FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | OPINBERUNARBÓKIN 10–12
,Vottarnir tveir‘ eru drepnir og reistir til lífs á ný
,Vottarnir tveir‘: Lítill hópur andasmurðra bræðra sem tók forystuna þegar Guðsríki var stofnað 1914.
Drepnir: Eftir að hafa boðað trúna í þrjú og hálft ár ,klæddir hærusekkjum‘ voru þeir ,drepnir‘ í þeim skilningi að þeir voru fangelsaðir og þvingaðir til að vera óvirkir.
Sneru aftur til lífs: Við lok daganna táknrænu, sem voru þrír og hálfur dagur, sneru þeir aftur til lífs þegar þeir voru látnir lausir úr fangelsi og tóku aftur forystuna í boðun trúarinnar.