-
Látið alltaf í ljós kærleika og trúVarðturninn – 1987 | 1. febrúar
-
-
22. Hver nær ekki tökum á drottinhollum kristnum manni og um hvað getur hann beðið með trúartrausti?
22 Jóhannes dregur nú saman meginatriðin í bréfi sínu. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 5:18-21.) „Hver sem af Guði er fæddur“ sem andasmurður kristinn maður iðkar ekki synd. Jesús Kristur, „sá sem af Guði er fæddur“ með heilögum anda, „varðveitir hann og hinn vondi [Satan] snertir hann ekki.“ Slíkur drottinhollur, smurður kristinn maður getur í fullu trúartrausti beðið um frelsun frá hinum vonda og bægt frá sér ‚eldlegum skeytum‘ Satans með ‚skildi trúarinnar.‘ — Matteus 6:13; Efesusbréfið 6:16.
-
-
Látið alltaf í ljós kærleika og trúVarðturninn – 1987 | 1. febrúar
-
-
24. Í hvaða augnamiði hefur Jesús „gefið oss skilning“?
24 Vissir falskennarar héldu því fram að Kristur hefði ekki komið í holdi. (2. Jóhannesarbréf 7) Sökum þeirra raka sem Jóhannes bendir á í þessu bréfi getum við sagt: „Vér vitum, að Guðs sonur er kominn.“ (1. Jóhannesarbréf 1:1-4; 5:5-8) Jesús hefur auk þess „gefið oss skilning“ til að ‚við getum þekkt sannan Guð‘ og aukið þá þekkingu jafnt og þétt. (Matteus 11:27) Því erum við „í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist.“ — Samanber Jóhannes 17:20, 21.
25. Hvernig getum við, kristnir menn, farið eftir ráðunum í 1. Jóhannesarbréfi 5:21?
25 Þeir sem eru sameinaðir hinum sanna Guði, Jehóva, hvort heldur þeir eru af hinum smurðu leifum eða hinum ‚öðrum sauðum,‘ vilja þóknast honum á allan hátt. En á fyrstu öldinni var manna freistað til skurðgoðadýrkunar alveg eins og er núna. Jóhannes lauk því bréfi sínu með þessum föðurlegu ráðum: „Börnin mín, gætið yðar fyrir skurðgoðunum.“ Við, kristnir menn, föllum ekki fram fyrir skurðgoðum. (2. Mósebók 20:4-6) Við vitum líka að það væri rangt að setja okkur sjálf, skemmtun eða eitthvað annað í stað Guðs. (2. Tímóteusarbréf 3:1, 2, 4) Vígsla okkar til hans kemur í veg fyrir að við dýrkum hið pólitíska „dýr“ og „líkneski“ þess. (Opinberunarbókin 13:14-18; 14:9-12) Með það að markmiði að þóknast okkar himneska föður og hljóta þá gjöf hans sem eilíft líf er skulum við vera einbeitt í því að forðast alla skurðgoðadýrkun, leyfa henni aldrei að spilla dýmætu sambandi okkar við Jehóva fyrir milligöngu Jesú Krists.
-