Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Eru Vottar Jehóva sannkristnir?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 3. Hvernig líkja vottar Jehóva eftir kærleika Jesú?

      Jesús elskaði lærisveina sína svo heitt að þeir voru honum eins og fjölskylda. (Lestu Markús 3:35.) Á svipaðan hátt eru vottar Jehóva sameinaðir um allan heim, rétt eins og fjölskylda. Þess vegna köllum við hvert annað bræður og systur. (Fílemonsbréfið 1, 2) Við fylgjum einnig boðinu: „Elskið allt bræðralagið.“ (1. Pétursbréf 2:17) Vottar Jehóva sýna slíkan kærleika á margan hátt, eins og með því að hjálpa trúsystkinum sínum í neyð um allan heim.

  • Skírn er verðugt markmið
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 6. Með skírninni verðum við hluti af fjölskyldu Jehóva

      Við verðum hluti af samhentri alheimsfjölskyldu þegar við látum skírast. Við komum alls staðar að og erum með ólíkan bakgrunn en höfum öll sömu trú og förum eftir sömu siðferðisreglum. Lesið Sálm 25:14 og 1. Pétursbréf 2:17 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvaða áhrif hefur skírnin á sambandið við Jehóva og aðra sem tilbiðja hann?

      Klippimynd: Skírð systir hugsar ánægð um gott samband sitt við aðra í söfnuðinum. 1. Hún fær huggun frá systur. 2. Hún styður eldri systur á göngu. 3. Hún borðar með vinum á ólíkum aldri. 4. Hún boðar manni trúna með hjálp annarrar systur. 5. Hún tekur sjálfsmynd með tveim vottum af ólíkum kynþáttum á umdæmismóti.
  • Stuðlaðu að einingu í söfnuðinum
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Þegar við erum með trúsystkinum líður okkur eins og Davíð konungi sem sagði: „Það er gott og yndislegt þegar bræður búa saman í einingu.“ (Sálmur 133:1) Eining okkar kemur ekki af sjálfu sér. Hvert og eitt okkar stuðlar að henni.

      1. Hvað er einstakt á meðal þjóna Guðs?

      Ef við sækjum samkomur í öðru landi skiljum við kannski ekki tungumálið sem er talað en við kunnum samt vel við okkur. Hvers vegna? Vegna þess að við notum sömu biblíunámsritin alls staðar. Og við leitumst við að sýna hvert öðru kærleika. Hvar sem við búum ‚áköllum við nafn Jehóva og tilbiðjum hann í einingu‘. – Sefanía 3:9, neðanmáls.

      2. Hvernig getur þú stuðlað að einingu?

      „Elskið hvert annað af öllu hjarta.“ (1. Pétursbréf 1:22) Hvernig geturðu gert það? Hugsaðu um það góða í fari annarra í stað þess að einblína á ófullkomleika þeirra. Reyndu að kynnast bræðrum og systrum sem eru ólík þér í stað þess að umgangast aðeins þá sem eru með svipuð áhugamál og þú. Við getum líka lagt okkur fram um að uppræta fordóma sem við kunnum að hafa. – Lestu 1. Pétursbréf 2:17.a

      3. Hvað ættirðu að gera þegar upp kemur ósætti við trúsystkini?

      Við erum sameinuð, en við erum líka ófullkomin. Stundum særum við aðra eða völdum þeim vonbrigðum. Þess vegna segir í orði Guðs: „Haldið áfram að … fyrirgefa hvert öðru.“ Og það bætir við: „Eins og Jehóva fyrirgaf ykkur fúslega skuluð þið fyrirgefa öðrum.“ (Lestu Kólossubréfið 3:13.) Við höfum sært Jehóva ótal sinnum en samt hefur hann fyrirgefið okkur. Hann ætlast því til að við fyrirgefum trúsystkinum okkar. Ef þú kemst að því að þú hafir sært einhvern skaltu taka frumkvæðið að því að sættast. – Lestu Matteus 5:23, 24.b

      KAFAÐU DÝPRA

      Skoðaðu hvernig þú getur stuðlað að friði og einingu í söfnuðinum.

      Klippimynd: Bróðir semur frið. 1. Annar bróðir talar hranalega við hann. 2. Hann hugsar um það sem bróðirinn sagði. 3. Hann skoðar ráð Biblíunnar um það hvað eigi að gera þegar maður móðgast. 4. Hann hittir bróðurinn yfir kaffibolla og semur frið.

      Hvað myndir þú gera til að ná sáttum?

      4. Sigrastu á fordómum

      Við viljum elska alla bræður okkar og systur. En við getum átt erfitt með að eiga gott samband við þá sem eru mjög ólíkir okkur. Hvað er til ráða? Lesið Postulasöguna 10:34, 35 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Jehóva leyfir alls konar fólki að vera vottar sínir. Hvaða áhrif ætti það að hafa á viðhorf þitt til þeirra sem eru ólíkir þér?

      • Hvaða algengu fordóma vilt þú forðast?

      Lesið 2. Korintubréf 6:11–13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig heldur þú að þú getir eignast nánara samband við trúsystkini sem eru ólík þér?

      5. Að fyrirgefa fúslega og sættast

      Jehóva fyrirgefur okkur fúslega þó að hann þurfi aldrei á fyrirgefningu okkar að halda. Lesið Sálm 86:5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hversu fús er Jehóva til að fyrirgefa?

      • Hvers vegna ert þú þakklátur fyrir að hann skuli fyrirgefa?

      • Hvaða aðstæður gætu gert okkur erfitt fyrir að halda friðinn við aðra?

      Hvernig getum við líkt eftir Jehóva og varðveitt eininguna í söfnuðinum? Lesið Orðskviðina 19:11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað geturðu gert ef einhver fer í taugarnar á þér eða móðgar þig?

      Stundum særum við aðra. Hvað ættum við þá að gera? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      MYNDBAND: Að semja frið hefur blessun í för með sér (6:01)

      • Hvað gerði systirin í myndbandinu til að semja frið?

      6. Sjáðu það góða í fari bræðra og systra

      Þegar við kynnumst bræðrum okkar og systrum betur komum við bæði auga á góða eiginleika þeirra og veikleika. Hvernig getum við einbeitt okkur að því góða? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      MYNDBAND: Fegrum okkar innri mann (5:11)

      • Hvað getur hjálpað þér að sjá það góða í fari bræðra þinna og systra?

      Jehóva beinir athygli að góðum eiginleikum okkar. Lesið 2. Kroníkubók 16:9a og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað finnst þér um að Jehóva skuli beina athyglinni að því góða í fari þínu?

      Demantshringur.

      Fallegur demantur hefur jafnvel sína galla, en hann er samt verðmætur. Eins eru öll trúsystkini okkar dýrmæt í augum Jehóva þó að þau séu ófullkomin.

      SUMIR SEGJA: „Ég fyrirgef ekki öðrum nema þeir eigi það skilið.“

      • Hvers vegna ættum við að vera fús til að fyrirgefa öðrum?

      SAMANTEKT

      Þú getur stuðlað að einingu í söfnuðinum með því að vera fús til að fyrirgefa og elska öll trúsystkini þín.

      Upprifjun

      • Hvernig geturðu sigrast á fordómum?

      • Hvað ættirðu að gera ef upp kemur ósætti við trúsystkini?

      • Hvers vegna vilt þú líkja eftir Jehóva og fyrirgefa öðrum?

      Markmið

      KANNAÐU

      Sjáðu hvernig ein af dæmisögum Jesú getur hjálpað okkur að dæma ekki aðra.

      Dragðu bjálkann úr (7:01)

      Þurfum við að biðjast afsökunar ef okkur finnst við ekki hafa gert neitt rangt?

      „Að biðjast afsökunar – mikilvægt til að semja frið“ (Grein úr Varðturninum)

      Sjáðu dæmi um hvernig fólk hefur lært að koma jafnt fram við alla.

      Dæmum ekki eftir útlitinu (5:06)

      Skoðaðu nokkrar leiðir til að jafna ágreining áður en hann kemur niður á friði safnaðarins.

      „Að jafna ágreining í kærleika“ (Varðturninn maí 2016)

      a Aftanmálsgrein 6 fjallar um hvernig kærleikur fær okkur til að varast að smita aðra af sjúkdómum.

      b Aftanmálsgrein 7 fjallar um það hvernig takast megi á við fjárhagslegar og lagalegar deilur.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila