-
„Jesús kenndi í brjósti um þá“„Komið og fylgið mér“
-
-
Sýnum „samkennd“.
7. Hvernig getum við lært að sýna samúð og hvernig getur hún birst?
7 Við sem erum kristin eigum að líkja eftir samúð Jesú. Í Biblíunni erum við hvött til að sýna „samkennd“.b (1. Pétursbréf 3:8) Það er ef til vill ekki auðvelt að setja sig í spor þeirra sem þjást af langvinnum sjúkdómum eða þunglyndi – einkum ef við höfum ekki kynnst slíku af eigin raun. En höfum hugfast að samúð er ekki háð því að við höfum kynnst vissum aðstæðum sjálf. Jesús hafði samúð með sjúkum þó að hann hefði aldrei verið veikur sjálfur. Hvernig getum við þá lært að sýna samúð? Með því að hlusta þolinmóð á þá sem opna hjarta sitt og lýsa líðan sinni. Við gætum spurt okkur hvernig okkur myndi líða ef við værum í þeirra sporum. (1. Korintubréf 12:26) Ef við verðum næmari á tilfinningar annarra erum við betur í stakk búin að „hughreysta niðurdregna“. (1. Þessaloníkubréf 5:14) Stundum getur samúð líka birst í tárum, ekki aðeins orðum. „Grátið með þeim sem gráta,“ segir í Rómverjabréfinu 12:15.
-
-
„Jesús kenndi í brjósti um þá“„Komið og fylgið mér“
-
-
b Gríska lýsingarorðið sem er þýtt „samkennd“ merkir bókstaflega ‚að þjást með‘.
-