Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g89 8.7. bls. 3
  • Hverjir munu erfa jörðina?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hverjir munu erfa jörðina?
  • Vaknið! – 1989
  • Svipað efni
  • Jörðin — eilíf arfleifð hógværra manna
    Vaknið! – 1989
  • „Svo á jörðu sem á himni“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Mengunin stöðvuð fyrir fullt og allt!
    Vaknið! – 1988
  • Leitist við að vera hógvær og þóknist Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
Sjá meira
Vaknið! – 1989
g89 8.7. bls. 3

Hverjir munu erfa jörðina?

JESÚS svaraði þeirri spurningu í sinni kunnu fjallræðu: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.“ Öldum áður hafði sálmaritarinn Davíð sagt: „Hinir hógværu fá landið til eignar.“ Sagt er um Jehóva Guð sjálfan: „Jörðina hefir hann gefið mannanna börnum.“ — Matteus 5:5; Sálmur 37:11; 115:16.

Þegar Jehóva skapaði manninn fól hann honum umsjón með jörðinni. Hann bauð honum að ‚yrkja hana og gæta hennar.‘ (1. Mósebók 2:15) Þess í stað fer maðurinn illa með jörðina og mengar hana. Opinberunarbókin 11:18 sagði fyrir að þannig myndi maðurinn hegða sér og að Guð einn gæti stöðvað hann. Það er Guð sem mun „eyða þeim, sem jörðina eyða.“ Maðurinn heyrir ekkert þegar fegurð jarðar hrópar hástöfum og mótmælir gerðum hans, en hann hefur ofurnæma heyrn þegar peningarnir hvísla. — 1. Tímóteusarbréf 6:10.

En peningarnir verða einnig að láta í minni pokann um síðir. Í ritstjórnargrein í tímaritinu U.S. News & World Report var spurt athyglisverðrar spurningar:

„Hverjir eru raunsæismennirnir núna? Svo árum skiptir hefur verið gert gys að þeim sem höfðu áhyggjur af því sem við erum að gera reikistjörnu okkar. Þeir voru kallaðir hugsjónamenn, æsingamenn og afskiptasamir, óraunsæir umbótamenn. Nú er allt í einu orðið ljóst að hinir ‚óhagsýnu‘ svartsýnismenn hafa alla tíð haft rétt fyrir sér varðandi súrt regn, eyðingu ósónlags jarðar og loftslagsbreytingu um allan heim vegna koldíoxíðmengunar andrúmsloftsins, gróðurhúsaáhrifin.

Í öllum þrem tilvikum mun óskhyggja þeirra sem taldir voru hagsýnir vera okkur og börnum okkar dýrkeypt. ‚Raunsæi‘ þeirra kom í veg fyrir mengunarvarnir sem hefðu á sínum tíma kostað milljónir, en blasa nú við okkur með kostnaði er nemur ótöldum milljörðum vegna þess varanlega tjóns sem orðið er og gæti átt eftir að valda heimshörmungum.“

Þeir sem hefðu getað gert eitthvað til mengunarvarna fóru sér löturhægt og héldu fast um pyngjuna meðan fólk veiktist og dó. Og það gera þeir enn. Sex þúsund ára saga mannkyns hefur sýnt fram á sannleiksgildi orðanna í Biblíunni þar sem hún segir: „Ég veit, [Jehóva], að örlög mannsins eru ekki á hans valdi, né það heldur á valdi gangandi manns að stýra skrefum sínum.“ — Jeremía 10:23.

Guð gefur manninum það leiðarljós sem hann þarf: „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.“ (Sálmur 119:105) Það veitir okkur hamingju að fara eftir því: „Ég, [Jehóva], Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga. Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá myndi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.“ — Jesaja 48:17, 18.

En þorri mannkyns hefur ekki til að bera þá hógværð sem þarf til að þiggja handleiðslu Guðs og uppskera þau gæði sem fylgja því. Mannkynið þarf að verja sjálfstæði sitt og heimtar að fá að ganga glötunarveginn. Aðeins hinir hógværu finna ‚veginn sem liggur til lífsins.‘ — Matteus 7:13, 14.

Mennirnir aðlagast ekki umhverfi sínu lengur. Fyrst menga þeir sjálfa sig siðferðilega og síðan menga þeir jörðina bókstaflega. Þessi siðferðilega mengun gerir þá óhæfa í augum Guðs til að erfa jörðina. Greinin á eftir fjallar um tvö dæmi þess hvernig siðleysi manna mengaði svo landið sem þeir byggðu að þeir voru gerðir rækir úr því. Bæði dæmin eru tekin úr grárri forneskju.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila