Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Góðvild – mikilvægur eiginleiki í augum Guðs
    Varðturninn – 2012 | 1. október
    • Þar sem gæska er ekki aðeins hluti af mannlegu eðli heldur einnig eiginleiki sem Guð hefur í hávegum, er ekki skrýtið að hann skuli segja okkur að vera „góðviljuð hvert við annað“. (Efesusbréfið 4:32) Í Biblíunni fáum við einnig þessa hvatningu: „Gleymið ekki gestrisninni.“ Frummálsorðið sem hér er þýtt „gestrisni“ merkir „ást á ókunnugum“. Við erum því hvött til að sýna góðvild þeim sem við þekkjum ekki. – Hebreabréfið 13:2.

  • Góðvild – mikilvægur eiginleiki í augum Guðs
    Varðturninn – 2012 | 1. október
    • Það er athyglisvert að eftir að Páll postuli talaði um að sýna ókunnugum gestrisni, það er að segja góðvild og umhyggju, sagði hann: „Því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita.“ Hvernig væri þér innanbrjósts ef þú fengir tækifæri til að fá engla í heimsókn? En Páll lauk þó setningunni á því að segja: „Án þess að vita.“ Hann var í raun að benda á að ef við leggjum það í vana okkar að sýna öðrum hlýju og góðvild, þar með talið ókunnugum, gætum við hlotið umbun fyrir á óvæntan hátt.

      Flestar biblíur með millivísunum tengja orð Páls við frásögurnar af Abraham og Lot sem finna má í 1. Mósebók köflunum 18 og 19. Við lesum þar að ókunnugir menn, sem í báðum tilvikum voru englar, hafi birst þeim með mikilvægan boðskap. Abraham var sagt að loforð Guðs um að hann eignaðist son myndi rætast og Lot fékk að vita að hann gæti komist undan yfirvofandi eyðingu borganna Sódómu og Gómorru. – 1. Mósebók 18:1-10; 19:1-3, 15-17.

      Ef þú lest versin sem vísað er í hér á undan muntu sjá að bæði Abraham og Lot sýndu bláókunnugum aðkomumönnum góðvild og umhyggju. Á biblíutímanum taldi fólk það vissulega skyldu sína að sýna ferðafólki og aðkomumönnum gestrisni og gilti þá einu hvort þeir væru vinir, ættingjar eða ókunnugir. Reyndar stóð í Móselögunum að Ísraelsmenn mættu ekki líta fram hjá þörfum aðkomumanna í landinu. (5. Mósebók 10:17-19) Þrátt fyrir það er augljóst að bæði Abraham og Lot gengu lengra en það sem síðar varð að ákvæði í Móselögunum. Þeir lögðu sig alla fram um að sýna þessum ókunnugu mönnum gestrisni og góðvild og þeir hlutu líka blessun fyrir.

      [Innskot á bls. 26]

      Þegar þú veist ekki hvað þú átt að segja eða gera skaltu segja eða gera það sem er gott.

      Abraham hlaut þá blessun að eignast son en góðvild hans er einnig okkur til blessunar. Hvernig þá? Abraham og Ísak, sonur hans, gegndu mikilvægu hlutverki í fyrirætlun Jehóva. Þeir urðu ættfeður Messíasar, það er að segja Jesú. Trúfesti þeirra var líka fyrirmynd um það hvernig Guð af kærleika og óverðskuldaðri góðvild lagði grunninn að hjálpræði mannanna. – 1. Mósebók 22:1-18; Matteus 1:1, 2; Jóhannes 3:16.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila