-
Hvernig getum við haldið gleðinni í prófraunum?Varðturninn (námsútgáfa) – 2021 | febrúar
-
-
2 Fólk lítur yfirleitt ekki á ofsóknir sem ástæðu til að gleðjast. En orð Guðs segir okkur að við eigum einmitt að gera það. Lærisveinninn Jakob skrifaði til dæmis að við ættum ekki að láta prófraunir buga okkur heldur líta á þær sem gleðiefni. (Jak. 1:2, 12) Og Jesús sagði að við ættum að vera hamingjusöm, jafnvel þegar við erum ofsótt. (Lestu Matteus 5:11.) Hvernig getum við verið glöð þrátt fyrir prófraunir? Við lærum margt þegar við hugleiðum sumt af því sem Jakob skrifaði frumkristnum mönnum. Byrjum á að skoða hvaða erfiðleika þeir máttu þola.
HVAÐA PRÓFRAUNIR MÁTTU KRISTNIR MENN Á FYRSTU ÖLD ÞOLA?
3. Hvað gerðist skömmu eftir að Jakob varð lærisveinn Jesú?
3 Skömmu eftir að Jakob hálfbróðir Jesú gerðist lærisveinn hófst andstaða gegn kristnum mönnum í Jerúsalem. (Post. 1:14; 5:17, 18) Þegar lærisveinninn Stefán var myrtur flúðu margir kristnir menn borgina og „dreifðust um alla Júdeu og Samaríu“ og fóru að lokum allt til Kýpur og Antíokkíu. (Post. 7:58–8:1; 11:19) Við getum rétt ímyndað okkur erfiðleikana sem þeir þurftu að þola. Samt héldu þeir áfram að boða fagnaðarboðskapinn af kappi hvert sem þeir fóru og söfnuðir voru myndaðir um allt Rómaveldi. (1. Pét. 1:1) En þeir áttu eftir að þola mun meiri erfiðleika.
4. Hvaða aðrar raunir gengu frumkristnir menn í gegnum?
4 Frumkristnir menn gengu í gegnum ýmiss konar raunir. Til dæmis rak Kládíus keisari alla Gyðinga út úr Róm í kringum árið 50. Kristnir menn sem voru Gyðingar neyddust því til að yfirgefa heimili sín og setjast að annars staðar. (Post. 18:1–3) Um árið 61 skrifaði Páll um trúsystkini sín sem höfðu verið smánuð fyrir opnum tjöldum, fangelsuð og rænd eigum sínum. (Hebr. 10:32–34) Og kristnir menn urðu veikir og fátækir rétt eins og annað fólk. – Rómv. 15:26; Fil. 2:25–27.
-
-
Hvernig getum við haldið gleðinni í prófraunum?Varðturninn (námsútgáfa) – 2021 | febrúar
-
-
Innileg gleði sem Jehóva gefur þjónum sínum logar í hjörtum þeirra líkt og ljós logar í lukt án þess að flökta. (Sjá 6. grein.)
6. Hvers vegna geta þjónar Guðs glaðst þegar þeir verða fyrir prófraunum, samanber Lúkas 6:22, 23?
6 Sumir telja að þeir geti ekki verið hamingjusamir nema þeir hafi góða heilsu, frið í fjölskyldunni og eigi mikið af peningum. En sú gleði sem Jakob skrifaði um er hluti af ávexti anda Guðs og ekki háð aðstæðum okkar. (Gal. 5:22) Þjónn Guðs gleðst, eða finnur til sannrar hamingju, þegar hann fylgir fordæmi Jesú og veit að hann nýtur velþóknunar Jehóva. (Lestu Lúkas 6:22, 23; Kól. 1:10, 11) Slík gleði logar í hjörtum þjóna Guðs, líkt og ljós logar í lukt. Gleðin fer ekki að flökta þegar heilsan bilar eða við eigum erfitt með að láta enda ná saman. Og andstaða frá fjölskyldunni eða öðrum slekkur hana ekki. Gleðin slokknar ekki þegar andstæðingar reyna að kæfa hana heldur logar hún bara skærar. Trúarprófraunir sem við verðum fyrir sýna að við erum sannir lærisveinar Krists. (Matt. 10:22; 24:9; Jóh. 15:20) Þess vegna gat Jakob skrifað: „Lítið á það sem eintómt gleðiefni, bræður mínir og systur, þegar þið lendið í ýmiss konar prófraunum.“ – Jak. 1:2.
-