-
Trúi þjónninn stenst prófiðVarðturninn – 2004 | 1. apríl
-
-
15, 16. (a) Hvenær var kominn tími til að gera skil? (b) Hvaða ný tækifæri fengu trúir þjónar til að ávaxta eigur húsbóndans?
15 Dæmisagan heldur áfram: „Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil.“ (Matteus 25:19) Árið 1914, sannarlega löngu eftir árið 33, hóf Jesús nærveru sína sem konungur. Þremur og hálfu ári síðar, árið 1918, kom hann til andlegs musteris Guðs og uppfyllti orð Péturs: „Nú er tíminn kominn, að dómurinn byrji á húsi Guðs.“ (1. Pétursbréf 4:17; Malakí 3:1) Tími var kominn til að gera skil.
-
-
Trúi þjónninn stenst prófiðVarðturninn – 2004 | 1. apríl
-
-
Í 24. og 25. kafla Matteusar er Jesús sagður „koma“ í mismunandi hátt. Hann þarf ekki að færa sig bókstaflega úr stað til að „koma“ heldur ,kemur‘ hann í þeim skilningi að hann beinir athygli sinni að mannkyninu eða fylgjendum sínum, oft í þeim tilgangi að dæma. Árið 1914 „kom“ hann til að hefja nærveru sína sem krýndur konungur. (Matteus 16:28; 17:1; Postulasagan 1:11) Árið 1918 „kom“ hann sem engill sáttmálans og byrjaði að dæma þá sem sögðust þjóna Jehóva. (Malakí 3:1-3; 1. Pétursbréf 4:17) Í Harmagedón „kemur“ hann til að fullnægja dómi á óvinum Jehóva. — Opinberunarbókin 19:11-16.
-