika á margan hátt, eins og með því að hjálpa trúsystkinum sínum í neyð um allan heim.

KAFAÐU DÝPRA

Líttu nánar á sögu Votta Jehóva og sjáðu frekari sannanir fyrir því að við erum sannkristin.

Myndir: Vottar Jehóva boða trúna. 1. Systir les biblíuvers fyrir konu og ræðir við hana um það. 2. Bróðir ræðir við mann um sannleika Biblíunnar við ritatrillu.

Sannkristnir menn byggja trú sína á Biblíunni og segja öðrum frá henni.

4. Við byggjum trú okkar á Biblíunni

Jehóva sagði að sannleikur Biblíunnar yrði opinberaður. Lesið Daníel 12:4 og neðanmáls og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað ‚yrði ríkulegt‘ hjá þjónum Guðs þegar þeir héldu áfram að rannsaka Biblíuna?

Kynntu þér hvernig hópur biblíunemenda, þar á meðal Charles Russell, rannsakaði orð Guðs. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

MYNDBAND: Að finna aftur sannleika Biblíunnar (7:45)

  • Hvernig rannsökuðu Charles Russell og félagar hans Biblíuna?

Vissir þú?

Af og til höfum við leiðrétt sumar trúarskoðanir okkar. Hvers vegna höfum við gert það? Guð gefur skilning á orði sínu stig af stigi rétt eins og landslag kemur smám saman í ljós með hækkandi sól. (Lestu Orðskviðina 4:18.) Biblían breytist ekki. En þegar skilningur okkar á henni eykst aðlögum við trúarskoðanir okkar í samræmi við það.

5. Við stöndum undir nafni

Hvers vegna tókum við okkur nafnið Vottar Jehóva? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

MYNDBAND: Nafn sem skilgreinir okkur (2:40)

  • Hvers vegna er nafnið Vottar Jehóva við hæfi?

Hvers vegna hefur Jehóva valið fólk sem votta sína? Það átti að boða sannleikann um Jehóva, hinn sanna Guð, þar sem svo margar lygar hafa verið bornar út um hann. Skoðum tvær þeirra.

Sum trúarbrögð kenna að Guð vilji að við notum líkneski í tilbeiðslu okkar. En lesið 3. Mósebók 26:1 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hver er sannleikurinn í málinu? Hvað finnst Jehóva um skurðgoð?

Sumir trúarleiðtogar kenna að Jesús sé Guð. En lesið Jóhannes 20:17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hver er sannleikurinn í málinu? Eru Guð og Jesús sama persónan?

  • Hvað finnst þér um það að Jehóva skuli hafa sent votta sína til að boða sannleikann um hann og son hans?

6. Við elskum hvert annað

Biblían líkir kristnum mönnum við hina ýmsu líkamshluta. Lesið 1. Korintubréf 12:25, 26 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað ættu kristnir menn að gera þegar trúsystkini þeirra þjást?

  • Hverju hefur þú tekið eftir varðandi kærleikann á meðal votta Jehóva?

Þegar vottar Jehóva þjást á einum stað í heiminum bregðast trúsystkini þeirra um allan heim strax við. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá eitt dæmi um það. Ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

MYNDBAND: Fellibylurinn Matthew skellur á Haítí (5:29)

  • Hvernig ber neyðaraðstoð Votta Jehóva merki um kærleika?

Tveir vottar Jehóva hjálpa móður og barni sem hafa orðið fyrir hamförum. Þeir vefja þau inn í hlýtt teppi og gefa þeim hreint vatn að drekka.

Sannkristnir menn sýna fólki í neyð kærleika.

SUMIR SEGJA: „Vottar Jehóva eru nýr trúflokkur.“

  • Hve lengi hefur Jehóva kallað tilbiðjendur sína votta?

SAMANTEKT

Vottar Jehóva eru sannkristnir. Við erum alheimsfjölskylda tilbiðjenda Guðs sem byggir trú sína á Biblíunni og segir öðrum frá sannleikanum um Jehóva.

Upprifjun

  • Hvers vegna tókum við okkur nafnið Vottar Jehóva?

  • Hvernig komum við fram hvert við annað?

  • Telur þú Votta Jehóva vera sannkristna?

Markmið

KANNAÐU

Lærðu meira um sögu okkar.

Vottar Jehóva – Trú í verki, 1. hluti: Út úr myrkrinu (1:00:53)

Sjáðu dæmi um hvernig Vottar Jehóva hafa afhjúpað falskenningar.

Þjónar Guðs heiðra nafn hans (7:08)

Fáðu svör við spurningum sem þú kannt að hafa um Votta Jehóva.

„Spurningar og svör um Votta Jehóva“ (Vefsíða)

Stephen tók þátt í hatursglæpum. Lestu um hvað hann sá hjá Vottum Jehóva sem fékk hann til að gera breytingar.

„Líf mitt versnaði stöðugt“ (Grein úr Varðturninum)

a Helsta rit okkar, Varðturninn, hefur birt sannleika Biblíunnar óslitið frá 1879.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila