Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Er auga þitt „heilt“?
    Varðturninn – 1986 | 1. september
    • 9. Hvað gerir Satan til að magna „fýsn augnanna“ nú á dögum?

      9 Satan beitir enn í dag sömu aðferðum og vélráðum í því skyni að draga alla menn frá því að gera vilja Guðs. Satan notar það sem glitrar og glóir í heiminum til að ýta undir „fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti.“ (1. Jóhannesarbréf 2:​16) Auglýsingaaðferðir viðskiptaheimsins eru skýrt dæmi um þetta. Eru ekki áhrifaríkustu auglýsingarnar einmitt þær sem höfða til sjónskynjunarinnar? Hin óteljandi, litskrúðugu auglýsingaspjöld og ljósaskilti, glæstar myndir í dagblöðum og tímaritum, snjallar sjónvarpsauglýsingar — og þær stóru summur sem eytt er í gerð þeirra og birtingu — ber allt vitni þeirri staðreynd að auglýsingar eiga sér að baki þá hugmynd öðrum fremur að örva „fýsn augnanna“ hjá neytandanum.

      10. Hverju er viðskiptaheimurinn í raun að koma á framfæri?

      10 Það er mismunandi hvort þessar auglýsingar örva ímyndunaraflið eða ekki. Óbeint er þó verið að auglýsa ekki aðeins neysluvörur heldur líka ákveðinn lífsstíl. Mjög oft er vara þannig auglýst að þeir hamingjusömu, fallegu, áhrifamiklu og vel stæðu noti hana. Þar með er sá boðskapur fluttur að ef neytandinn noti þessa vöru sé hann sjálfkrafa í einhverjum þessara flokka. Auglýsendur vita að jafnskjótt og einhver hefur tileinkað sér ákveðinn lífsstíl þarf ekki mikið til að láta hann tileinka sér þær neysluvenjur sem honum fylgja. Í ljósi þessa er viturlegt af vígðum kristnum mönnum að lifa eftir ráðum Hebreabréfsins 13:​5! Þar lesum við: „Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem þér hafið.“

  • Er auga þitt „heilt“?
    Varðturninn – 1986 | 1. september
    • 15, 16. (a) Hvaða aðra „fýsn augnanna“ verðum við að forðast? (b) Hvernig eiga ráðin í Orðskviðunum 27:20 við hér?

      15 En eiga þeir einir sem vilja verða ríkir á hættu að ganga í myrkri? Nei, því að „fýsn augnanna“ tekur til margra fleiri hluta. Rifjaðu upp orð Jesú í Matteusi 5:​28: „Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ Auðvitað má líka heimfæra þessa aðvörun á það að leyfa augunum að virða fyrir sér efni sem er til þess gert að vekja eða örva rangar fýsnir og langanir.

      16 Þá er að nefna áhyggjurnar af mat, drykk og klæðnaði sem Jesús talaði um. (Matteus 6:​25-32) Enda þótt þetta sé nauðsynlegt getur óhófleg löngun í að hafa alltaf það nýjasta, dýrasta og eftirsóttasta þrælbundið huga okkar og hjarta. (Rómverjabréfið 16:​18; Filippíbréfið 3:​19) Jafnvel þegar afþreying, tómstundagaman, íþróttir, líkamsrækt og svo framvegis á í hlut verðum við að gæta jafnvægis og varast að láta stundartísku og keppikefli heimsins hrífa okkur með sér. Á öllum þessum sviðum væri hollt fyrir okkur að hafa í huga hin viturlegu orð í Orðskviðunum 27:​20: „Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi, svo eru og augu mannsins óseðjandi.“ Víst er um að við þurfum að iðka sjálfstjórn svo að við stefnum okkur ekki í voða andlega með því að reyna að fullnægja augum okkar.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila