Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Varastu falskennara!
    Varðturninn – 1997 | 1. október
    • 3. Hvað gerðist til forna sem Pétur segir að myndi gerast aftur?

      3 Eftir að Pétur hefur hvatt bræður sína til að gefa gaum að spádómum segir hann: „En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins [í Forn-Ísrael]. Eins munu falskennendur líka verða á meðal yðar.“ (2. Pétursbréf 1:14–2:1) Fólk Guðs til forna fékk í hendur sanna spádóma en átti líka í höggi við spilltar kenningar falsspámanna. (Jeremía 6:13, 14; 28:1-3, 15) „Hjá spámönnum Jerúsalem sá ég hryllilegt athæfi,“ segir Jeremía. „Þeir drýgja hór og fara með lygar.“ — Jeremía 23:14.

      4. Af hverju verðskulda falskennarar tortímingu?

      4 Pétur lýsir því sem falskennarar myndu gera í kristna söfnuðinum og segir: „[Þeir munu] smeygja . . . inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita herra sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sig sjálfa bráða glötun.“ (2. Pétursbréf 2:1; Júdasarbréfið 4) Kristni heimurinn eins og við þekkjum hann er endanleg afleiðing sértrúarstefnu fyrstu aldar. Pétur bendir á hvers vegna falskennarar verðskuldi fyllilega tortímingu: „Margir munu fylgja ólifnaði þeirra, og sakir þeirra mun vegi sannleikans verða hallmælt.“ — 2. Pétursbréf 2:2.

  • Varastu falskennara!
    Varðturninn – 1997 | 1. október
    • Falskenningum komið á framfæri

      6. Hvað stjórnar gerðum falskennaranna og hvernig leitast þeir við að fá það sem þeir sækjast eftir?

      6 Það er viturlegt af okkur að gefa því gaum hvernig falskennarar koma spilltum hugmyndum sínum á framfæri. Pétur segir að þeir smeygi þeim inn með slægð svo lítið beri á. Hann bætir við: „Af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa yður að féþúfu.“ Falskennarar láta stjórnast af eigingjörnum hvötum eins og sjá má af orðalagi The Jerusalem Bible: „Þeir reyna ákaft að kaupa ykkur handa sjálfum sér með lúmskum ræðum.“ Og þýðing James Moffatts segir: „Í girnd sinni notfæra þeir sér ykkur með kænlegum rökum.“ (2. Pétursbréf 2:1, 3) Orð falskennara geta hljómað trúverðug í eyrum þess sem er ekki andlega vökull, en orðin eru vandlega valin til að „kaupa“ fólk, lokka það til að þjóna eigingjörnum markmiðum svikarans.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila