Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Bregstu við fyrirheitum Guðs með því að iðka trú
    Varðturninn – 1994 | 1. janúar
    • 4. Hvaða eiginleika ættum við að auðsýna í trú okkar?

      4 Trú á fyrirheit Jehóva og þakklæti fyrir frelsið, sem Guð hefur gefið, ætti að koma okkur til að gera okkar ítrasta til að verða til fyrirmyndar sem kristnir menn. Pétur sagði: „Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.“ (2. Pétursbréf 1:5-7) Pétur telur þannig upp marga eiginleika sem væri skynsamlegt af okkur að leggja á minnið. Við skulum líta nánar á þessa eiginleika.

  • Bregstu við fyrirheitum Guðs með því að iðka trú
    Varðturninn – 1994 | 1. janúar
    • 8. Hvað er sjálfsögun og hvernig er hún tengd þolgæði?

      8 Til að hjálpa okkur að sýna trú í prófraunum þurfum við að auðsýna sjálfsögun í þekkingu okkar. Gríska orðið, sem þýtt er „sjálfsögun,“ merkir það að geta tekið sjálfan sig taki. Þessi ávöxtur anda Guðs hjálpar okkur að hafa hemil á okkur í hugsun, orði og hegðun. Með því að vera þrautseig í því að iðka sjálfsögun bætum við þolgæði við hana. Gríska orðið fyrir „þolgæði“ merkir hugrakka staðfestu, ekki það að sætta sig döpur í bragði við óumflýjanlega erfiðleika. Það var vegna þeirrar gleði, sem beið Jesú, að hann leið þolinmóðlega á kvalastaurnum. (Hebreabréfið 12:2) Styrkur frá Guði samfara þolgæði eflir trú okkar og hjálpar okkur að fagna í þrengingum, standast freistingar og forðast eftirgjöf þegar við erum ofsótt. — Filippíbréfið 4:13.

      9. (a) Hvað er guðrækni? (b) Hvers vegna ættum við að auðsýna bróðurelsku í guðrækni okkar? (c) Hvernig getum við auðsýnt kærleika í bróðurelsku okkar?

      9 Í þolgæði okkar verðum við að auðsýna guðrækni — lotningu, tilbeiðslu og þjónustu við Jehóva. Trú okkar vex þegar við ástundum guðrækni og sjáum hvernig Jehóva á samskipti við þjóna sína. En til að láta í ljós guðrækni þarf bróðurelsku. Þegar allt kemur til alls getur „sá sem elskar ekki bróður sinn, sem hann hefur séð, . . . ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð.“ (1. Jóhannesarbréf 4:20) Hjörtu okkar ættu að knýja okkur til að sýna öðrum þjónum Jehóva sannan hlýhug og stuðla ætíð að velferð þeirra. (Jakobsbréfið 2:14-17) En hvers vegna er okkur sagt að auðsýna kærleika í bróðurelsku okkar? Pétur átti greinilega við það að við verðum að sýna öllu mannkyni kærleika, ekki bara bræðrum okkar. Þennan kærleika sýnum við sérstaklega með því að prédika fagnaðarerindið og hjálpa fólki andlega. — Matteus 24:14; 28:19, 20.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila