Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Þú getur verið þolgóður allt til enda
    Varðturninn – 1999 | 1. nóvember
    • 10 Hverjir eru áhorfendur að hlaupinu um lífið sem kristnir menn taka þátt í? Eftir að Páll hefur talið upp fjölda trúfastra votta Jehóva fyrir daga kristninnar segir hann: „Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, . . . þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.“ (Hebreabréfið 12:1) Gríska orðið, sem þýtt er ‚fjöldi,‘ merkir í raun réttri ský, en ekki þó skýrt afmarkað ský af ákveðinni stærð og lögun heldur segir orðabókarhöfundurinn W. E. Vine að það „tákni óljósa, formlausa breiðu sem þekur himininn.“ Ljóst er að Páll átti við mikinn fjölda votta — svo marga að þeir voru eins og skýjabreiða.

      11, 12. (a) Hvernig geta trúfastir vottar fyrir daga kristninnar hvatt okkur til að vera þolgóð í hlaupinu? (b) Hvernig getur hinn mikli ‚fjöldi votta‘ orðið okkur að meira liði?

      11 Geta trúfastir kristnir menn frá því fyrir daga kristninnar bókstaflega horft á? Nei, þeir sofa allir dauðasvefni og bíða upprisu. En sjálfir hlupu þeir vel meðan þeir lifðu og fordæmi þeirra lifir á síðum Biblíunnar. Þegar við nemum Biblíuna geta þessir trúföstu þjónar Guðs lifnað í hugum okkar og hvatt okkur áfram, ef svo má segja, til að hlaupa alla leið í mark. — Rómverjabréfið 15:4.a

      12 Hví ekki að hugleiða hvernig Móse hafnaði vegsemd Egyptalands þegar veraldleg tækifæri freista okkar, og láta það hvetja okkur til að halda okkur á réttri braut? Ef prófraun blasir við, sem okkur virðist mjög erfið, getur það örugglega hvatt okkur til að gefast ekki upp í baráttu trúarinnar að hugsa um hina erfiðu prófraun Abrahams er hann var beðinn að fórna Ísak, syni sínum. Þessi ‚mikli fjöldi‘ votta hvetur okkur á þennan hátt í sama mæli og við sjáum þá með skilningsaugum okkar.

      13. Hvernig hvetja trúbræður okkur í hlaupinu um lífið?

      13 Við erum líka umkringd mjög mörgum vottum Jehóva nú á tímum. Bæði hafa hinir smurðu og ‚múgurinn mikli‘ sett okkur frábært fordæmi með trú sinni. (Opinberunarbókin 7:9) Ævisögur þeirra birtast af og til í þessu tímariti og öðrum ritum Varðturnsfélagsins.b Það er okkur hvatning til að halda þolgóð áfram allt til enda, að velta fyrir okkur trú þeirra. Og það er stórkostlegt að eiga stuðning náinna vina og ættingja sem þjóna Jehóva sjálfir í trúfesti. Já, það eru margir sem hvetja okkur í hlaupinu um lífið.

      Veldu þér skynsamlegan hraða

      14, 15. (a) Af hverju er mikilvægt að velja sér skynsamlegan hraða? (b) Hvers vegna ættum við að vera sanngjörn þegar við setjum okkur markmið?

      14 Hlaupari í langhlaupi, til dæmis maraþonhlaupi, þarf að velja sér skynsamlegan hraða. „Of mikill hraði í byrjun er ávísun á uppgjöf,“ segir tímaritið New York Runner. „Líkleg afleiðing er annaðhvort langdregin barátta síðustu mílurnar eða uppgjöf.“ Maraþonhlaupari segir: „Ég hlustaði á fyrirlestur þegar ég var að búa mig undir hlaupið og fékk þar skýra viðvörun: ‚Reynið ekki að halda í við þá sem hlaupa hraðar en þið. Hlaupið á þeim hraða sem hentar ykkur. Annars örmagnist þið og þurfið kannski að hætta.‘ Mér tókst að ljúka hlaupinu með því að fara eftir þessu.“

      15 Þjónar Guðs þurfa að leggja sig kappsamlega fram í hlaupinu um lífið. (Lúkas 13:24) En lærisveinninn Jakob bendir á að ‚spekin að ofan sé sanngjörn.‘ (Jakobsbréfið 3:17, NW) Gott fordæmi annarra hvetur okkur til að taka framförum, en sanngirni hjálpar okkur að setja okkur raunhæf markmið í samræmi við hæfni okkar og aðstæður. Ritningin minnir okkur á: „Sérhver rannsaki breytni sjálfs sín og þá mun hann hafa hrósunarefni í samanburði við sjálfan sig, en ekki miðað við aðra, því að sérhver mun verða að bera sína byrði.“ — Galatabréfið 6:4, 5.

      16. Hvernig getur lítillæti hjálpað okkur að velja réttan hraða?

      16 Í Míka 6:8 erum við spurð þessarar umhugsunarverðu spurningar: „Hvað heimtar [Jehóva] annað af þér en að . . . fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?“ Lítillæti er meðal annars að þekkja takmörk sín. Takmarkar heilsubrestur eða aldur hvað við getum gert í þjónustu Guðs? Missum ekki kjarkinn. Jehóva er ánægður með það sem við getum og þær fórnir sem við færum í samræmi við ‚það sem við eigum til og fer ekki fram á það sem við eigum ekki til.‘ — 2. Korintubréf 8:12; samanber Lúkas 21:1-4.

  • Þú getur verið þolgóður allt til enda
    Varðturninn – 1999 | 1. nóvember
    • Þegar endirinn færist nær

      20. Hvernig getur hlaupið um lífið reynst erfiðara er nær dregur endinum?

      20 Í hlaupinu um lífið eigum við líka í höggi við erkióvininn Satan djöfulinn. Eftir því sem endirinn færist nær reynir hann æ meira til að fella okkur eða hægja á okkur. (Opinberunarbókin 12:12, 17) Og það er engan veginn auðvelt að halda áfram að vera trúfastur, vígður boðberi Guðsríkis í styrjöldum, hungursneyð, drepsóttum eða öllum hinum erfiðleikunum sem einkenna endalokatímann. (Daníel 12:4; Matteus 24:3-14; Lúkas 21:11; 2. Tímóteusarbréf 3:1-5) Auk þess getur endirinn stundum virst fjær en við áttum von á, ekki síst ef áratugir eru liðnir síðan við hófum hlaupið. En orð Guðs fullvissar okkur um að endirinn komi. Jehóva segir að hann dragist ekki. Endirinn er í sjónmáli. — Habakkuk 2:3; 2. Pétursbréf 3:9, 10.

      21. (a) Hvað styrkir okkur til að halda áfram í hlaupinu um lífið? (b) Hverju ættum við að vera staðráðin í er endirinn nálgast?

      21 Til að ljúka hlaupinu um lífið þurfum við því að sækja kraft í andlegu næringuna sem Jehóva hefur í kærleika sínum séð okkur fyrir. Við þörfnumst líka allrar þeirrar hvatningar sem við getum fengið af reglulegu samfélagi við trúsystkini okkar sem eru líka þátttakendur í hlaupinu. Jafnvel þótt harðar ofsóknir og ófyrirsjáanlegir atburðir geri okkur hlaupið erfiðara en ella getum við verið þolgóð allt til enda af því að Jehóva veitir okkur „ofurmagn kraftarins.“ (2. Korintubréf 4:7) Það er einkar hughreystandi til að vita að Jehóva skuli vilja að við ljúkum hlaupinu sigursæl. Við skulum því ‚þreyta þolgóð skeið það sem við eigum framundan‘ í þeirri vissu að við munum „á sínum tíma . . . uppskera, ef vér gefumst ekki upp.“ — Hebreabréfið 12:1; Galatabréfið 6:9.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila