-
Hirðar, líkið eftir hirðunum mikluVarðturninn – 2013 | 15. nóvember
-
-
4. Um hvað er fjallað í þessari grein?
4 Hvernig eiga hirðar safnaðarins þá að annast sauðina? Safnaðarmenn eru hvattir til að hlýða þeim sem fara með forystuna. Öldungarnir eiga hins vegar ekki að „drottna yfir söfnuðunum“. (Hebr. 13:17; lestu 1. Pétursbréf 5:2, 3.) Hvernig geta öldungarnir farið með forystuna án þess að drottna yfir hjörðinni? Með öðrum orðum, hvernig geta öldungarnir annast þarfir sauðanna án þess að fara út fyrir það valdsvið sem Guð hefur gefið þeim?
-
-
Hirðar, líkið eftir hirðunum mikluVarðturninn – 2013 | 15. nóvember
-
-
9. Hvaða hugarfar hvatti Jesús lærisveinana til að sýna?
9 Jesús sá hlutverk hirðisins í öðru ljósi en þeir Jakob og Jóhannes gerðu einu sinni. Postularnir tveir reyndu að tryggja sér áhrifastöðu í ríki Guðs. En Jesús leiðrétti hugarfar þeirra og sagði: „Þið vitið að þeir sem ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar.“ (Matt. 20:25, 26) Postularnir þurftu að sporna gegn lönguninni til að „drottna yfir“ félögum sínum eða ráðskast með þá.
10. Hvernig vill Jesús að öldungar annist hjörðina og hvaða fyrirmynd gaf Páll postuli?
10 Jesús ætlast til þess að safnaðaröldungar annist hjörðina á sama hátt og hann gerði. Þeir verða að vera fúsir til að þjóna félögum sínum en mega ekki drottna yfir þeim. Páll postuli sýndi slíka auðmýkt því að hann sagði við öldunga safnaðarins í Efesus: „Þið vitið hvernig ég hef hagað mér hjá ykkur allt frá þeim degi er ég kom fyrst til Asíu. Ég þjónaði Drottni í allri auðmýkt.“ Páll vildi að öldungarnir hjálpuðu trúsystkinum sínum í einlægni og auðmýkt. Hann sagði: „Í öllu sýndi ég ykkur að með því að vinna þannig ber okkur að annast óstyrka.“ (Post. 20:18, 19, 35) Hann skrifaði Korintumönnum að hann vildi ekki drottna yfir trú þeirra heldur væri hann auðmjúkur samverkamaður að gleði þeirra. (2. Kor. 1:24) Páll er safnaðaröldungum nú á tímum góð fyrirmynd um dugnað og auðmýkt.
-
-
Hirðar, líkið eftir hirðunum mikluVarðturninn – 2013 | 15. nóvember
-
-
„FYRIRMYND HJARÐARINNAR“
Öldungar hjálpa fjölskyldum sínum að búa sig undir boðunarstarfið. (Sjá 13. grein.)
13, 14. Á hvaða sviðum þarf öldungur að vera hjörðinni til fyrirmyndar?
13 Eftir að Pétur benti öldungunum á að þeir mættu ekki „drottna yfir söfnuðunum“ hvatti hann þá til að vera „fyrirmynd hjarðarinnar“. (1. Pét. 5:3) Hvernig getur öldungur verið fyrirmynd hjarðarinnar? Lítum á tvennt sem bróðir þarf að hafa til að bera ef hann sækist eftir umsjónarstarfi. Hann þarf að vera „heilbrigður í hugsun“ og veita „góða forstöðu heimili sínu“. Ef öldungur á fjölskyldu þarf hann að vera til fyrirmyndar með því að veita henni góða forstöðu, því að „hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón“? (1. Tím. 3:1, 2, NW; 1. Tím. 3:4, 5) Til að geta orðið umsjónarmaður þarf bróðir að vera heilbrigður í hugsun. Hann þarf að skilja meginreglur Guðs vel og kunna að fara eftir þeim. Hann er ekki fljótfær heldur yfirvegaður og heldur ró sinni við erfiðar aðstæður. Þessir eiginleikar eru traustvekjandi fyrir safnaðarmenn.
14 Öldungar eru einnig góð fyrirmynd með því að taka forystuna í boðuninni. Jesús er umsjónarmönnum góð fyrirmynd á þessu sviði. Það var snar þáttur í starfi hans hér á jörð að boða fagnaðarerindið um ríkið. Hann sýndi lærisveinunum hvernig þeir ættu að fara að. (Mark. 1:38; Lúk. 8:1) Það er hvetjandi fyrir boðbera að boða trúna með öldungunum, sjá hve mikinn áhuga þeir hafa á þessu mikilvæga verkefni og læra af aðferðum þeirra þegar þeir kenna. Öldungarnir hafa margt á sinni könnu en með því að nota tíma sinn og krafta til að boða fagnaðarerindið að staðaldri hvetja þeir allan söfnuðinn til að boða trúna af kappi. Öldungar geta einnig verið söfnuðinum góð fyrirmynd með því að búa sig undir samkomur og taka þátt í þeim, og sömuleiðis með því að leggja sitt af mörkum við verk eins og ræstingu og viðhald ríkissalarins. Við erum hvött til að ,líkja eftir trú þeirra‘. – Ef. 5:15, 16; Hebr. 13:7.
Umsjónarmenn eru góð fyrirmynd í boðunarstarfinu. (Sjá 14. grein.)
-