-
Spurningar frá lesendumVarðturninn – 2001 | 1. nóvember
-
-
Páll skrifaði kristnum Hebreum á fyrstu öldinni og sagði: „Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar.“ — Hebreabréfið 4:9-11.
-
-
Spurningar frá lesendumVarðturninn – 2001 | 1. nóvember
-
-
Snúum okkur aftur að orðum Páls í Hebreabréfinu og tökum eftir að hann sagði að ‚enn stæði til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs‘ og hann hvatti trúbræður sína til að kosta kapps „um að ganga inn til þessarar hvíldar.“ Þetta sýnir okkur fram á að ‚sjöundi dagurinn,‘ sem hófst um 4000 árum áður en Páll skrifaði þessi orð, var enn ekki afstaðinn. Honum lýkur ekki fyrr en tilgangur Guðs með mannkynið og jörðina hefur náð fram að ganga en það gerist við lok þúsundáraríkis Jesú Krists sem er „herra hvíldardagsins.“ — Matteus 12:8; Opinberunarbókin 20:1-6; 21:1-4.
-
-
Spurningar frá lesendumVarðturninn – 2001 | 1. nóvember
-
-
Orð Páls um hvíld Guðs og hvernig hægt sé að ganga inn til hennar voru kristnum Hebreum í Jerúsalem til mikillar uppörvunar því að þeir höfðu þurft að þola miklar ofsóknir vegna trúar sinnar og voru hafðir að athlægi. (Postulasagan 8:1; 12:1-5) Á svipaðan hátt geta þessi orð uppörvað kristna menn nú á tímum. Við skiljum að uppfylling loforða Guðs um paradís á jörð undir stjórn réttláts ríkis hans er nálæg. Þess vegna ættum við að hvíla okkur frá verkum okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ganga inn til þessarar hvíldar. — Matteus 6:10, 33; 2. Pétursbréf 3:13.
-